Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 64
Skóverzlun á Akureyri:
Úrvalið ekki síðra en syðra en
aukakostnaður leggst oft á vöruna
Rætt við Berg Lárusson, skókaupmann
„Bætt hafnaraðstaða og tíðari
ferðir skipafélaganna til Ak-
ureyrar eru tvö stór hagsmuna-
mál oltkar kaupmanna á Akur-
eyri. Það gerist alltof oft að
vara sem við fáum senda með
skipum stórskemmist, og það
gerist líka alltof oft að varan
bíður margar vikur í Reykja-
vík, þar sem vörum er safnað
saman og þær ekki sendar af
stað fyrr en magnið er orðið
það mikið að ferðin borgi sig,
að dómi skipafélaganna. Vissu-
lega er hægt að skilja þetta,
að nokkru leyti, en það er
jafn bagalegt fyrir okkur
kaupmenn samt.“
Þetta sagði Bergur Lárusson,
skókaupmaður á Akureyri í
viðtali við Frjálsa verslun.
Bergur hefur rekið skó-
verslun í 4 ár og er hún stað-
sett í hjarta bæjarins, þ. e.
við Hafnarstræti. Verslunin
ber nafnið Skóverzlun M. H.
Lyngdals og er þetta gamalt
fyrirtæki í bænum, stofnsett
1910. Skófatnaðurinn sem
Bergur er með á boðstólnum
kemur víðs vegar að úr heim-
inum, aðallega þó frá EFTA-
löndunum þar sem tollar eru
lægri. Þetta er viðkvæm vara
í flutningi, og venjulega er
henni pakkað í pappakassa og
hefur það ósjaldan gerst að
öskjuvnar væru meira og
minna skemmdar og sömu
sögu er að segja um innihald
þeirra. En mjög kostnaðar-
samt er að láta pakka vörun-
um í trékassa eða hliðstæðar
umbúðir.
20% VÖRUNNAR
ÓSÖLUHÆFT.
Það hefur jafnvel gerst að
um 20% vörunnar væri ó-
söluhæft af þessum orsökum,
sagði Bergur. — En við getum
ekki gert okkur vonir um
neinar úrbætur fyrr en
skipafélögin. sem flytja vör-
una til landsins verða gerð
ábyrg fyrir þeim verðmætum
sem þau koma með til lanas-
ins. Ég tel að skemmdir og
vörutap skipti þjóðarbúið
Bergur Lárusson,
skókaupmaður á Akureyri.
hundruðum milljóna á ári, þar
sem ríkissjóður fær jú eng-
an toll af skemmdum vörum
og töpuðum. Auk þess tapar
innflytjandinn stórum fjár-
munu.m á þessu og þarna er
uin að ræða dýrmætan gjald-
eyri, sem fer í súginn, því alla
vöruna þurfum við að greiða
í beinhörðum gjaldeyri.
Síðan vék Bergur að því að
hann hefði stundum gripið til
þess úrræðis að flytja inn vör-
ur með flugi eða pósti. Vörur
fluttar inn með því móti skila
sér betur fyrir innflytjandann,
en því er ekki að neita að
aukakostnaður við flutning
eftir þessum leiðum kæmi fram
í hærra vöruverði til neitand-
ans.
JAFNGOTT ÚRVAL OG
FYRIR SUNNAN.
Síðan var Bergur inntur
eftir því hvernig skókaup-
mönnum Norðanlands gengi
að hafa fjölbreytt vö.ruval
fyrir viðskiptavini sína. Full-
yrti hann að norðlendingar
þyrftu ekki að kvarta og skó-
verslanir á Akureyri að
minnsta kosti hefðu eins gott
og mikið úrval eins og sunn-
lendingar. Hins vegar væri
ekki hægt að neita því að
aukakostnaður kæmi oft á vör-
ur þar sem oft þyrfti að
flytja vöruna með bílum eða
flugvélum til Akureyrar.
Á Akureyri eru þrjár skó-
verslanir og sagði Bergur að
milli þeirra væri góð sam-
vinna. Reyndu þeir allir að
standa sig sem best í því að
bjóða norðlendingum fjöl-
breytt vöruval og skófatnað
sem hentaði fyrir íslenska
veðráttu, en sá skófatnaður
hlyti að vera nokkuð öðru
vísi en skófatnaður sem hent-
aði á Ítalíu og Spáni.
Að lokum sagði Bergur að
með auknum hafnarbótum og
betri meðferð vörunnar, tíðari
ferðum til norðurlands myndi
aðstaða fyrir verslunina batna
mjög mi'kið. Með tilliti til
stöðu þjóðarbúsins útávið og
versnandi viðskiptakjara hlyt-
um við að þurfa að gæta vel
þeirra fjármuna sem þjóðin
aflaði bæði innanlands og
utan.
60
FV 11 1975