Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 65
Verzlunin Brattahlíð: „Það má segja að þetta $krimti“ segir annar eigandinn, Gísli Blöndal, sem er framkvæmdastjóri verzlunarinnar A Seyðisfirði eru reknar tvær stórar verslanir með matvörur og nýlend'uvörur. Önnur er í eigu kaupfélagsins en hin er rekin af tveimur ungum mönnum af staðnum. Verslunin heitir Brattahlíð hf. Framkvæmdastjórinn lieitir Gísli Blöndal, en verslunarstjór- inn heitir Ólafur Már Sigurðsson. Þeir stofnuðu hlutafélagið fyrir tveimur árum og keyptu þá verslunina, sem áður var í einkaeign. einstaka tilfellum er um eigin innflutning að ræða, t. d. flytj- um við inn norsk línuspil. Ef við kaupum meira en 50 tonn af stáli í einu getum við feng- ið skipafélögin til að koma með pöntunina beint hingað, ann- ars fer þetta allt gegnum Reykjavík. Og það þarf varla að taka það fram að flutnings- kostnaður sem við þurfum að leggja í er mikill. Símakostnaður geigvænlegur. Annar útgjaldaliður sem Pét- ur kvartaði undan var síma- kostnaðurinn. — Símakostnað- urinn hjá fyrirtækinu er geig- vænlegur sagði Pétur. — Á því sviði er dreifbýlinu stórlega mismunað í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Sérstak- lega á þetta við þegar verið er að ná sambandi við opinber- ar stofnanir. Maður skyldi ætla að allir ættu að hafa sama rétt til að hafa samband við þær. En þegar hringt er utan af landi til að ná sambandi við ákveðinn mann hjá ákveð- inni stofnun, þá tekur oftast nær um 10 mínútur að leita hann uppi og ræða við hann. Þetta kostar fyrirtækið 800 krónur. Ég vil leggja til að opinberar stofnanir séu tengd- ar þannig við símakerfið að ekki hljótist aukakostnaður af símtölum við þær utan af landi. Slík tenging er ekki svo flókin. í vandræðum með mannskap. Hjá Stál sf., starfa um 20 manns og eru tveir í verzlun- inni. — Við erum í vandræð- um með mannskap, sagði Pét- ur. Við þyrftum að vera með 30-40 iðnaðarmenn og iðn- verkamenn miðað við þann rekstur sem við höfum núna, því verkefnin eru nóg eins og er, sagði Pétur Blöndal að lok- um. i — Það má segja að þetta skrimti, sagði Gísli. — Afkom- en er fremur léleg og tilkostn- aður við reksturinn er allt of hár. Aðdrættir eru kostnaðar- samir hér. Við flytjum að vísu mest með skipi, en það verður til þess að við verðum að eiga mánaðar lager af öllum vörum. Þannig erum við með mikið fé bundið í vörubirgðum og mikið húsnæði er bundið undir þær. Það má segja að helmingurinn af húsnæði okkar sé lager. VERÐA AÐ VEITA GREIÐSLUFREST — Þetta hefur líka versnað síðan heildsalar fóru að taka vexti af vöruskuldum, sagði Ólafur Már. Við höfum yfirleitt eins og hálfs mánaðar greiðslu- frest frá heildsölunum, en sum- ir selja bara gegn staðgreiðslu. Hins vegar er um 40% af okkar sölu til skipa og þá er enginn annar kostur fyrir okkui' en að veita greiðslufrest og hann lengri en við fáum sjálfir og það vaxtalaust. — Svona viðskipti eru næst- um útilokuð nema maður hafi einhvern aðgang að lánsfé, sagði Gísli. Við höfum getað fengið svolítið fé gegn veðum í okkar eigin íbúðum, en sú fyrirgreiðsla hefur ekkert auk- ist frá því við byrjuðum, þrátt fyrir verðbólguna. Og yfir- dráttarheimildin á hlaupareikn- ingi okkar nemur nokkurra daga veltu. MJÓLKURVÖRUR STÆRSTI V ÖRUFLOKKUR Einn af stærstu vöruflokk- unum sem Brattahlíð hf. selur eru mjólkurvörur. Eigendur telja sig selja allt að 60% af neyslumjólk á staðnum. — Þetta er þjónusta sem kostar okkur mikið án þess að við fáum nokkuð í staðinn, sagði Gísli. — Kaupfélagið hér hefur einokun á dreifingu mjólkur og við verðum að kaupa hana af þeim á smásölu- verði. Við megum heldur ekki versla við annað samlagssvæði þótt við vildum. Þegar við kaupum mjólkina verðum við að staðgreiða fyrir hana, en lán- um hana svo til bátanna m.a. Annað atriði sem þeir félag- ar töldu há smásöluversluninni á staðnum voru bein viðskipti fólks við heildsala. — Það er eins og hver sem er geti pantað ýmsar vörur frá heildsölu, sagði Ólafur Már. Við höfum dregið viðskipti okkar alveg til baka við suma heildsala sem stunda þetta mest. Við erum líka hissa á því að fólki finnist þetta borga sig. Þegar fólk pantar vöru að sunnan, sem e.t.v. er með 17—18% álagningu og eyðir í þetta einu til tveimur símtölum, flutningskostnaði og ýmislegri fyrirhöfn, þá fer hagnaðurinn að verða lítill. Þótt þeir Gísli og Ólafur Már sæju mikið af erfiðleikum við atvinnurekstur sinn, þá sögðu þeir að ekki væri allt neikvætt við þetta. — Við erum hressir og bjartsýnir, sögðu þeir. — FV 2 1976 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.