Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 59
ey spáð mestum uppgangi i þeim greinum, enda reiknað með að verulegt átak verði gert í vöruþróun og markaðs- starfsemi, með útflutning í huga. Þá er reiknað með að framleiðsluhagræðing verði veruleg og geti því framleiðsla vaxið mun hraðar en starfs- fólki fjölgar. KEPPT VIÐ LÁGLAUNA- LÖND. Eins og fyrr segir er fata- gerð fjölmennasta grein innan þessarar iðngreinar. Fram- leiðsla hennar er nær ein- göngu fyrir heimamarkað, þó að hafinn sé útflutningur á karlmannafötum. Á flestum sviðum fataiðnaðar eru ekki möguleikar á útflutningi, þar sem keppa þarf við fjöldafram- leiðslu frá öðrum löndum. Oft kemur hún frá láglaunalöndum í Suður-Evrópu og Asíu. Telja má líklegt að framleiðendur karlmannafata geti haldið velli, þar sem slík framleiðsla krefst þjónustu við viðskipta- menn og náinna tengsla við tískuþróun á markaðnum. Þá hafa sum fyrirtæki á því sviði náð mjög miklum árangri í framleiðsluhagræðingu á und- anförnum árum. Tízkuvörur kvenna, sem eru stór hluti fataframleiðslu í heiminum, hafa aldrei verið framleiddar hér á landi að neinu ráði. Þó er talsvert um að verslanir láti sauma fyrir sig flíkur, en minna um að framleiðendur starfi sjálfstætt að þeirri framleiðslu. BARNAFATNAÐUR REYNIST VEL. Útifatnaður hefur lengi ver- ið framleiddur í stórum stíl hér á landi. Hann er fram- leiddur fyrir fólk á öllum aldri og miðast gjarnan við okkar óstöðuga veðurlag, sem gerir meiri kröfur til slíks fatnaðar, en almennt er. Þá hefur ís- lenskur barnafatnaður notið trausts, því að hann hefur yfir- leytt reynst endast vel, en er stundum dýrari en innflutt barnaföt. Eitt af því sem einkennir íslenzkan fataiðnað allan er það, að hér eru hvorki fram- leidd mjög ódýr né mjög dýr föt. Nær undantekningalaust eru notuð góð efni og hverf- andi hætta á að lenda í að kaupa ónýt föt, eins og kemur fyrir, þegar fólk kaupir mjög ódýr föt erlendis. Ef til vill veldur það fram- leiðendum á fötum mestum á- hyggjum, hversu mikill inn- fiutningur er orðinn frá lág- iaunalöndum, sem geta undir- boðið verð á Vesturiöndum. Þá hefur einnig komið fyrir að framleiðendur i Vestur-Evrópu selji hingað undir verði, til að losna við birgðir, en fleiri iðn- greinar hafa orðið fyrir barð- inu á þessu, á þeim samdrátt- artímum, sem verið hafa að undanförnu. VEIÐAFÆRAIÐNAÐUR. Innan þessarar iðngreinar er veiðarfæ.raiðnaður, sem er að flestu leyti óskyld atvinnu- grein. Stærsti aðili í veiðafæra- gerð er Hampiðjan, en auk þess netaverkstæði, sem vinna bæði úr erlendu og innlendu hráefni. Reikna má með að innlendur veiðafæraiðnaður geti að minnsta kosti haldið sínum markaðshluta hérlendis og bætt við sig með útflutn- ingi, sem þegar er nokkur. Það kom fram í viðtali við formann Félags íslenzkra iðn- rekenda í Þjóðviljanum, 7. desember síðastliðinn, að hann væri mjög uggandi vegna á- framhaldandi tollalækkana á innfluttum iðnaðarvörum, þar sem ekki hefði verið staðið við þau loforð, sem iðnrekendum voru gefin er ísland gekk í EFTA, fyrir sex árum. Davíð Scheving Thorsteinsson segir þar að yfirleitt sé illa að fram- leiðsluiðnaðinum búið og hann búi við lakari kjör á sviði fjár- festingarlána, rekstrarfjár og tollamála en hinir framleiðslu- atvinnuvegirnir, landbúnaður og sjávarútvegur. MAX HF. SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 14085 Framleiðum kápur, úlpur og jakka. Hlýr og hentugur fatnaður fyrir íslenzkt veðurfar. FV 11 1975 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.