Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 14

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 14
Sumarbústaðir Eftirspurn hundraðföld á við framboð Algengasta verð á sumarbústað 5—6 milljónir króna Nú þegar sumra tekur og sumarfríin eru í nánd eiga margir þess kost að dveljast í sumarbústað um lengri eða skemmri tíma. Mikill fjöldi sumarbústaða eru á Vesturlandi og Suðurlandi í eigu ein- staklinga eða félagasamtaka, en auk þess eru sumarbústaðir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum. Ef'tir að hin ýmsu félagasamtök s.s. ASÍ og BSRJ3 hafa reist sumarbústaði á skipulögðum svæðum eins og í Munaðarnesi og Ölfusborgum hefur fjöldi fólks, sem annars hefði ekki átt þess kost fengið tækifæri til að dveljast um tíma í slíku sumarhúsi. Frjáls verslun leitaði sér upp- lýsinga um Ihelstu svæðin, þar sem sumarbústaðir hafa risið, auk þess sem lhaft var samband við fasteignasölur og kannað framboð og eftirspurn eftir sumarbústöðum, hvað þeir kost- uðu og annað í þeim dúr, svo og var haft samband við fyrir- tæki, sem framleiða slíka sum- arbústaði hér á landi. LÍTIÐ FRAMBOÐ EN MIKIL EFTIRSPURN EFTIR SUMARBÚSTÖÐUM A SUÐURLANDI Á Suðurlandi eru helstu sumarbústaðalöndin við Þing- vallavatn, en þar eru bústað- irnir allir í einkaeign og ganga sjaldnast kaupum og sölum, nema þá á himinháu verði. Bú- staður í Gjábakkalandi var ný- lega seldur á 11 milljónir. í Miðfellslandi í Þingvallasveit hefur hins vegar verið dálítið framboð á sumarbústöðum. í Grímsnesinu og þá aðallega í Þrastarskógi hefur verið geysilega mikil eftirspurn eftir sumarbústöðum eða sumarbú- staðalöndum, en nær ekkert framboð. Þar hafa bæði ein- staklingar og hin einstöku fé- lög komið sér upp sumarbústöð- um. í Laugardalnum og Grafn- ingnum er einnig mikill fjöldi sumarbústaða í eigu einstak- linga og félagasamtaka. Ennþá nær Reýkjavík eru svæði eins og Hafravatn og Elliðavatn, þar sem eru vinsæl sumarbústaða- lönd. Alþýðusamband íslands á 36 sumarbústaði, Ölfusborgir, sem leigðir eru út viku í senn til meðlima hinna ýmsu félaga innan ASÍ. í bústöðunum er öll aðstaða fyrir hendi og eru þeir leigðir út með sængurfatnaði og búsá'höldum, auk þess sem ASÍ hefur fastráðinn umsjónar- mann, sem annast allt eftirlit með sumarbústöðunum. í Einarsstaðalandi á Héraði hefur Alþýðusamband Austur- lands komið sér upp bústöðum fyrir félaga innan þess sam- bands og sömu sögu er að segja um Alþýðusamband Norður- lands, sem á sumarbústaði í Fnjóskadal. Á Vestfjörðum er nú hins vegar verið að byrja á að reisa sumarbústaði, undir umsjón Alþýðusambands Vest- fjarða. VERÐ A LANDI FRÁ 600 ÞÚS. TIL 1V2 MILLJÓN. VERÐ Á BÚSTAÐ ALLT UPP í 12 MILLJÓNIR Undanfarnar vikur hefur öðru hverju mátt reka augun í Verð á sumarbústað og iandi á bezta stað getur farið hátt á annan tug milljóna. 14 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.