Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 7

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 7
í siiikkii máli # Veltuaukning ■ verzluninni Upplýsingar um verzlun í Reykjavík og á Reykjanesi sýna, að frá 1975 til 1976 hef'ur lieildarvelta i heildsölugrein- um aukizt um 24%, í smásöluverzlun um 33% og í verzlun i heild um 27%. Af einstökum greinum má nefna, að velta í olíuverzlun jókst um 15%, í sölu á nýjum bifreiðum og hifreiðavörum um 55%, í verzlun með kjöt, nýlendu- vörur, brauð og mjóllc um 38%, cn verzlun með þessar síðast töldu vöriu* vegur u.þ.h. þriðjung í allri veltu smá- söluverzlunar. # Iðnaöardeild Sambandsins opnar söluskrifstofu í Kaupmannahöfn Iðnaðardeild íekk fyrir skömmu liús- næði fyrir söluskrifstofu og fasta sýn- ingaraðstöðu fyrir framleiðsluvörur sínar í Bella Ccntret í Kaupmannahöfn. Var söluskrifstofan opnuð hinn 17. marz s.l. Forstöðumaður skrifstofunn- ar verður Ólafur Haraldsson, sem lengi var framkvæmdastjóri Samvinnutré- smiðjanna á Selfossi, Vík og Hvolsvelli, en hefur undanfarið starfað hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins. Bella Centret í Kaupmannahöfn er ein lielzta kaupstefnu- og sýningarmiðstöð Norð- urlanda, og cins konar sýningargluggi gagnvart umheimimun fyrir fram- leiðsluvörur frá þessum löndum. # Osta- og smjörsalan Sala Osta- og smjörsölunnar s.l. ár varð 2.610 millj. kr., og jókst hún um tæpar 450 millj. eða 20,7%. Sölukostn- aður reyndist vera 2,7% al' veltu, er kostnaður við ýmsa þjónustustarfsemi var dreginn frá útgjöldum. Endur- greiðsla til mjólkurbúanna af uml)oðs- launum nam 86,4 millj. kr. Á árinu varð heildarframleiðslan af smjöri 1.834 lestir, sem var aukning um 314 lcstir. Verulegur samdráttur varð í framleiðslu á 45% osti, en heildarfram- leiðsla á 30 og 45% ostum nam 1.595 lestum, sem var 379 lestum minna en 1975. Salan á smjöri jókst um 6,8% frá árinu áður, en ostasalan var mjög svip- uð og 1975. Niðurgreiðslur hafa lækk- að hlutfallslega á smjöri og aldrei verið eins litlar síðan 1963, en niðurgreiðslum á ostum var hætt i marz í fyrra. # Fjöldi peningaslofnana Fjöldi banka, sparisjóða og innláns- deilda samvinnufélaga var sem hér seg- ir í árslok 1975 og 1976. Árslok 1975 Viðskiptabankar 7 Bankaútibú 64 Umhoðsskrifstofur banka 15 Sparisjóðir 44 Innlánsdeildir samvinnufél. 36 Árslok 1976 7 67 16 43 34 Afgr.staðir alls 166 167 # Skuld við AJþjóðabankann Utistandandi skuld Islands við Al- þjóðahankann nam 40,7 millj. dollara í árslok 1976, en það jafngildir 7.703 millj. kr. á gengi í árslolc. A árinu lauk framkvæmdum við hafnargerð í Þor- lákshöfn, Höfn í liornafirði og Grinda- vik, sem Alþjóðabankinn veitti 7. millj. dollara lán til. Framkvæmdir standa enn yfir fyrir 10 millj. clollara lán til Sigölduvirkjunar. FV 4 1977 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.