Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 31

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 31
myndu hætta búskap, mundu þeir bændur sem eftir yrðu samt sem áður geta framleitt allt það kindakjöt og mjólk sem við þurfum á að halda. Það mætti því að skaðlausu leg'gja þessar sýslur í eyði frá sjónarmiði framleiðslumagns- ins. Þannig mætti hætta fram- leiðslu á landbúnaðarvö.rum á Vestfjörðum og Austfjörðum og eigi að síður mundi verða nóg eftir af landbúnaðarvörum til neyzlu fyrir alla landsmenn. HLIÐARFRAMLEIÐSLAN Útflutningsbætur á landbún- aðarvörum hafa verið rétt- lættar meðal annars með því að við framleiðslu landbúnað- arvara komi fram hliðarfram- leiðsla ull og gærur, sem sé verðmætt hráefni fyrir ís- lenzka iðnaðinn. Lítum ögn nánar á hversu verðmætt þetta hráefni er fyr- ir iðnaðinn, og hver verður nið- urstaðan úr dæminu þega.r það er reiknað í botn. í fyrsta lagi er meir en 90% af öllum gær- um flutt úr landi óunnar fyrir smánarverð. Heildarútflutning- ur á óunninni ull og gærum siðastliðið ár nam 200 milljón- um króna. Hins vegar nam heiidarútflutningur á eftirtöld- um vörutegundum; vörum úr loðskinnum, loðsútuðum skinn- um og húðum, ullariopa og ull- arbandi, ullarteppum og prjónavörum úr ull, samtals 3.122 milljónum árið 1976 og útflutningur á landibúnaðaraf- urðum þ.e. kindakjöti og kinda- innmat, nautakjöti og mjólkur- og undarennudufti, kaseini og ostum samtals 1407 milljónum einnig árið 1976. Heimtur á ull hafa á undan- förnum árum farið versnandi, þannig heimtist nú aðeins 65— 70% af því ullarmagni sem reikna má með að verði til á hverri kind að meðaltali á ári. Ef heimtur á u'll myndu batna að mun t.d. með hækkuðu ull- arverði til bóndans mætti fækka sauðfé að skaðlausu um 30% eins og raunverulega er þörf fyrir án þess að það kæmi að sök fy.rir iðnaðinn sem not- ar ullina sem hráefni til fram- leiðslu á iðnaðarvörum. Árið 1976 voru greiddir um tveir milljarðar króna í útflutn- ingsbætur. Þessar útflutnings- bætur voru greiddar á vö.rur sem að útflutningsverðmæti voru 1600 milljónir króna. Hliðarframleiðslan þ.e. ullin og loðsútuðu skinnin gáfu af sér útflutningsverðmæti sem nam rúmum þrem milljörðum króna. Heildarútflutningsverð- mæti útfluttra vörutegunda landsmanna var árið 1976 73,5 milljarðar króna. Kannski er einfaldast að gera sér grein fyrir áhrifum útflutn- ingsbótanna á þann ihátt, að út- flutningsbæturnar mega nema 10% af heildarverðmæti land- búnaðarframleiðslunnar á hverju ári. Þau árin sem bændur nota útflutningsbæturnar til fulls þýðir þetta því í raun 10% álag ofan á verð landbúnaðar- varanna sem greitt er í gegnum skattkerfið. Þannig var á síð- asta ári heildarve.rðmæti land- búnaðarframleiðslunnar um 20 milljarðar króna en útflutn- ingsbæturnar námu um 2 millj- örðum. „ÓDÝRT FJÁRMAGN“ Sjötta meginkrafa bænda- fundanna hefur verið að bænd- FV 4 1977 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.