Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 56

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 56
Seyðisfjörður Einangrun á vetrum eitt versta vandamál staðarmanna * Ofært venjulegum bílum fimm mánuði ársins. IMýlagning vegar yfir Fjarðarheiði nauðsynleg. Þeir, sem hafa komið til Seyðisfjarðar gera sérfljótlega ljóst, að þar er um einangraðan stað að ræða á vetrum. Fjörðurinn er þröngur og oft fullur af þoku, svo erfitt er að koma við flugi. A land- leiðinni er Fjarðarheiðin erfiður þröskuldur, se m oft er ekki fær öðruin farartækjum en snjóbíl- um. En seyðfirðingar þurfa eðlilega að komast út úr firðinum. Sé ófært á einkabílum, eins og get- ur orðið 5 mánuði ársins, snúa þeir sér til Véls miðj’unnar Stál sf. sem hefur sérleyfi á ferðum til Egilsstaða og umboð fyrir Flugleiðir. Annar aðaleigandi fyrirtæk- isins, Ástvaldur Kristófersson sér um sérleyfisferðirnar og var hann beðinn að segja svo- lítið frá samgöngumálum stað- arins. — Við erum með fastar ferð- ir til Egilsstaða fjórum sinnum í viku í sambandi við flug þangað frá Reykjavík. Þar mætast sérleyfisferðirnar frá fleiri stöðum. Við erum með fjallabíl í þessu, sem notaður er allt árið þegar mögulegt er, en þegar snjóar verða miklir grípum við til snjóbílanna. Núna erum við með einn. lítinn 6 manna bíl og stóran 3 tonna bíl sem tekur 20 farþega. ILLVÍG ÁÆTLUNARLEIÐ Um sérleyfisleiðina sagði Ástvaldur að hún væri ein ill- Séð inn til Seyðisfjarðarbæjar í vetrarbúningi. 56 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.