Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 43

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 43
sú staðreynd blasir við að fok- helt hús er aðeins 29-30% af heildarbyggingarkostnaði, var það ljóst strax að forsteyptar einingar gátu alls ekki keppt við mótin. Sú fullyrðing þeirra aðila sem framleiða forsteypt einingarhús að spara megi 30% byggingarkostnaðar stenst því aðeins að þeir gefi húsin fok- held. Með mótunum höfum við náð það miklum hraða við veggjaeiningar að okkur var nauðsyn á að leysa þá flösku- hálsa sem mynduðust við lofta- uppsláttinn og munum við nú í vor taka í notkun mót fyrir loft og ætti þá uppbyggingin að geta gengið enn betur fyrir sig. F.V.: En þarf ekki fleira að koma til en góð og fljótvirk steypumót til þess að halda byggingarverðinu niðri? — Jú, að sjálfsögðu. Við höf- um lagt áherslu á eins mikla stöðlun á öllum þáttum eins og frekast er unnt. Alla stiga og svalahandrið höfum við steypt í mótum. Gluggar, gler, úti- og innihurðir vega einnig þungt, og ef ekki er komið við fjölda- framleiðslu getur verðmunur verið frá 30-50% til hækkunar. Allt múrverk innanhúss er sandspörslun, en forsenda þess eru sléttir og réttir veggir og loft úr góðum steypumótum. En ekki má heldur gleyma góðu skipulagi í upphafi. Við höfum haft sama teiknarann í okkar þjónustu frá upphafi, en það er Haukur Haraldsson tækni- fræðingur, og stöðugar athug- anir á öllum verkþáttum með það í huga að einfalda og lag- færa það sem betur má fara eru stórir þættir í samstarfi okkar við hann. F.V.: Hvernig stendur á því að þið lijá Smáranum leggið meiri áherslu á að þreifa fyrir ykkur með nýjungar en starfs- bræður ykkar í Reykjavík? — Það hefur löngum, verið svo i Reykjavík að mestur hluti fjárhagslegs ávinnings af ný- breytni hefur runnið til svein- anna og hlutur byggingaraðil- ans hefur aðeins komið fram sem stytting á byggingartíman- um. Þegar þannig er ásitatt er skiijanlegt að fjárfrekar nýj- ungar freisti þeirra ekki um of. Aðalástæðan fyrir þessu er sú að taxtar iðnaðarmanna hafa ekki að neinu marki verið sam- ræmdir þeim nýjungum sem fram hafa komið á síðustu 5-10 árum. í raun og veru er ákvæð- isvinna komin á það stig að vera hættuleg, þar sem hún skapar viss forréttindi og ætt- um við því að fara að huga að bónuskerfi hennar í stað. Það má segja um ákvæðisvinnuna. að hún lækki ekki frekar bygg- ingarkostnaðinn en fasteigna- salinn, sem selur ibúðina og fær launahækkanir sínar út- reiknaðar af Hagstofunni, þ. e. kauphækkun í samræmi við hækkun byggingarvísitölu. F.V.: Hverjar telur þú höfuð- ástæðurnar fyrir erfiðleikum við að byggja ódýrt á íslandi? — Höfuðástæðuna tel ég vera þá að byggingariðnaðurinn hef- ur í raun og veru aldrei feng- ið viðurkenningu stjórnmála- manna, þó svo að við bygging- arstörf vinni fleiri manns en við fiskveiðar og fiskvinnu í landi samanlagt. Á sama tíma og talað er um að lækka bygg- ingarkostnað ákveða hinir sömu að lengja útborgunartíma hús- næðislána um sex mánuði. Það að eignast eigin íbúð er takmark allflestra íslendinga og aðstoð við slíkt er ein mesta félagslega samhjálp sem beita á, sagði Tryggvi Pálsson að lok- íþrótta- blaðið Eina íþróttablað landsins. Fjallar um íþróttir og útilíf. Áskriftasímar: 82300 — 82302 Öldukaffi Seyðisfirði • HEITUR MATUR • KAFFI • GRILL- RÉTTIR • SÆLGÆTI — TÓBAK Verzlum með ferða- mannavörur frá kl. 9 til kl. 23.30 alla daga. Öldukaffi FV 2 1976 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.