Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 69

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 69
Bifreiftaþjdnustan: „Kalla þetta hjálpar- þjónustu fyrir ferðafólk44 — segir Eiríkur Ásmundsson var keypt 1965 af Samvinnufé- lagi útgerðarmanna, sem aftur er einn aðaleigandi að Síldar- vinnslunni. Skuttogarar fyrir- tækisins, Barði og Bjartur komu 1971 og 1973 og þá voru nótnabátarnir seldir. Togar- arnir hafa aflað sæmilega, ver- ið með u. þ. b. 3000 tonn á ári, en þó heldur minna síðasta ár. Fyrirtækið verkaði um 1100 lestir af saltfiski á síðasta ári og um 1700 lestir af frystum flökum. — Þetta hefur verið nokkuð jafnt hjá okkur frá ári til árs, nema síðasta árið, sagði Ólafur. — Frystihúsið er nú orðið það gott eftir síðustu viðgerð að það stenst ströng- ustu kröfur sem gerðar eru til frystihúsa. Það var byggt 1947, en var mikið til verið að vinna við frágang þess næstu 10 árin á eftir. Sl. 4 ár hefur verið mikið unnið við breytingar og cndu bætur á þvi, sagði Ólafur. Kvótaskipting frálcit. Að lokum sagði Ólafur að hann teldi það aldrei nægi- lega vel undirstrikað hvsrt mikilvægi útgerð og fiskiðnað- ur hefði fyrir lítil byggðarlög. — Þetta er undirstaða þess að mannlíf haldist við á þessum stöðum, sagði Ólafur. — Ég tel fráleitt að fara að skipta afla á milli byggðarlaga eftir ein- hverjum kvóta eða leggja skip- um eftir tilviljanakenndum reglum. Ef farið verður að leggja skipum yrði strax at- vinnuleysi á ýmsum smærri stöðum og þá flykktist fólkið í burtu og tæki að sér þjónustu- störf á höfuðborgarsvæðinu. Trúlega verður ekki rætt um að leggja niður neinar verzl- anir þótt illa ári. Ég tel að leita þurfi meiri hagkvæmni í fiskiðnaðinum og gefa út þau skip, sem eru hagkvæmust í i-ekstri. Það þarf líka að gera rannsóknir á nýjum fiskteg- undum og gera tilraunir með vinnslu á þeim. Slíkt verður að sjálfsögðu ekki gert af út- gerðarmönnum sjálfum, heldur þarf opinbera aðila til. Svo held ég líka að við þurfum að koma á auknu aðhaldi í gjald- eyriseyðslunni, sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar að lokum. í Neskaupstað er rekið fyrir- tæki sem nefnist Bifreiðaþjón- ustan. Eigandi þess er Eiríkur Ásmundsson. Frjáls verslun fékk hann til að skýra frá því hvers konar þjónusta það er sem fyrirtæki hans veitir. — Fyrst og fremst er þetta varahlutaverslun með alhliða varahlutaþjónustu fyrir bíla og báta, sagði Eiríkur. — f vara- hlutaversluninni seljum við líka talsvert af verkfærum oig á boð- stólum höfum við hjól og barna- vagna frá Fálkanum. Annar lið- ur rekstrarins eru dekkjavið- gerðir og ýmsar smærri við- gerðir. Ég kalla þetta eins kon- ar hjálparþjónustu fyrir ferða- menn, því að þetta er ekki eig- inlegt bílaverkstæði, sagði Ei- ríkur. NÝ SKEMMA í BYGGINGU Eins og er, þá er Bifreiða- þjónustan til húsa í bráða- birgðahúsnæði, sem er í eigu Steypusölunnar. Áður var fyrir- tækið að Strandgötu 54, en það hús fór í snjóflóðunum. — Ég var nýlega búinn að koma upp 300 fermetra skemmu til við- bótar við eldra húsnæði, svo að- staðan var að verða nokkuð góð þegar snjóflóðin skullu yfir. sagði Eiríkur. — Núna er pláss- ið allt of lítið og við getum bara haft dekkj aviðgerðir með varahlutaversluninni. Að vísu hefðum við verið búnir að byggja nýtt húsnæði ef skipu- lag svæðisins hefði ekki tekið svo langan tíma. Þess í stað er bara búið að slá upp fyrir sökklum, þar sem rísa á 430 fermetra Héðinsskemma. Við skipulag á svæðinu var stuðst við rannsóknir, sem Norsk Geoteknisk Institut gerði á snjóflóðahættu. Þar sem áður hafa fallið snjóflóð á þessu ný- skipulagða svæði benti norska stofnunin á að þeirra grund- vallarsjónarmið væri að byggja aldrei þar sem snjóflóð hefðu fallið, en ef byggja ætti þarna mæltu þeir með byggingu fjög- urra metra hás varnargarðs of- an við svæðið. — Það hefur að- eins verið minnst á að gera veg- inn ofan við húsin þama svona háan, sagði Eiríkur, — en ég vona að það verði ekki gert. Það yrði til þess að fólk þyrfti að taka á sig stóran krók til að komast að Bifreiðaþjónustunni og það gæti drepið niður öll viðskipti. BÆTURNAR DUGA SKAMMT Bifreiðaþjónustan fékk bæt- ur frá Viðlagasjóði fyrir beint eignatjón vegna snjóflóðanna miðað við það mat sem var þá á eignunum. — Við verðum að greiða margfalt meira fyrir uppbygginguna, sagði Eiríkur. — Bæturnar fyrir húsið gera ekki meira en að duga fyrir jarðvegsskiptum í lóð og fyrir sökkli. Verðbólgan hefur verið það mikil á biðtímanum að þetta dugar ekki lengra. Hins vegar fáum við einhver lán frá Byggðasjóði og Iðnlánasjóði, en eitthvað kemur til með að vanta af fjármagni. Það hefur líka gengið illa að láta fjárhags- áætlanir standast vegna þess hve langur tími hefur farið í þetta. Ég tel t. d. að skipulags- tíminn hafi verið allt of lang- ur, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að skipulagið var ónothæft þegar það kom, vegna þess að ekki var gert ráð fyrir hæðarmun á svæðinu. Strax og vorar mun Eiríkur hefja byggingu nýja hússins af fullum krafti og bjartsýni. Hann er búinn að reka þetta fyrirtæki síðan 1965 og hefur ekki trú á öðru en að það geti gengið vel áfram. — Ef svona fyrirtæki er vel staðsett og auð- velt að komast að því, þá á það að ganga vel, sagði Eiríkur Ás- mundsson að lokum. FV 2 1976 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.