Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 8
áfangar Jón Gauti Jónsson, viöskiptafræöingur, var ráöinn bæjarstjóri í Garðabæ frá og meö 1. júní n.k. á fundi bæjarstjórnarinnar síðari hluta marsmánaðar. Jón Gauti Jónsson er fæddur á ísafiröi 29. desember 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Starfaði hann aö því búnu einn vetur viö kennslustörf í Iðnskóla og Gagnfræöaskóla Vestmannaeyja. Nám viö Háskóla íslands hóf hann haustið 1968, og lauk þaðan prófi úr viðskiptadeild haustiö 1972. Aö námi loknu réðist Jón Gauti sem sveitarstjóri Búöahrepps í Fáskrúðsfiröi til 1974, en þá varö hann sveitarstjóri Rangár- vallahreþps og gegndi starfinu til 1978. Eftir þaö starfaöi Jón Gauti um tíma hjá Scan- house Ltd. í Lagos í Nígeríu. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjar- stjórnar og sér um aö framfylgja samþykktum hennar. í Garðabæ er bæjarstjórnin skipuð sjö mönnum. Helstu framkvæmdir í Garðabæ í sumar veröur aö steypa upp annan áfanga Garða- skóla, og er þaö stærsta verkefni bæjarfélags- ins. Einnig veróur lagt varanlegt slitlag á all- margar götur víös vegar um bæinn. Þá veröa í sumar geröar endurbætur á vatnsbóli Garö- bæinga. I bæjarstjórn Garðabæjar sitja fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn fulltrúi fyrir Fram- sóknarflokkinn, einn fulltrúi fyrir Alþýöuflokk og einn fyrir Alþýöubandalag. Almar Grímsson, deildarstjóri lyfjamála- deildar heilbrigöis- og tryggingaráðuneytisins tók frá og meö 1. apríl s.l. viö starfi deildarstjóra nýrrar lyfjadeildar í svæðisskrifstofu Alþjóöa heilbrigöisstofnunarinnar, WHO, í Kaup- mannahöfn. — Þessi svæðisskrifstofa þjónar Evrópu, eöa 32 þjóðum sagði Almar. Lyfjadeildin verður ráðgefandi deild til samræmingar reglna um eftirlit með lyfjum og lyfjanotkun í Evrópu. Deildin er einnig tengiliöur viö aöalstöövar stofnunarinnar í Genf í sambandi viö verkefni sem stofnunin vinnur að, viö aö koma upp betri lyfjadreifingu til fátækra þjóða þriöja heimsins. — í tengslum við þetta verkefni, sagöi Almar, verður reynt að fá ríki í Evrópu til aö miöla af tækniþekkingu og jafnvel gefa lyfjabirgðir til þeirra þjóöa þriója heimsins sem á þeim þurfa aö halda. Almar Grímsson er fæddur 16. apríl 1942 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og kandi- datsprófi frá lyfjafræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn áriö 1965. Starfaði hann sem lyfja- fræöingur þar til 1971 er hann tók viö starfi deildarstjóra lyfjamáladeildar. Næstu tvö árin hefur Almari veriö veitt leyfi frá störfum í ráöu- neytinu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin er ein af sér- hæföum undirstofnunum Sameinuöu þjóð- anna. Sagöi Almar aó í hinni nýju lyfjadeild í svæðisskrifstofunni í Kaupmannahöfn mundi ekki veröa margt fastráðið starfsfólk, heldur fengið sérhæft fólk til aö takast á viö ákveöin einstök verkefni innan deildarinnar. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.