Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 9

Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 9
Fyrir nokkru bar svo við hjá iðnfyrirtæki einu að stúlka fékk frí í hálf- an annan tíma til að fara í bæinn. Þegar hún koni aftur í vinnuna kvaðst hún hafa verið að gifta sig. Reyndist þetta rétt vera, en til hjónabands- ins var einungis stofnað í viðskiptalegum tilgangi og til skamms tíma. Mun það vera algengt, að kom- ið sé á slíkum skyndi- hjónaböndum með það fyrir a'ugum að ná út skyldusparnaðarfé, sem ungt fólk fær ekki greitt nema það hafi náð 26 ára aldri eða þá við giftingu. Nú er svo komið að fólk skreppur úr vinnunni til fógeta, nær í sparimerkin og fer svo að undirbúa skilnaðinn. Að sjálfsögðu tekur makinn vissa þókn- un fyrir svona vesen. Margar sögur hafa ver- ið sagðar af viðleitni kaupsýslumanna til að veita gestum sínum er- lendis frá rausnarlega, þegar um mikilvæg við- skiptasambönd er að tefla. Vel var að slíkum fagnaði staðið fyrir nokkru, þegar íslenzkur stórkaupmaður tók á móti sendinefnd frá japönsku stórfyrirtæki með það fyrir augum að fá hér umboð fyrir það. Var Japönunum boðið í mat- arveizlu á veitingahúsi en þar mætti síðan glímu- flokkur og sýndi ís- lenzka glímu, Voru hinir austurlenzku gestir með sína fan?bragðahefð yfir sig hrifnir af þessu uppá- tæki. Lyktaði sýningunni svo að uppi stóð einn, sem fellt hafði alla keppi- nauta sína. >á var það gestgjafinn, sem vippaði sér út á gólfið og felldi hetjuna í tvísýnni glímu við hinar beztu undir- tektir áhorfenda. Átökin innan félags at- vinnuflugmanna eru orð- in svo alvarleg, að flug- menn Loftleiða hafa á orði, að þeir muni stofna sitt eigið stéttarfélag. Til harkalegra átaka kom á aðalfundi Félags ísl. at- vinnuflugmanna fyrir nokkru milli flugmanna Loftleiða og Flugfélags ís- lands, en þeir síðarnefndu hafa und<rtökin í félag- inu. Rígur milli flug- nrinna og ólíkir hagsmun- ir þeirra svnast ætla að verða sameiningu flugfé- laganna Þrándur í Götu og geta deilur þeirra haft hinar alvarlegustu afleið- inerar. Loftleiðamenn telia sisr lilunnfarna og hafa litið hað mjög óhýru autra, að Boeing 727 hot- nr Flugfélags íslands nrieð áhöfnum hess félaers hafa verið settar inn á flugá- ætlun til Chicago í vetur. Loftleiðamenn vilja halda Amerík'uleiðinni fyrir sig og telia jafnvel teflt á tæpasta vaðið með að nota Boeing 727, sem hef- ur 5—6 tíma flugþol, í Ameríkuferðum. Almenningsálitið virð- ist vera með Guðna Þórð- arsyni og Air Viking í útistöðum hans við bankayfirvöldin. Við- skiptamannahónur ferða- skrifstofunnar Sunnu er orðinn býsna stór og þeir eru margir, sem telja illt í efni, ef Air Viking verð- ur ekki gert kleift að veita Flugleiðum sam- keppni í sólarlandaflugi. í þessu ráða tilfinningar fólks en ekki raunhæft mat á því, hvort mögu- leiki sé á að gera út flug- vélar Air Viking nema með bullandi tapi af tæknilegum ástæðum. Guðni hefur marga hildi háð um árin og jafnan tekizt að yfirstíga rekstr- arörðugleika með ótrú- legri dirfsku. Nú bíða menn eftir að hann dragi upp úr pússi sínu olíu- dollara því að Guðni er bezti vinur Arabanna á Fróni hér. Það vakti athygli fyrir nokkru, að starfsmenn Ríkisútvarpsins ■ hótuðu að ganga út fengju þeir ekki Jaun sín greidd fvrir tilskilinn tíma en útborg- un hafði dregizt í nokkra daga vegna fjárliagsörð- ugleika stofnunarinnar. í kjölfar þessa máls mun Landsbankinn, sem út- varpið hefur viðskipti við, hafa grinið í taum- ana og gert ákveðnar at- hugasemdir við fjármála- stjórn útvarnsins. Frétzt hefur, að bókhald stofn- unarinnar hafi sérstak- lega verið skoðað og sé mál þetta allt til vand- legrar athugunar hjá bankayfirvöldum, sem jafnvel hafi sett fram á- kveðin skilyrði við menntamálaráðuneytið varðandi málefni útvarps- ins. FV 11 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.