Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 73
Þctta er samkomuhús kæjarbúa í Neskaupstað, Egilsbúð. Húsið er notað til samkomuhalds en er einnig gisti- og veitingahús staðarins. Egilsbúð: Samkomuhús, hótel, bókasafn og bæjarskrifstofur Leikhúslíf endurvakið af miklum krafti í húsinu Margir landsmenn hafa heyrt nafnið Egilsbúð í sambandi við auglýsingar á dansleikjahaldi og flest- ir þeir sem leið eiga um Neskaupstað reka augun í þetta reisulega hús. Þegar inn er komið má fljótt sjá að þarna fer ýmislegt fleira fram en dansleikjahald, enda eru margar vistarverur í þessu stóra húsi. Þegar Frjáls verslun var 1 Neskaupstað fyrir skömmu var framkvæmdastjóri Egilsbúðar, Hall- dór Haraldsson beðinn að segja frá starfseminni í húsinu. — Sú starfsemi sem ég sé aðallega um eru kvikmynda- sýningar, leiksýningar, funda- höld og dansleikir, sagði Hall- dór. — Einnig bjóðum við hér upp á aðstöðu í sölum okkar fyrir alla mögulega starfsemi sem þarf stóra sali. Annar rekstur hér í húsinu er hótel- reksturinn, en á hótelinu eru 5 herber gi. Bæj arskrif stofurnar og skrifstofur hafnarsjóðs eru í húsinu og Bókasafn Neskaup- staðar. Eins og sjá má er þetta mikil miðstöð enda byggt með það fyrir augum, sagði Halldór. ÁTTA EIGENDAFÉLÖG Það voru 8 eigendafélög sem stóðu að byggingu Egilsbúðar en stærsti eignaraðilinn er bæj- arsjóður Neskaupstaðar. Húsið var vígt 19. maí 1962. Þegar húsið var byggt var ekki gert ráð fyrir hótelrekstri í því. — Herbergin sem nú eru notuð sem hótelherbergi voru upphaf- lega ætluð fyrir ýmsa starfsemi eigendafélaganna og sem bún- ingsklefar fyrir leikfélagið, sagði Halldór. Þótt hér sé nú rekið hótel má segja að aðstað- an til þess sé ekki mjög þægi- leg. Matsalurinn er t.d. bara að- skilinn frá bíósalnum með þunnum rennihurðum og þess vegna verður að banna alla notkun matsalarins eftir kl. 8 á kvöldin. En í bænum var mikill skortur á gistirými og knúði það á um að þetta húsnæði væri tekið í það. Hótelið sér um matseld fyrir fjölmenna vinnu- flokka, sem starfa að uppbygg- ingu á staðnum, en þeir búa á öðrum stað í bænum. Nýting á gistirými hefur aftur á móti verið fremur lítil nema síðasta árið, sagði Halldór. ENDURVAKIÐ LEIKLISTAR- LÍF Um nýtingu á kvikmynda- og danssalnum sagði Halldór, að hún væri eins mikil og best væri á kosið. — Á síðasta ári voru hér 283 kvikmyndasýningar og þar af voru 165 sýningar á nýjum myndum. Tvö eða þrjú leikrit voru æfð og sýnd hér á sl. ári, því leiklist- arlíf var endurvakið hér af miklum krafti á árinu. Gestir hússins voru 36 þúsund á árinu og var það aukning úr 32 þús- undum árið áður. Svo höldum við dansleiki öðru hverju og margar aðkomuhljómsveitir koma hér reglulega. Það er víst ekki hægt að segja annað en að húsið hafi verið nýtt eins og hægt er á síðasta ári, sagði Halldór Haraldsson að lokum. FV 2 1976 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.