Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 34

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 34
Til umræðu: Byggingastarfsemi * a Islandi Grein eftir Leó l\l. Jónsson tæknifræfting í september 1975 gaf Rannsóknaráð ríkisins út rit „Þróun byggingastarfsemi. Yfirlit yfir stöðu ís- íslensks byggingaiðnaðar og spá 'um þróun hans fram til 1980“. Þetta rit hefur að geyma niðurstöð- ur 6 verkfræðinga, arkitekts og framkvæmdastj óra, sem valdir voru af Rannsóknaráði til að kanna þróun byggingastarfsemi á Islandi. Starfshópurinn mun hafa unnið að verkefninu frá því í janúar 1974. Um þetta rit urðu talsverðar umræður í fjölmiðlum, sem einkum beindust að tveimur atrið- ’um: hugmyndinni um stöðu byggingastjóra og um forsendur fyrir ræktun nytjaviðar, ásamt sam- anburði á hagkvæmni skógræktar við sauðfjárræktun. Þeir sem hafa lesið þetta rit hafa tæplega komist ihjá því, að taka eftir því, hve umræðurnar í fjölmiðlum vcxru ómálefnaleg- ar og snerust fyrst og fremst um aukaatriði og karp í tengsl- um við togstreitu milli stétta. Af umræðum mátti einnig ráða, að margir höfðu misskilið framlag starfshópsins, enda má segja að heitið á ritinu gefi beinlínis tilefni til misskilnings. § Fyrirmynd sótt til IXÍoregs Fyrirmyndin að þessu fram- taki Rannsóknaráðs er sótt til Noregs, en þar hafði sambæri- leg stofnun kvatt til ýmsa sér- fróða menn til þess að setjast niður í hópum og rýna á á- kveðna geira atvinnulífsins. Starfshópunum var ætlað að setja fram rökstuddar ályktan- ir í ákveðnu samhengi, sem síð- ar væru gefnar út á prenti. Til- gangurinn var miklu fremur sá, að grófplægja jarðveg fyrir um- ræður og skoðanaskipti á á- kveðnum sviðum, heldur en að setja punkt aftan við vísinda- lega úttekt á ákveðnum at- vinnuvegi. Óhætt mun að full- yrða að fyrir Rannsóknaráði ríkisins hafi vakað, að skapa grundvöll fyrir málefnaleg skoðanaskipti um íslenskan byggingaiðnað og ekki verður betur séð við lestur ritsins en að það hafi tekist. Grundvöllur- inn er fyrir hendi, en hvar eru umræðurnar? Þegar undan er skilið smá rykský, sem þyrlaðist upp við það að örfáir menn stukku upp á nef sér, hefur ekkert komið fram í fjölmiðlum um málið eftir það. Ekki verður Rann- sóknaráði um kennt, því 12. nóvember 1975 stóð það fyrir mikilli ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum, þar sem fjallað var um skýrslu starfshópsins. Á þeirri ráðstefnu störfuðu umræðu- hópar, sem fjölluðu um 8 af- markaða hluta skýrslunnar og skiluðu áliti í ráðstefnulok. Á ráðstefnu þessari voru fulltrúar flestra þeirra sem starfa við eða í tengslum við byggingaiðnað. Þessi ráðstefna fór því miður fyrir ofan garð og neðan í fjölmiðlum vegna útkornu annarrar skýrslu, sem fjallaði um sjávarútveg og var vissulega all merkileg. Þegar það er haft í huga hve stórt hlutverk byggingariðnaðar er í afkomu íslendinga, þar sem nánast hvert heimili fæst ein- hverju sinni við húsbyggingu, verður það að teljast undarlegt sinnuleysi af hálfu fjölmiðla, að ekki skuli fjallað um málið nokkuð frekar en orðið er. Sú spurning hefur að visu komið fram áður, en gerist nú enn á- leitin: Hvort íslenskir fjölmiðl- ar vanræki að verulegu leyti hlutverk sitt sem upplýsendur og sem vettvangur fyrir alvar- leg skoðanaskipti um brýn þjóðhagsleg málefni, en stundi þess í stað tækifæris- og hasar- blaða fréttamiðlun ásamt kynn- ingu á pólitísku karpi- og lodd- aramennsku? # Ríkisfjölmiðlarnir Að minnsta kosti verður ekki betur séð en að ríkisfjölmiðlar, sem ekki eiga að vera hlekkjaðir við hið „lága plan“ flokkspólitíkur, hafi ekki þá víðsýni til að bera, sem nægi að lyfta þeim skör hærra en pólitískum dagblöðum. Enginn vafi er á því að hér er við vandamál að etja, sem er fyrst og fremst stjórnunarlegs eðlis. Lausn vandamálsins verður lík- lega ekki fundin í Útvarpsráði, þar sem allt virðist benda til 34 FV 2 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.