Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 63

Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 63
Sláturfélag Suðurlands, Austurveri: Vörukynningareidhús og fleiri nýjungar „Eftir að nautakjötsverðið lækkaði lief'ur salan að sama skapi aukizt nijög mikið um Ieið og sala á kindakjöti hefur dregizt saman. Kindaliakk hreyfist varla enda ekki nema von þar sem kílóið af því samkvæmt verðlista er á 860 krónur en nautahakk kostar 768 kr. kílóið. Við höfum boðið kinda- hakkið á 680 kr. en það breytir engu.“ Jóhannes Jónsson, verzlunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri. Þetta sagði Jóhannes Jóns- son, verzlunarstjóri hjá Slátur- félagi Suðurlands í Austurveri við Háaleitisbraut, er F.V. heimsótti hann í búðina núna fyrir skömmu. Jóhannes upp- lýsti í framhaldi af þessu, að Sláturfélagið hefði nú tekið upp sérstaka meðferð nauta- kjöts í sláturhúsi sínu á Sel- fossi, sem tryggir gæði vörunn- ar. í stað þess að hengja kjötið upp til að láta það meirna er nú hver vöðvi fyrir sig úrbein- aður, settur í sérstakan plast- poka sem er loftdreginn og síð- an er kjötið látið liggja þannig í 10 daga við ákveðið hitastig. Kemur það í þessum umbúð- um í verzlanirnar og sagði Jó- hannes, að tæpast þyrfti að nota hníf á slíkt kjöt sakir þess hve meirt það væri. NÝJUNGAR í VERZLUNAR- REKSTRI í verzlun Sláturfélags Suð- urlands í Austurveri eru ann- ars á boðstólum allar venju- iegar matvörur í fjölbreyttu úrvali. Verzlunin hefur starfað í rúm 10 ár og var stækkuð um 250 fermetra í fyrra, þannig að nú er gólfflötur verzlunarinnar 580 fermetrar. Jóhannes, sem um 13 ára skeið starfaði sem verzlunarstjóri í Matardeild- inni í Hafnarstræti, hefur séð um skipulag húsnæðisins og tekið upp athyglisverðar nýj- ungar í rekstri verzlunarinnar. Þannig hefur verið lögð á- herzla á að flokka vörurnar greinilega niður í hillur og hafa sem rúmasta ganga á milli svo að viðskiptavinir eigi auð- velt með að staldra við og velja án þess að vera fyrir neinum öðrum. Þá hefur hver af- greiðslustúlka umsjón með vissum vöruflokkum, t. d. barnamat eða súpum, svo að dæmi séu tekin og .fylgist með hreyfingu á vörunni. Hún skrif- ar pantanir til lagerstjórans og verður sjálfkrafa ráðandi um það hvaða vörur eru pantaðar í samræmi við eftirspurn. Sagði Jóhannes þetta greinilega hvetjandi fyrir starfsfólkið auk þess sem útilokað væri fyrir einn mann að hafanákvæmayf- irsýn yfir 4000 vörutegundir, sem í verzluninni væru jafnað- arlega. Fastráðnir starfsmenn hjá Jóhannesi eru 23 og sagði hann miklu meiri stöðugleika ríkjandi í starfsmannahaldinu nú en áður var. SEGULBANDSTÆKI Þá má og nefna það sem tækninýjung, að í stað þess að skrifa niður vörutalningu í hillum gengur starfsfólkið í Austurveri með segulbandstæki á milli og talar upplýsingarnar inn á band. Af þessu hlýzt mik- ill tímasparnaður. Viðskiptavinirnir lenda held- ur ekki í neinum vandræðum með tómar kerrur eða körfur, þegar þeir koma að kassanum, því að kerrurnar fara sína leið öðrum megin við kassaborð en viðskiptavinurinn hinum meg- in. í samvinnu við forsvars- menn Grensássóknar lét verzl- unin gera bílastæði við safnað- arheimilið, sem er þarna rétt hjá, sem verzlunin hefur til af- nota á opnunartímum. Að lokum má svo nefna, að fræðslustarfsemi er rekin í vörukynningareldhúsi í verzl- un Sláturfélags Suðurlands í Austurveri. Er sú kynning ým- ist á vegum verzlunarinnar sjálfrar eða umboðsmanna vissra vörutegunda. FV 11 1975 59

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.