Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 11
þróun
Heildariðgjöld af ábyrgðartryggingum bifreiða hér á landi
námu 2,776,853 þúsund kr. á s.l. ári. Heildariðgjöld af
kaskótryggingum voru 766,947 þús. kr.
Tjón ársins 1978 á ábyrgðartryggðum bílum námu 2,532,544
þúsund kr. og kaskótryggðum 772,857 þús. kr.
Iðgjöld af ábyrgðartryggingum eru mismunandi eftir stöð'um
en landinu er skipt í þrjú áhættusvæði. Hæstu iðgjöldin eru
greidd af bifreiðum með R,Y,G,0 og J númrner-.! I öðr-um flokki
eru bifreiðar með A,X,L,E,F,Ó,N og V númmer, og eru iðgjöld
sem nemur tveimur þriðju hlutivn af iðgjöldum bifreiða í
fyrsta flokki. í þriðja flokki eru bifreiðar frá öllum öðrun\
stöðum á landinu, en iðgjöld eru helmingur af iðgjöldum
ábyrgðartryggðra bifreiða í fyrsta flokki. Bifreiðum er
síðan skipt í mismunandi áhættuflokka.
íbúafjöldi á Austurlandi 1. des. 1978 var 12.600, og
hafði íbúum fjölgað um 1,75% frá árinu áður. Á Austurlandi
eru 34 sveitarfélög. Fjölmennasta sveitarfélagið á s.l. ári
var Neskaupstaður, en þar bjuggu 1679 íbúar 1. des. 1 næst
fjölmennasta sveitarfélaginu, Höfn í Hornafirði, bjuggu
1340.manns. íbúar á Egilsstöðum voru 1013.íbúar á Seyðis-
firði voru 1011 og á Eskifirði 1041. Fámennasta sveitarfél-
agið er Helgustaðahreppur með 36 íbúa.
Frá 1973-1978 hefur íbúum á Egilsstöðum fjölgað um 23,4%,
en þar hefur mesta íbúafjölgunin á Austurlandi orðið á þess-
um tíma. Á Höfn í Hornafirði fjölgaði íbúum um 21,9% frá
1973-1978. íbúar á Neskaupstað voru 1680 árið 1973, einum
fleiri en þar bjuggu 1. des. sl.
Á Akureyri voru hafnar byggingar 242 íbúða s0l. ár. 49
íbúðir voru í einbýlishúsum, 75 íbúðir í raðhúsum og 118
íbúðir í fjölbýlishúsum. Á síðasta ári voru fullgerðar 265
íbúðir.
í ár hefur verið úthlutað lóðum imdir 35 einbýlishús, 6
raðhúsalóðum og tveimur svæðum undir fjölbýlishús, en byggja
á 6 hús á hvoru svæði„ Nýbyggingarsvæðið er í svolcölluðu
Síðuhverfi norðan til í bænumc
Lágmarlcsgatnagerðargjald fyrir einbýlishús á Akureyri eru
rúmar 1,2 milljónir l<r., fyrir raðhús 448 þús. kr. og lág-
marksgatnagerðargjald fyrir fjölbýlishús er 2.489 kr. pr. m2
í ár verða reist tvö raðhús fyrir aldraða, með sex íbúðum
hvort, og hefur verkið þegai> verið boðið út.
11