Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 27
VERÐMYNDUN LANDBÚNAÐARVARA þeirra og eru því í þágu framleiðenda. Fyrsta íullyrðingin er sönn. Vísitala framfærslukostnaðar er reist á úrtaksathugun á neyzluvenjum vissra fjöl- skyldna í Reykjavík fyrir ára- tug. Siðan þá hafa neyzluvenj- ur breytzt og vægi matvæla í útgjöldum fjölskyldna minnk- að frá því, sem þá var. Niður- greiðsla á verði vissra búvara hefur því reynzt stjórnvöldum ódýr leið til þess að falsa vísi- tölu framfærslukostnaðar. Þetta sést bezt á því, að það lækkar vísitölu framfærslu- kostnaðar, ef söluskattur er hækkaður um 1%, en því sem inn kemur er varið í niður- greiðslur. Ef vísitalan væri réttur mælikvarði á neyzlu- venjur almennings, ættu áhrif- in að vera engin. Hinar tvær fullyrðingarnar — hvort niðurgreiðslurnar eru hagur framleiðenda eða neyt- enda — eru vandmeðfarnar vegna þess, að sambandið á milli verðs og framboðs og eft- irspurnar búvara er ekki ná- kvæmlega vitað. Einnig er það mismunandi eftir búvörum. A meðfylgjandi mynd er sýnt, hvernig sennilegt er, að þessu sambandi sé háttað, ef ekki er litið til mjög langs tíma. Áður en niðurgreiðslur koma til skjalanna, er verðið V og selt magn M en jafnvægi framboðs og eftirspurnar er við X. Þegar niðurgreiðslur eru hafnar lækkar verðið í V2, sem eykur eftirspurnina í Mi (verð- ið sker eftirspurnarlínuna við B). Framboðið þarf einnig að aukast í sama mæli, en til þess að svo megi verða, þarf verð til framieiðenda að hækka í Vi (við punkt A er samsvör- un verðs Vi og vörumagns M,). Við þessar aðstæður er fram- boð og eftirspurn í jafnvægi, en verðið til framleiðenda og neytenda er mismunandi. Svo er einnig um þeirra hag og þjóðarheildarinnar. Svæðið, sem afmarkast af ViVXA, sýn- ir hagnað framleiðenda. Þessi hagnaður er því minni, sem framboðslínan er láréttari, en ávallt einhver. Svæðið VV2BX sýnir hagnað neytenda af því að kaupa aukið magn lægra verði. Hér þarf þó að hafa í huga, hver greiðir niðurgreiðsl- urnar. Ef útlendingar borguðu mjólkurbrúsann væri þessi hagnaður hreinn og óskiptur, en vegna þess að niðurgreiðsl- ur eru kostaðar með sköttum, greiða neytendur sem heild að lokum búvöruverðið að fullu. Þessi greiðsla kemur þó vafa- laust ójafnt niður, sumir hagn- ast, aðrir tapa. Eitt er þó víst, að þjóðfélagið sem heild tapar. Það sýnir svæðið XAB, sem er sá hluti tilfærslnanna, sem ekki kemur neinum að gagni. Þessi hluti heildarniður- greiðslna, sem er umfram sam- anlagðan hagnað neytenda og framleiðenda, er þjóðhagslegt tap eða sóun. Forsenda þessa mats er, að það gildi einu til hverra niðurgreiðslurnar renni, einungis þegar þær koma eng- um að gagni — hverfa — hljót- ist af þjóðhagslegt tap. # Lokaorö. Hagfræðin getur enn sem komið er, hvorki mælt ná- kvæmlega hagnað framleið- enda og neytenda og tap þjóð- arinnar né sagt nákvæmlega, hvernig framboði og eftirspurn búvara er háttað. Hins vegar má fullyrða, að núverandi nið- urgreiðslur bæta hag sumra framleiðenda, koma vafalaust sumum neytendum til góða, en valda einnig þjóðhagslegu tapi. Margir bændur geta því vafalaust skapað sér betri af- komu við annað verðmyndun- arkerfi. Verðmyndun hlýtur ávallt að verða gölluð, þegar nefnd manna ætlar sér að ákveða verð. Niðurgreiðslurnar hafa auk þess bætt úr skák. Er orð- ið fyllilega tímabært, að sam- tök bænda og Alþingi reyni að finna frambúðarlausn á verð- myndun landbúnaðarafurða, þannig að tekið verði tillit til óska neytenda og þeirra lög- mála, sem ráða framleiðslu landbúnaðarafui’ða. Núverandi fyrirkomulag getur aldrei ver- ið frambúðarlausn. Markaðs- vei'ðmyndun getur hins vegar aðlagað landbúnaðai’framleiðsl- una að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu á hvei’jum tíma, þannig að tekið sé fullt tillit til óska neytenda jafnframt því sem þeim bændum, sem hagkvæmasta framleiðslu stunda, eru sköpuð bezt kjör. FV 2 1976 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.