Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 32
Ákvæðisvinnutaxtar „Þurfa að vera sveigjanlegir og svara eðlilegri þróun44 Viðtal við Sigurð Kristinsson, formann Landssambands iðnaðarmanna Byggingariönaðurinn cr mikilvæg atvinnugrein í íslenzku athafnalífi. Hann er hluti iðnþróunar- innar og má segja að hann sé ekkert annað en vöruframleiðsla svipað og þjónusta og við- gerðagreinar. Sigurður Kristinsson, málarameistari, núverandi formaður Landssambands iðnað- armanna hefur í mörg ár starfað við byggingariðnaðinn. Hann er gjörkunnugur þeim málum og svaraði hann spurningum F. V. um ástand mála á þeim vettvangi. — Hverjar eru hugmyndir LI um rannsóknir í þágu bygging- ariðnaðarins? — Nauðsynlega þarf að efla rannsóknir og auka fjármagn til þeirra og rannsaka notagildi allra byggingarefna. í þessu sam'bandi er rétt að víkja að frumvarpi, sem nú er í bígerð, en það er samhæfing tækni- stofnana iðnaðarins, en það eru Rannsóknarstofnun iðnað- arins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Iðnþró- unarst. fslands. Er gert ráð fyrir að þær renni saman í eina stofnun Tæknistofnun ís- lands. Stjórnunin verður ein- faldari við þetta, þar sem að þessar stofnanir starfa á sama grundvelli. Við hjá LI styðjum heilshugar þessa sameiningu. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir fræðslustarfsemi innan Tæknistofnunar íslands, nám- skeiðahaldi o. fl. Vert er að geta þess, að LI fylgist vel með rannsóknum í þágu byggingar- iðnaðarins og á einn mann í stjórn Rannsóknarstofnunar iðnaðarins. — Hvert er álit þitt á uppmæl- ingarkerfinu? Þarf að brcyta því og auka eftirlit? — Nú undanfarið og í til- efni af skýrslu Rannsóknar- ráðs rikisins um byggingar- starfsemi hefur verið mikið rætt í fjölmiðlum um uppmæl- ingataxta og þeim fundið flest Sigurður Kristinsson, málaramcistari, formaður Landssambands iðnaðarmanna. til foráttu. Um þessa taxta má áreiðanlega lengi deila. Taxt- arnir eru launahvetjandi kaupkerfi og má e. t. v. deila um, hvort þeir séu nægilega sveiganlegir við breytilegum vinnuháttum. Að mínu áliti er nauðsyn- legt, að taxtarnir séu það sveigjanlegir, að þeir geti svarað eðlilegri þróun og einn- ig tel ég, að það þurfi að gæðameta vinnu þegar hún er mæld upp. Eftirlit getur falist í verðflokkun eftir gæðamati. — Þarf að auka verkfræðslu og bæta tengsl hennar við at- vinnulífið, og telur þú að stuðla þurfi að endunnenntun manna í byggingariðnaðinum? — í þessu svari verð ég að vísa til ályktunar, sem gerð var á síðasta Iðnþingi, en þar segir m. a.: „Uppbyggingu iðn- fræðsluskóla samkvæmt iðn- fræðslulögum þarf að hraða og ennþá fremur þarf að efla verknámsdeildir iðnskólanna og koma á fót framhaldsdeild- um, er mennti nemendur allt til sveinsprófs, þar sem hag- kvæmt þykir. Gera þarf náms- skrár fyrir allar deildir verk- námsskóla og framhaldsdeilda þeirra, er taki mið af þörfum atvinnuveganna. Nauðsynlegt er að skipta iðn- og verk- menntuninni upp í skilgreind- ar brautir er móti og þrói námsefni og námstilhögun í nánu samstarfi við aðila at- vinnulífsins í viðkomandi starfsgreinum. Stórefla þarf námskeiðahald fyrir iðnaðarmenn og annað starfsfólk í atvinnulífinu, er miði að því að gefa þeim tæki- færi til að kynnast nýjungum í starfsgrein sinni, auka þekk- ingu og þjálfun, sem skilar sér með aukinni framleiðni at- vinnuveganna. Koma þarf á fót meistara- skólum í fleiri iðngreinum og efla þá sem fyrir eru og gera próf frá meistaraskóla skilyrði 32 FV 2 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.