Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 19

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 19
Bretland: Viskíframleiðendur í vanda- Viskískortur yfirvofandi eftir tjogur til sjo ar Opinberar aðgerðir koma hart niður á iðnaðinum Skozkir viskíframleiðendur hafa lent í talsverðum fjármálalegum þrenginguin og hafa orðið að draga úr framleiðslu upp á síðkast- ið. Sumir, sem málefnum viskíframleiðenda eru hvað kunnugastir, telja, að þetta kunni að valda s eftir fjögur til sjö ár. Viskíið verður áfram helzta útflutningsvara Skota þangað til olían úr Norðursjónum fer að renna hraðar. Að undan- förnu hafa viskíframleiðendur þó minnkað framleiðsluna á nýju viskíi mjög áberandi mik- ið, það er að segja viskíi, sem tilbúið verður til blöndunar eftir fjögur til sjö ár. Sumir talsmenn iðnaðarins spá skorti á Skota af þessum sökum snemma á næsta áratug. AÐGERÐIR STJÓRNAR- INNAR ÞUNGAR í SKAUTI Skoti hefur verið meðal þriggja helztu útflutningsaf- urða Breta síðastliðinn áratug. Árið 1974 voru útflutningstekj- urnar af viskíi 326 milljónir sterlingspunda, eða 25% hærri en árið áður. En í fyrra skipað- ist veður í lofti og viskíverk- smiðjurnar stóðu illa að vígi fjárhagslega, að hluta til vegna aðgerða brezku stjórnarinniar, og gæti þessi þróun hugsanlega haft mjög neikvæð áhrif á tekjumöguleika framleiðslu- greinarinnai' fyrir brezka þjóð- arbúið. Það þarf tvær tegundir af viskíi til að búa til blönduna í i á viskíi á heimsmarkaðinum Ein af mörgum verksmiðjum í< Skotlandi, sem framleiða viskí — hver með sínu bragði. venjulegum Skota. Annars veg- ar er kornviskí, tiltölulega hlutlaus vínandi, sem stærri verksmiðjurnar geta framleitt í miklu magni. Hins vegar er svo maltviskí, sem framleitt er í litlu magni í verksmiðjum, sem nota það til að gefa framleiðsl- unni sín sérstöku bragðein- kenni. Samdráttur í framleiðslu hefur komið niður á báðum tegundunum. Fyrra helming ársins 1975 minnkaði fram- leiðsla á kornvískí um 16,8% eða niður í 43,4 milljón gallon. Maltviskí-framleiðslan minnk- aði um 9,2%, niður í 38,4 millj- ón gallon. MALTVISKÍ SKORTIR Um 40% viskísins í venju- legri flösku af Skota er malt og þar gæti skorturinn fyist og fremst sagt til sín. Raymond Ashton, sem er fyrirlesari við London Graduate School of Business Studies, hefur sett fram þá skoðun í skýrslu til Tomatin-verksmiðjanna, sem er einn mesti maltviskifram- leiðandi í Skotlandi, að þær hafi ekki framleitt nægilega mikið af maltviskí á síðustu árum. Hann telur, að skortur verði þegar fyrir hendi er nýja viskíið frá 1974 verður notað, það er að segja í lok þessa ára- tugar. Þegar Ashton komst að þess- ari niðurstöðu reiknaði hann með að útflutningur á Skota myndi aukast um 10% á ári og að neyzlan í Bretlandi ykist um 5% árléga. Þetta er nokkurn vegihn í samræmi við spár framleiðenda sjálfra um 8% aukningu. FV 2 1976 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.