Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Síða 52

Frjáls verslun - 01.04.1977, Síða 52
sem kemur frá útlöndum, nokk- urs staðar jafnmikið og hér á Iandi? Tollstjóri: — Það er sjálfsagt rétt að engin vestræn þjóð byggir eins mikið á tollum til tekjuöflunar og við. Þetta 'hef- ur þó farið stórum minnkandi undanfarin ár og við erum ékki lengur innan tollmúra að því ei iðnvarning áhrærir. Eftirlit með farangri ferðamanna er naum- ast nokkuð meira hér en ann- arsstaðar. Það sem skilur er það, að fátítt er að fólk fari í eins ríkum mæli frá öðrum löndum til innkaupa erlendis. Það sem veldur svo til óhindr- aðri umferð fólks frá einu landi til annars, er að gert er ráð fyrir að ferðamenn hafi ekki annan varnig meðferðis en venjulegar ferðanauðsynjar. Það er sem sagt hvergi gert ráð fyrir því að fól'k noti utan- landsferðir sínar til innkaupa í neinum mæli. Yið erum síst íhaldssamari en aðrar þjóðir í þessu efni, sem yfirleitt leyfa ekki tollfrjálst nýjan varnig yfir 50 dollara að verðmæti. Ofckar mark samsvarar þó sem næst 73 dollurum. Það er líka rétt að hafa í huga, að erlendis er hart tekið á brotum sem upp komast. F.V.: — Hversu verðmætt var það smyglgóss, sem gert var upDtækt hér á landi í fyrra og hvað er það, sem íslending- ar reyna að smygla inn í landið fyrir utan áfengi og tóbak? Tollstjóri: — Ekki er unnt að verðleggja þennan smyglvarn- ing. Með verðmæti varningsins er væntanlega átt við kaupverð hans erlendis. Mikill munur er á kaupverðinu og hugsanlegu söluverði hérlendis, einkum þegar um áfengi og tóbafc er að ræða. Upplýsingum um kaup- verð varningsins hefur ekki verið haldið saman. Magnið er talið gefa réttari mynd af því, sem er að gerast í þessum mál- um. Margskonar varningi er smyglað til landsins utan áfeng- is og tóbaks. Rétt er að minnast fyrst á eiturlyfin sem eru greinilega vaxandi vandamál hér á landi. Þá má nefna ósoðn- ar matvörur, einkum kjúklinga, niðursoðið svínakjöt, heimil- istæki, hljómflutningstæki, hús- búnað o.fl. F.V.: — Á hve mikið magn af smyglvarningi lagði tollgæsl- an hald í fyrra? Tollstjóri: — Árið 1976 lagði tollgæslan hald á ólöglegan inn- flutning til Reykjavikur, sem hér segir: 1774 flöskur af áfengi (2186 árið 1975), 141020 vindlinga (112789 árið 1975) 7094 flöskur/dósir af áfengum bjór (12360 árið 1975) og 5.5 kg hassi (4.0 kg árið 1975). Auk þess var lagt hald á ýmsan annan varning, svo sem mat- vörur, sjónvarpstæki, heimilis- tæki, hljómflutningstæki, út- vörn, sælgæti o.fl. Utan Reykjavikur (Kefla- víkurflugvöllur er þá ekki með- talinn í þessu yfirliti) var lagt hald á 451 flöskur af áfengi, 41800 vindlinga og 4387 flösk- ur af áfengum bjór. Með rannsókn aftur í tímann, sem tollgæslan vann að á árinu 1976, komst upp um ólöglegan innflutning til landsins, sem náði aftur til ársins 1974. Með bessum hætti upolýstist smygl á 815 fiöskum af áfengi. 16200 vindlingum og 2904 flöskum af áfengum bjór, auk annars varn- ings. f þennan varning náðist ekki. Samkvæmt framansögðu kom til meðferðar á árinu 1976 ólöglegur innflutningur á 3040 flöskum af áfengi, 199020 vind- lingurn, 14385 flöskum/dósum af áfengum bjór og 5.5 kg af hassi. auk annars varnings. F.V.: — Hvað voru mörg mál af þessu tagi kærð í fyrra? Tollstjóri: — Kærur fyrir meint tollalagabrot voru ná- lægt 270 á árinu 1976. Toll- gæslan sektaði og gerði upp- tækan óiöglegan innflutning í 192 málum á árinu 1976 og nam sektarfiárhæð 1.182.400. Toll- gæslan hefur einungis heimild til að beita sektum og upptöku eigna í minni háttar málum. Stærri málum verður því ekki lokið hjá tollgæslunni og eru þau send viðkomandi sakadómi eða ríkissaksóknara til með- ferðar. F.V.: — Er það mjög mis- munandi hvernig vinnuveit- endur farmanna bregðast við tollalagabrotum starfsmanna sinna? Tollstjóri: — Það er hags- munamál farmflytjanda, að at- vinnutæki þeirra séu ekki not- uð til flutninga á smygli. Finn- ist smygl í flutningsfari skal eigandi þess greiða allan kostn- að við leit á því. Slíkur leitar- kostnaður hefur verið inn- heimtur hjá eigendum farar- tækjanna svo skiptir hundruð- um þúsunda. Þá er farartæki, sem flutt hefur smyglvarning til landsins, að veði fyrir sekt- um og öllum öðrum kostnaði, sem áhöfn þess kann að verða gert að greiða vegna smygltil- rauna. Atvinnurekendunum er því mikið í mun að sporna gegn notkun farkosta sinna til ólög- legra flutninga. Af þeim sök- um m.a. taka þeir orðið hart á svona brotum. F.V.: — Það vakti athygli er tollvörður skýrði frá því að einhvers konar hefð væri kom- in á að tollverðir tækju á móti áfengi sem gjöf frá farmönn- um. Þessi mál ájtti að rannsaka nánar. Hva.ð hefu'r athugun leitt í ljós og hafa siðareglur toll- varða verið endurskoðaðar af þessu tilefni? Tollstjóri: — Til eru starfs reglur fyrir tollverði, settar af fjármálaráðherra í nóvember 1960. Starfsreglur þessar voru þá frumsmíð, en þeim hefur ekki verið breytt síðan. Þar er að finna ákvæði um, að toll- vörðum beri að forðast allt óþarft samneyti við þá, sem þeir þurfa að skipta við eða eiga að hafa eftirlit með. Mér sýnist að ákvæði þetta feli í sér bann við móttöku gjafa af þessu tagi. Tollmenn hafa al- mennt neitað því að hafa tekið við gjöfum í tengslum við starf sitt. F.V.: — Hvaða stéttir manna eru það hér á landi, sem njóta fríðinda varðandi innflutning á vörum, sem öðrum er meinað- ur, eða Iægri tolla eða tollfrels- is, ef því er að skipta? f hverju eru hlunnindi fólgin? Tollstjóri: — Farmenn og flugliðar njóta við komu sína frá útlöndum fríðinda varðandi innflutning á áfengum bjór. Magnið er mismunandi og er 52 FV 4 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.