Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 30

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 30
Fjórða megin k,rafa bænda- fundanna er sú að færa beri til niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum, þannig að í stað þess að greiða niður framleiðsluvörurn- ar tilbúnar frá bóndanum skuli heldur greiða niður hráefnið sem notað er til framleiðslu landbúnaðarvaranna, t.d. raf- magn, áburð o.fl. Hér er komin fram krafan um það að lækka verðið á að- föngum til framleiðslu búvar- anna, til þess að gera bændum auðveldara fyri,r um öflun þeirra. Telja bændur þessa 'leið alveg eins hagkvæma fyrir fólkið í landinu ef ekki hag- kvæmari en þá leið sem farin er nú, og gæti ihún auk þess leitt til nofckuð lækkaðs vöru- verðs til neytenda. Óneitanlega lítur þessi krafa vel úa á pappírnum. Ef farið er að skoða nánar afleiðingar þess að hún væri framkvæmd, kem- ur í ljós að hún mundi hafa það í för með sér að bændur gætu fengið t.d. greiðan aðgang að ódýru rafmagni, sem hagnýta má á margvíslegan hátt í fram- leiðslunni, sem aftur mundi hafa í för með sér mjög aukið álag á dreifikerfi rafmagnsins, sem er nú þegar allt of veikt og mundi leiða afsér mjög auk- inn kostnað við styrkingu þess. En aðalatriðið er þó að ef raf- magnið væri ódýrt væri óhjá- kvæmilegt bruðlað mikið með það. Ef áburðarverð væri hins- vegar lækkað mundi það leiða til aukinnar áburðarnotkunar. Aukin áburðarnotkun hefði að vissu marki í för með sér fleiri skepnur á fóðrum og fleiri skepnur á fóðrum þýddi aukn- ar afurðir og auknar afurðir þýddu svo aftur meiri útflutn- ingsbætur og þá er hringurinn lokaður. Þannig skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða refcstrarliðir búsins væru lækkaðir með nið- urgreiðslum úr ríkissjóði. Þær mundu annað hvo.rt leiða til aukinnar heildarframleiðslu landbúnaðarvara eða hafa í för með sér hættu á óhagsýni í meðferð framleiðsluþátta, svo sem óihagsýni í notkun orku til framleiðslunnar. FREKAR ÁSTÆÐA TIL VERÐHÆKKUNAR Það hefur verið sagt um blessað brennivínið að eina leið- in til þess að halda almenningi frá því að drekka það í óhófi sé, að hafa það nógu óaðgengi- legt verzlunum og nógu dýrt. Þar sem staðreynd er, að við íslendingar neytum allt of mik- ils af kjöti og mjólk, er svipað og með brennivínið fremur á- stæða til að hækka verð á mjólk og kjöti og beita niður- greiðslunum á erlenda ávexti og grænmeti og magurt kjöt, miklu fremur en að lækka bú- vöruverðið til neytenda. Fimmta meginkrafa bænda- fundanna hefur verið að út- flutningsbætur y.rðu ekki skert- ar og yrðu greiddar jafnóðum og úbf'lutningur á sér stað. Bændur hafa eðlilega gert sér grein fyrir þvi fyrstir manna að þeir þurfa að hafa markað fyrir framleiðsluvörur sínar. Ef útflutningsbætur yrðu skertar mundi það 'hafa í för með sér lækkað verð til þeirra eða minni markaðsmöguleika, sem mundi hafa í för með sér samdrátt í framleiðslunni. Einnig hefur viljað bera við upp á síðkastið að ríkissjóður hafi verið tómur þegar greiða átti útflutningsbætur af útflutt- um 'land'búnaðarvörum. Hafa því greiðslur útflutn- ingsbóta stundum dregist nokkra mánuði eða jafnvel enn lengri tíima. 40 ÞÚS. KR. SKATTUR Á HVERT HEIMILI Verðábyrgð ríkissjóðs, út- flutningsbæturnar, gera unnt að flytja út 10% landbúnaðar- framleiðslunnar, jafnvel þó ekkert verð fáist fyrir hana er- lendis. Fáist Ihinsvegar 90% heildsö'luverðs greitt við út- flutning er unnt að flytja út alla landbúnaðarframleiðsluna. Það verð sem fengist hefur fyrir kindakjötið á erlendum mörkuðum hefur verið um 50% af heildsöluverði innan- lands á undanförnum fimm ár- um. Mismuninn hefur ríkissjóð- ur orðið að greiða. Síðastliðið ár námu útflutningsbætur á landbúnaðarvörur úr ríkissjóði um tveimur milljörðum króna, en þetta mótsvarar um 40 þús- und króna skatti á hvert heim- ili í landinu, eða 500 þúsund króna framleiðslustyrk á hvern bónda, en þeir eru um 4.000 í landinu. Á undanförnum áruon hefur innanlandsneyzla á kindakjöti numið um 10 þúsund tonnum á ári, en heildarframleiðslan síð- astliðin tvö til þrjú ár hefur numið 14—15 þúsund tonnum. Þannig hafa verið flutt út miHi 4 og 5 þúsund tonn á ári eða V3 heildarframleiðslunnar á undanförnum árum. í landinu eru um 2.500 bú sem framleiða sauðfjárafurðir. Hvert bú fram- leiðir því að meðaltali um 6 tonn af kindakjöti. Ef við framleiddum aðeins kindakjöt upp í innanlandsþarfir mætti því fækka þeim búum sem framleiða sauðfé um 5000 : 6 = 830 bú. Þessa niðurstöðu má túlka þannig að við höldum uppi 830 sauðfjárbúum að þarflausu. GEIGVÆNLEGT OFFRAM- LEIÐSLUVANDAMÁL Fyrir nokkru mátti sjá því slegið upp í æsifréttastíl í einu dagblaðanna, að níunda hvern dag færi býli í eyði á ári eða í öðrum tölum talið 1% sam- dráttur í landbúnaði á ári. Ekki hefur þessi fækfcun bænda haft í för með sér neinn samdrátt í framleiðslu búvara, nema síður sé. Offramleiðslu- vandamálið hefur farið sífellt vaxandi og er nú svo komið að bændum hrís hugur við því sjálfum. Til þess að sýna hve geigvænlegt offramleiðslu- vandamálið er má nota annars- konar samanburð og segja sem svo að í 'árslok 1973 voru í land- inu 4.258 hændur. Ef allir bændur í Austur- Barðastrandasýslu, Vestur- Barðastrandasýslu, Vestur-ísa- fjarðarsýslu, Strandasýslu, Norður-Þingeyjasýslu, Norður- Múlasýslu og Suður-Múlasýslu 30 PV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.