Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 90

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 90
----------------------------- AUGLYSING GLÓBLS HF.í JCB vinnuválar — JCB stærsti framleiðandi skurðgrafa í Evrcpu ' 'f á Margar gerðir af JCB vinnu- vélum eru í notkun hérlendis. Glóbus hf. hefur haft umboð fyrir JCB stórfyrirtækið síðan 1963, en JCB er stærti fram- leiðandi skurðgrafa í Evrópu og selur nú um 30% af öllum skurðgröfum, sem notaðar eru í Bretlandi. Hingað til lands hafa flutzt margar gerðir og fjöldi vinnu- véla frá JICB. Fyrst voru ein- ungis fluttar inn traktorsgröf- ur en síðan fyrst var farið að flytja inn vinnuvélar frá JCB hafa margar nýjar gerðir bætzt í hópinn s.s. beltaskruðgröfur og mokstursvélar á hjólum og beltum. MEST FLUTT INN AF JCB TRAKTORSGRÖFUUM Að sjálfsögðu hefur mest ver- ið flutt inn af traktorsgröfum, og eru þær í notkun hjá all- flestum bæjar og sveitarfélög- um á landinu. Einnig er mikill f jöldi af JBC beltagröfum í notkun. Þær hafa verið mikið notaðar við framræslu í sveitum og einnig af bæjar- og sveitarfélögum. JCB 3 HJÓLAGRAFA MEÐ ÝMSUM AUKABÚNAÐI Vinsælasta hjólagrafan er af gerðinni JCB 3, en hana má fá afgreidda með ýmsum auka- búnaði s.s. vökvaknúnum fleig- hömrum og ýmsum öðrum nýj- um útbúnaði sem eykur nota- gildi vélarinnar; Glóbus hf. leggur mikla á- herslu á góða varahluta- og eftirlitsþjónustu og eru nokkr- ir sérmenntaðir menn í þjón- ustu fyrirtækisins til þessara hluta. MEIR EN HELMINGUR VINNUVÉLANNA SELDAR ÚR LANDI, OG UMBOÐS- MENN ERU í YFIR 100 LÖNDUM JCB verksmiðjurnar eru í Staffordshire í Englandi ná- lægt bænum Rocester. Athafna- svæði fyrirtækisins er um 93.- 000 m- og starfsfólk er milli 1400—1500 hundruð. Fram- leiddar eru vinnuvélar og vara- hlutir fyrir yfir 45 milljón pund á ári. Það var Joseph Cyril Bam- ford, sem var upphafsmaður að stofnun fyrirtækisins, en árið 1945 seldi hann fyrstu fram- leiðslu sina, sem reyndar var landbúnaðarvagn. Fyrirtækið hefur alltaf verið í eigu Bamford fjölskyldunnar. Joseph Cyril Bamford, sem byrjaði með tvær hendur tóm- ar á nú fyrirtæki, sem er eitt stærsta vinnuvélaframleiðslu- fyrirtæki í Evrópu. Nýlega hætti hann störfum, en sonur hans tók við stjórn JCB fyrir- tækisins. Meir en helmingur vinnuvél- anna eru seldar úr landi og um- boðsmenn JCB eru í yfir 100 löndum. JCB fyrirtækið fram- leiðir 4 gerðir af traktorsgröf- um, 4 gerðir af beltagröfum, 4 gerðir af hjólamokstursvélum og 3 gerðir af beltamoksturs- vélum. Hver er framíeibandLnn? Flettib upp í „ISLENZK FYRIRTÆKI" og /innið svaric) 90 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.