Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 77

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 77
SNJÓFLÓÐARANNSÓKNIR Vegna uppbyggingarinnar þurfti að gera mikið átak í skipulagsmálum. í því sam- bandi voru gerðar miklar snjó- flóðarannsóknir á staðnum af Norsk Geoteknisk Institut og vegna upplýsinga þaðan var ráðið frá að byggja á vissu svæði. Nú hefur skipulagningu nýrra svæða verið lokið og geta þeir aðilar sem fengið hafa lóð- ir þar byrjað að byggja með vorinu. Að sögn Loga er skólakerfi staðarins líka í uppbyggingu. — Hér var lokið við viðbygg- ingu við barnaskólann á síðasta ári og á að ganga frá lóðinni næsta sumar, sagði Logi. Svo eru hér uppi áætlanir um fjöl- brautaskóla á verkmenntunar- sviði, en ákveðið hefur verið að iðnskóli verði hér. Hins vegar þyrftu yfirvöld að breyta kostn- aðarhlutföllum milli ríkis og sveitarfélaga ef þetta á að kom- ast á og ef yfirvöld meta verk- menntun einhvers vefða þau að breyta þessu. STÍFT AÐHALD NAUÐSYN- LEGT í SAMGÖNGUMÁLUM Um samgöngumál staðarins hafði Logi ýmislegt að segja. — Hingað er flogið frá Reykja- vík þrisvar í viku ef veður leyf- ir, sagði hann. Hins vegar virð- ist staðurinn oft verða útundan og tel ég að þar komi til fá- menni okkar og arðsemissjón- armið flugfélaganna, sem ekki virðist passa saman. Við verð- um að veita stíft aðhald í þess- um málum ef ekki á að hlunn- fara okkur. Á landi er Odds- skarðið ákaflega erfiður þrösk- uldur á vetrum. Það er að vísu áætlað að ryðja það tvisvar í viku, en því er sleppt ef veður er slæmt. Við hér í Neskaup- stað erum sáróánægð með spar- semina á þessu sviði. Okkur finnst það vera hluti af okkar mannréttindum að hafa sam- band við umhverfið. ÓFREMDARÁSTAND í ORKUMÁLUM Logi Kristjánsson sagði að mikið ófremdarástand ríkti í Merki um eyðileggingu snjóflóðanna. Rústir gömlu síldar- bræðslunnar í forgrunn en lengra frá er hraðfrysti- hús Síldar- vinnslunnar. orkumálum staðarins. — Aust- firðingar virðast hafa verið mjög óheppnir með val á virkj- unarstöðum, sagði hann. Ég tel að við verðum að fá samteng- ingu við Kröfluvirkjun þegar hún kemst í gagnið. Hér verður skömmtun á rafmagni strax á haustin þótt bræðslan sé ekki í gangi og hljóta þá allir að sjá hver skorturinn getur orðið þegar hún fer í gang. Að lokum sagði bæjarstjór- inn að mikill dugnaður hefði verið undanfarið hjá fólki á staðnum við að fegra og snyrta umhverfið. — Það er oft eins og tilfinning fólks til staðarins aukist þegar eitthvað dynur yf- ir eins og hér gerði, sagði Logi. En það er fleira sem fylgt hef- ur þessu, eins og t.d. mikil at- vinna og miklir peningar. Núna þegar allt er að færast í eðlilegt horf býst ég við að fólk fái ekki eins mikið úr að spila og verði að draga svolítið saman seglin, sagði Logi Kristjánsson bæjar- stjóri að lokum. BLÓMASTOFA FRIÐFINNS Suðurlandsbraut 10. Sími 31099 SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI. — GJAFAVÖRUR I ÚRVALI. FV 2 1976 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.