Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 9

Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 9
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, tók 1. apríl s.l. við starfi forstöðumanns Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar, en hún var stofnuð árið 1972 og helsta verkefni stofnunarinnar hefur verið að vinna að endurskoðun aðalskipulags höfuðborgarinnar frá 1967. — Forstöðumaður hefur umsjón með end- urskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og hefur frumkvæði að og umsjón með gerð deiliskipulags nýrra hverfa í höfuöborginni sagði Guðrún, og einnig að annast, eftir því sem síöar kann að vera ákveðið, samskipti við skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins ef hún verður stofnsett. Hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar starfa nú auk forstööu- manns sjö manns. Guðrún Jónsdóttir er fædd 20. mars 1935 á Blönduósi. Hún varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1955. Að því loknu las hún jarðfræði í eitt ár við háskólann í Kaupmanna- höfn, en sneri sér síðan að almennu námi í arkitektúr við Listaháskólann í Kaupmanna- höfn. Lauk hún námi 1963 og starfaði á arkitekta- stofu í Kaupmannahöfn til 1967, er hún fluttist heim til íslands. Hóf Guðrún þá rekstur arki- tektastofu ásamt Knúti Jeppesen arkitekt og síðar einnig í samvinnu við Stefán Jónsson arkitekt og hafa þau verið með rekstur arki- tektastofunnar Höfða síðan 1970. Eitt aðalstarf Guðrúnar hjá Höföa hefur verið skipulagning Seljahverfis í Breiðholti II í Reykjavík, en teiknistofan hefur unnið aö margvíslegum verkefnum fyrir Reykjavíkur- borg. Hættir Guðrún nú aðild sinni að teikni- stofunni Höfða. Einar Birnir, framkvæmdastjóri G. Ólafsson hf. var kjörinn formaður Félags íslenskra stór- kaupmanna á aðalfundi félagsins í mars s.l. Fráfarandi formaður, Jón Magnússon, hafði gegnt starfinu í tvö kjörtímabil, en í lögum fé- lagsins segir, að sami maður skuli ekki gegna formannsstöðunni lengur en í tvö kjörtímabil, fjögur ár. Félagar í Félagi íslenskra stórkaupmanna eru um 200. í stjórn félagsins sitja sjö manns. Það er m.a. hlutverk formanns, að boða til og halda stjórnarfundi, fylgjast með daglegum rekstri skrifstofu félagsins, koma fram fyrir fé- lagið út á við m.a. á opinberum vettvangi svo eitthvað sé nefnt. Einar Birnir er fæddur 30. september 1930 í Mosfellssveit. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1950. Hann hefur gegnt ýmsum störfum m.a. hjá Samvinnubank- anum og Samvinnutryggingum. Frá 1966 hefur hann verið framkvæmdastjóri G. Ólafsson hf. heildverslun, en það fyrirtæki annast einkum lyfjainnflutning. Hinn nýkjörni formaður Félags íslenskra stórkaupmanna sagði, að þau mál sem væru efst á baugi hjá félaginu væru verðlags- og tollamálin. Innan félagsins starfa einnig ýmsar fastanefndir s.s. hagræðingarnefnd og út- breiðslunefnd, en töluvert er unnið innan fé- lagsins að útbreiðslu- og kynningarstarfi. í fé- laginu eru starfandi ýmsir áhugamannahópar m.a. á sviði snyrtivara, vefnaðarvara, lyfjavara og matvara svo dæmi séu tekin. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur einnig haft góða sam- vinnu viö félög stórkaupmanna á hinum Norð- urlöndunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.