Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 73

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 73
Fyrirtaeki, Iramleiðsla Sundaborg: i nábýlinu bera menn saman bækur sínar og leita ráða hvor bjá öðrum — Höfuðmarkmið akkar er að ná hagkvæmni stórrekstursins inn í smáreksturinn og það er að’ takast hér í Sundaborg. Þetta sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri í Frum h.f. og Heild h.f., sem eru til húsa í Sundaborg í Reykjavík, þegar Frjáls verslun leit þar inn fyrir skömmu. Tildrögin að því að þessi tvö hlutafélög voru stofnuð eru þau að árið 1971 stofnuðu 20 félagsmenn í Félagi íslenskra stórkaupmanna með sér hluta- félagið Heild um byggingu rekstrarhúsnæðis. Reisti félag- ið 40.000 rúmmetra húsnæði við Sundahöfn og er það notað undir skrifstofur og vöru- geymslur. Jafnframt var hugmyndin sú að þeir aðilar, sem ættu hlut- deild i Sundaborg, kæmu upp samstarfi sín á milli í sem flestum atriðum, svo sem sam- eiginlegri útkeyrslu á vörum, sorphreinsun, póstafgreiðslu og fleira. Fljótlega kom þó í ljós að hluthafarnir höfðu ólika skoðun á þessari sameiginlegu þjónustu og leiddi það til þess áð árið 1976 var stofnað nýtt hlutafélag, það var Frum h.f., sem annast skyldi ýmis konar þjónustustarfsemi. Eru hluthaf- ar í Frum 10, en hluthafar í Heild eru aftur á móti 20 tals- ins, en það hlutafélag er nú nánast nokkurs konar húsfélag og starfssvið þess er rekstur hússins Sundaborgar, gæsla þess og umsjón allra fram- kvæmda við húsið. MENN BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Við inntum Árna fyrst eftir starfseminni í Heild h.f. Hann sagði að húseign fyrirtækisins hefði frá upphafi verið hugsuð sem húsnæði fyrir heildversl- anir og hentaði því mjög vel sem slíkt. Húseigninni er skipt niður í misstórar einingar, sem er ráðstafað í samræmi við hlutdeild hvers hluthafa í fyr- irtækinu. Árni sagði ennfrem- ur að það hefði komið í ljós að það hefði augljósa kosti fyr- ir hina einstöku heildsala að vera í nábýli eins og í Sunda- borg. Menn bæru mikið saman bækur sínar, leituðu ráða og lærðu af mistökum hvers ann- ars. — Margir spáðu þessu sam- býli stórkaupmannanna illa, en þær hrakspár hafa alls ekki Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hcildar hf. og Frum hf. fyr- ir framan Sundaborg. PV 4 1977 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.