Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 70
SFrá ritstjéni Ráðstefnur á Islandi Ekki fer á milli mála aö á íslandi hafa hin síðustu ár skapazt ákjósanlegustu skilyröi til mannfunda meö alþjóðlegri þátttöku. Samgöngur við landið eru í ágætu horfi, tíöar ferðir bæði austur og vestur um hafið, og önnur tengsl við útlönd sæmilega örugg eins og símasamband. Af þessum sökum setja menn það ekki fyrir sig að ferðast til íslands og ráða þar ráðum sínum þó að slíkt hafi tæpast hvarflað aö mönnum fyrir svo sem tveimur áratugum sakir einangrunar landsins. Allur aðbúnaður fyrir gesti okkar frá út- löndum hefur batnað stórum og með hliö- sjón af fundum og ráðstefnum sérstaklega, hefur áherzla verið lögð á góð salarkynni í hótelum og starfslið þjálfað til aö mæta ströngum kröfum, sem gerðar eru til ráð- stefnuhalds á alþjóðamælikvarða. Því er ekki að leyna, að stórvel hefur tek- izt til um framkvæmd margra alþjóölegra móta og funda á íslandi. Erlendir þátttak- endur í þessum mótum lofa almennt fram- kvæmd þeirra og móttökur allar auk þess sem íslenzkt landslag svíkur engan. Ekki skal dómur lagður á, hvort of mikill- ar bjartsýni gætir hjá sumum frumkvöðlum íslenzkra ferðamála, sem hafa sumir hverjir talið ráðstefnuhald líklegt til að leysa allan árstíðabundinn vanda fyrirtækja í ferða- mennskunni. Hins vegar ber að vara viö allri tröllatrú á þessum þætti ferðamála því að landfræðileg skilyrði eins og þau verða verst hér á landi munu tvímælalaust þoka íslandi aftur fyrir flest lönd í N.-Evr- ópu og Ameríku á valkostalistum aöstand- enda umfangsmestu fjölþjóðlegra funda og ráðstefna að vetrarlagi. Ráðstefnuhald hér- lendis mun í ríkum mæli ráðast af mögu- leikum til aö komast leiðar sinnar innan- lands og njóta sæmilegs veðurs. Mörg hinna fjölmennari þinga koma líka aðeins til greina að sumarlagi vegna þess aö þátttakendur verða að verja hluta af hefð- bundnum orlofstíma sínum til aö komast. En fundir og ráðstefnur eru ólíkar að stærð og gerð. Því fer víðs fjarri að allir þurfi að bíða eftir sumarfríinu sínu til aö fara á fund á íslandi. Alla daga er um heim allan verið að þinga af margvíslegu tilefni, sumt af nauðsyn, sem kallað hefur á aukna fjölbreytni í staöavali. Þetta eru oft á tíðum tiltölulega fámennir fundir stofnana og fyr- irtækja. Á því sviði er óplægður akur fyrir Islendinga og á þann markað hlýtur athygli íslenzkra ferðamálafyrirtækja að beinast. Þar eru óefað mikil tækifæri til að nýta betur samgöngutæki og gististaði en nú er einkum vor og haust. I þessu sambandi skal áherzla lögð á það veigamikla gildi sem ferðamál hafa fyrir gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar og afkomu fjöl- mennra starfsstétta. Þetta eru staðreyndir sem vilja gleymast, þegar ráðamenn fjalla um ferðamálastarfsemi, og þá stundum í kæruleysistón eins og um eitthvert tóm- stundagaman nokkurra sérvitringa sé að ræða. Þvert á móti eru hér miklir hagsmunir í húfi, er snerta þjóðarheildina. Þess vegna skulu forráðamenn íslenzkra stofnana og fyrirtækja hvattir til að nota tengsl sín við samstarfsaðila erlendis í því augnamiði að fá þá til að halda fundi sína á íslandi. Fundir stjórnarerindreka eða forstöðu- manna fjölþjóölegra fyrirtækja, verölauna- ferðir fyrir duglega sölumenn, fámennir eða fjölmennir fundir fulltrúa á vegum alþjóöa- stofnana. Allt eru þetta dæmi um fólk í mismunandi störfum, sem er á fleygiferö milli funda um heim allan. Þeir eru ótaldir forystumenn hjá íslenzkum stofnunum og fyrirtækjum, sem geta haft áhrif á hvar þetta fólk hittist næst. Af hverju ekki að póstleggja nokkra kynningarbæklinga frá flugfélögunum og hótelum og senda við- skiptaaðilum erlendis? Af hverju ekki ísland næst? 66 FV 11 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.