Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 49
hefur haft sitt að segja um
þetta en svo hefur líka verið
byggt minna af blokkum. Um
það leyti sem Breiðholtið var að
byggjast upp voru nálægt 83%
allra nýrra ibúða í blokkum en
nú hafa hlutföllin breytzt þann-
ig að meira er um raðhús og
einbýlishús í byggingu nú.
Þannig verður samdráttur í
byggingariðnaðinum þangað til
hann hefur lagað sig að öðrum
verkefnum. Þess vegna er
brýnt fyrir borgaryfirvöld að
stuðla að jafnri vinnu með því
að úthluta byggingarmeisturum
og verktökum lóðum undir
fleiri fjölbýlishús.
Byggingarmeistarar eins og
við félagarnir í Miðafli erum
framleiðendur og höfum ekki
gert annað en að byggja og
selja síðan 1967. Þessi fram-
leiðsla á íbúðum er ákveðin
iðn út af fyrir sig og það
eiga ekki allir að vera að
kássast í því að mínum dómi.
Það vilja allir stunda þessa
framleiðslu, þegar ákveðin
spenna er i þjóðfélaginu. Ef
nógir peningar eru til rjúka
menn til og fara að byggja eða
setja upp bílasölu eða sjoppu.
Þetta gefur vel af sér í fyrstu
en dettur út af um leið og
harðnar á dalnum. Ákveðnir að-
ilar standa þó upp úr eins og
við þekkjum. Þeir, sem búnir
eru að stunda starfsemina lengi,
og hafa sérhæft sig í henni og
búið sig beztu tækjum, standa
eftir. Þeim þarf aftur á móti
að skapa ákveðinn rekstrar-
grundvöll, með því að útiloka
þessa óvissu í lóðamálum. Hún
er mesta vandamálið.
1973 fórum við félagarnir til
útlanda og vorum að hugleiða
tækjakaup, meðal annars kaup
á byggingarkrönum, mótum
og öðru. Af þessu varð hins
vegar ekki, því að framundan
voru ekki verkefni nema til
eins árs eða svo hjá okkur.
Fjármagnið, sem þarf til að
festa í svona tækjabúnaði skipt-
ir milljónum og menn ráðast
ekki í þess háttar skuldbind-
ingar ef aðeins eitt hús er til
byggingar. Það verða að vera
verkefni til tveggja eða þriggja
ára, svo vel eigi að vera þannig
Nýjasta
fjölbýlis-
húsið, sem
Magnús
og félagar
hafa reist:
Krumma-
hólar 4.
að 200—300 íbúðir séu á fram-
kvæmdaáætluninni. Við þurf-
um meira öryggi í lóðarúthlut-
unum í fyrsta lagi en síðan
koma fjármálin á eftir.
F.V.: — Síðast þegar lóðarút-
hlutun fór fram hjá Reykjavík-
urborg voru milli 60 og 70
byggingarmeistarar og verk-
takafyrirtæki á umsækjenda-
listanum. Hve margir úr þess-
um hópi eru líklegir til að
st’unda byggingar sem fram-
leiðslugrein til frambúðar?
M.J.: — Mér er nokkuð
kunnugt um þessi mál vegna
starfa minna innan meistara-
sambandsins. í þessum hópi,
sem nefndur var, eru ekki
margir, sem eingöngu byggja
og selja. Þeir eru fjölmargir
með önnur verkefni, mismun-
andi stór, en vilja fá eina og
eina lóðarúthlutun til að fylla
upp í.
Sveiflurnar hafa verið miklar
í greininni eins og við þekkjum.
Þegar starfsemin er í hámarki
verður spennan svo mikil að
erfitt er að fá hæfan mannskap
eins og var 1973 eftir lægðina
á árunum 1967—1970. Þegar
spennan er mest verður að fá
in» á vinnumarkaðinn misjafn-
lega góðan vinnukraft. En þeg-
ar samdrátturinn segir til sín
þarf jafnvel að grípa til þess að
segja upp vönum og hæfum
mönnum, sem búnir eru að
starfa lengi. Síðan tekur það
aftur langan tíma að ná inn
hæfum mönnum á nýjan leik,
þegar aldan rís aftur.
Ég hafði mjög gott lið 1971—
1973, og lóðir hafði ég fyrir-
liggjandi til tveggja ára. Þá var
hægt að vinna eftir áætlana-
gerð. Átta hæða fjölbýlishús,
sem ég reisti við Arahóla, var
gert eftir samræmdri vinnuá-
ætlun margra aðila, meistar-
anna, annarra iðnaðarmanna og
steypustöðvanna. Með svona
vinnubrögðum gátum við byggt
átta hæðir á fjórum mánuðum.
Við steyptum alltaf tvisvar í
viku, á miðvikudögum í veggi
og föstudögum í plötu. Slíkt
er mögulegt þegar góður mann-
skapur og góð samvinna er fyr-
ir hendi. En það vill fara úr
böndunum t.d. vegna veðráttu,
þegar byrjað er á húsi á haust-
in. Úthlutanir eiga þess vegna
að fara fram á haustin eða
snemma vetrar, því að dýrmæt-
asti tíminn hjá okkur er frá
apríllokum fram í október.
Annað gerist líka. Eftirspurn
eftir íbúðum virðist vera svip-
uð og áður en greiðslugetan allt
önnur. Hún er minni. Fólk gat
greitt íbúðirnar sínar jafnvel á
tólf mánuðum með jöfnum
greiðslum ásamt þeim lánum,
sem á koma. Þessi tími er nú
orðinn 20—24 mánuðir. Þá
vaknar spurningin: Geta fyrir-
tæki staðið undir þessu? Mitt
álit er, að þeir aðilar, sem hafa
byggt og selt í 5—10 ár muni
komast klakklaust út úr þessu,
ef þeir stjórna fyrirtækjunum
rétt og fjárfesta ekki of mikið.
Lendi menn á misjöfnum mann-
skap og dragist bygging þannig
á langinn kann svo að fara, að
verðið á íbúðum, sem fyrirtæk-
ið ætlar að fara að byrja á sé
orðið hærra heldur en fæst fyr-
ir íbúðirnar, sem verið er að
klára. Ef byggingarhraðinn er
nægur er mönnum sæmilega
borgið.
FV 2 1976
49