Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 54

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 54
Krummahólar 4 með 38 íbúð- um og í Flúðaseli 2 erum við núna með 18 íbúðir í byggingu. Síðan fengum við úthlutað í norðaustur-deild Breiðholts III um síðustu áramót og þar byggjum við um 30 íbúðir og byrjum á því í haust. Hátt í 200 aðilar hafa átt við- skipti við okkur vegna ibúðar- kaupa og við höfum ekki lent í útistöðum við neinn þeirra enn- þá. Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir hafi verið á- nægðir og það er dálítið skemmtilegt, að systkini og vinir þessara kaupenda vilja fá ibúðir hjá okkur líka. Margir, sem einu sinni hafa keypt hjá okkur, leita svo til okkar aftur þegar þeir vilja stækka við sig. Ungt fólk hefur mjög mikið keypt af okkur. Vegna gagn- rýni sem kom fram á hve mik- ið væri byggt af litlum blokk- aríbúðum, gerði ég fyrir þrem- ur árum athugun á því, 'hvað margir kaupenda þessara minni íbúðagerða væri fólk um tví- tugt. Það reyndist vera 80-85%. Það er oft talað um stefnuleysi þessa unga fólks og hvað það sé staðlaust. Við höfum allt aðra reynslu af því. Það er að- dáunarvert, hvað þetta unga fólk hefur staðið sig vel og yfir- leitt standast allar greiðsluá- ætlanir samkvæmt samningum fullkomlega. Það eru frekar þessir gömlu, sem ganga lengra en getur talizt sanngjarnt og leyfa sér ýmsa misjafna hluti. F.V.: — Þú átt sæti í skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar. Þeim hugmyndum hefur verið hreyft, að byggingaraðilar ættu nánara samstarf við skipulags- hönnuði eða fengju jafnvel sjálfir ákveðin svæði til endan- legrar skipulagningar og út- færslu. Telur þú, að svo muni verða á næstunni? M.J.: — Ég tel alveg tví- mælalaust að byggingarmeist- arar eigi að koma meira við sögu skipulagsmála en nú er. Reyndar fleiri en byggingarað- ilarnir. Almenningur á að vera virkur í þessu starfi. Ég hef gagnrýnt skipulags- mál borgarinnar á undanförn- um árum. Nú er ég sjálfur í skipulagsnefndinni og geri mér betri grein fyrir þeim ýmsu vandamálum, sem við er að fást. En mér finnst útilokað, að ein stétt, arkitektar, sitji að öllu skipulagi. Af fimm mönn- um, sem sæti eiga í skipulags- nefndinni, eru þrír arkitektar. Að starfsmönnum skipulagsins meðtöldum eru það þó aldrei færri en fimm til átta arkitekt- ar, sem sitja fundi nefndarinn- ar. Flestir, sem vinna að skipu- lagi fyrir borgina, eru arkitekt- ar. Því miður verður það að ját- ast að hjá þessum mönnum vill einkaframtakið oft gleymast. Margir þeirra eru uppfullir af alls kyns sósíalískum hugmynd- um — að hringla öllu saman, skipa fólkinu saman, drepa nið- ur einstaklingshyggjuna í ís- lendingum, sem er ákaflega rík. Þessu er ég á móti. Við eigum fullt af góðu fólki, sem getur unnið gott starf við skipulags- vinnu. Hlutur byggingarmeist- ara í skipulagi Reykjavíkur þarf að stækka mikið. Við byggingarmeistarar er- um tilbúnir að taka að okkur ákveðið hverfi og skipuleggja það sjálfir. Ef verkefnið reyn- ist of stórt fyrir einhvern einn aðila þá munum við bræða okkur saman. Við höfum áður getað tekið upp samstarf margra aðila, þegar aðstæðurn- ar hafa krafizt þess. Við höfum haldið fram um árabil, að það sé ákveðin húsa- gerð, sem sé hagstæðust í bygg- ingu. Hún hefur alltaf verið dregin út úr höndunum á okk- ur. Þetta eru fjögurra hæða blokkir án kjallara, lyftulausar. Gjörnýting á húsi. Svona höf- um við viljað byggja en ekki fengið. Að vísu var þetta leyft lítillega .í Árbæjarhverfinu en siðan skipulagði framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar fyrir sjálfa sig uppi í Breiðholti III og byggði eingöngu fjögurra hæða hús, með íbúðum á fyrstu hæð og gjörnýtingu hússins. Þó að við meistararnir værum að gjamma um hagkvæmnina í þessu var ekki tekið mark á því. Vonandi verður nú hlustað á okkur. Austfirðingar. Ferðalangar * a Austurlandi Gerum við hjólbarða. Fjölbreyttasti varahlutalager a Austurlandi. BIFREIÐA- ÞJÖNUSTAN NESKAUPSTAÐ (Eiríkur Ásmundsson), STRANDGÖTU 54, SÍMI 97-7447, HEIMASÍMI 97-7317. 54 FV 2 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.