Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 53
en múrararnir vilja fá 35% fyrir handlangið eftir sem áð- ur. Byrðin lendir nú fyrst og fremst á atvinnurekendum, að borga öll þessi tæki en fá ekk- ert í staðinn nema að vísu auk- inn vinnuhraða. í samningum við trésmiði er gert ráð fyrir að við leggjum þeim til hjólsagir og önnur verkfæri. Hvað fáum við í staðinn? Ekkert annað en stofnkostnaðinn og slitið. Þetta er stöðnun. Taxtinn lækk- ar ekkert. Ég veit ekki, hvernig þessu verður breytt en tel að það sé ekki á valdi byggingar- meistara og sveina einna. Þar verða fleiri að koma við sögu. F.V.: — Hér á höfuðborgar- svæðinu hafa margir haft orð á því, að byggingarmeistararnir einblíni á byggingu fjölbýlis- húsa en lítið sem ekkert fram- boð sé hjá þcim á raðhúsum eða einbýlishúsum. Gerið þið ráð fyrir, að fólk vilji helzt sjálft standa í byggingu eigin hús- næðis, þegar um smærri ein- ingarnar er að ræða? M.J.: — Ég get sagt ykkur eina sögu. Maður nokkur sagði við mig fyrir tiu til tólf árum: — Ég var svo óheppinn, að mér var úthlutað lóð. Ég var bjart- sýnismaður og fór út í að byggja. Þegar húsið var loksins tilbúið var ég heilsulaus aum- ingi. Við skulum láta bygging- armeistarana um að byggja en gera fólki kleift að kaupa mis- munandi húsagerðir með bættu lánafyrirkomulagi, þannig að menn geti fengið allt að 50% af kaupverði íbúðar eða húss hjá opinberum lánastófnunum. Það eru miklir fjármunir, sem fara í súginn hjá þjóðfélaginu við það, að rnenn eru sjálfir að rembast við að byggja. Það er ómælt vinnutapið, sem af þessu hlýzt þegar menn koma dauð- þreyttir eftir byggingavinnuna á sinn fasta vinnustað. Vinnu- veitandi sagðist einu sinni miklu frekar vilja hafa konur í vinnu hjá sér en karla: — Ég hef aldrei orðið vitni að því að kona byggði heilt einbýlishús í gegnum símann á skrifstof- Fundur í skipulagsnefnd Reykjavíkur þar sem Magnús Jensson á sæti. unni, sagði sá góði maður og talaði af reynslunni. Hjá Reykjavíkurborg hefur ríkt sú stefna að úthluta ekki lóðum undir raðhús eða einbýl- ishús til byggingarmeistara. Að vísu hefur smáundantekning orðið á þessu í Seljahverfinu nýja, þar sem byggingarmeist- arar hafa fengið raðhúsalóðir með fjölbýlishúslóðum af skipu- lagsástæðum. Þarna þarf hins vegar að verða stefnubreyting. En þá dugir heldur ekki að úthluta byggingarmeistara kannski eh> um 20 lóðum fyrir einbýlishús og heimta gatnagerðargjöld af þeim öllum um leið. Það er ekki svo mikill munur á lóðagjöld- um fyrir heilt fjölbýlishús og einbýlishúsið eins og nú standa sakir. En það gæti enginn bygg- ingarmeistari borgað gatna- gerðargjöldin af mörgum ein- býlishúsum með þeim hætti sem reglur borgarinnar gera nú ráð fyrir. Við erum tilbúnir, meistararnir, til að byggja rað- hús og einbýlishús ef grund- völlurinn er fyrir hendi. F.V.: — Hvað hafið þið félag- ar byggt mikið af íbúðarhús- næði og hvernig hafa viðskipti ykkar við kaupend'ur gengið? M.J.: — Samstarf okkar fé- laganna í Miðási-Miðafli hófst 1964, þegar við unnum að bygg- ingum í Árbæjarhverfinu. Svo varð nokkurt hlé á og fannst Magnús: Við höfum mjög góða reynslu af viðskiptum við ungt fólk, sem hefur staðið fullkom- lega við sitt. okkur ekki óeðlilegt að aðrir, sem lengur höfðu verið í þess- ari starfsemi, gengju fyrir við lóðaúthlutanir. 1967 byrjuðum við svo aftur í Breiðholti I og höfum starfað óslitið síðan. Við erum þrír trésmiðir, sem erum í þessu félagi, og upphaf- lega unnum við öll verk sjálfir, sem okkur var á annað borð leyfilegt að gera. Með stanz- lausri eigin vinnu tókst okkur að halda nokkru fjármagni til hliðar og byggja okkur upp. Stærstu verkefnin núna síð- ustu árin hafa verið Arahólar 2 og 4 með 68 íbúðum, FV 2 1976 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.