Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 15
ordspor
Aukin hryðjuverkastarfsemi og skálm-
öldin, sem yfir heiminn hefur dunið að
undanförnu hefur vakið hérlend yfirvöld
til meðvitundar um nauðsyn öryggisráð-
stafana til að mceta meiriháttar afbrotum
eða umsátursástandi eins og viða hefur
skapazt í nágrannalöndum okkar þegar
innlendir og erlendir hryðjuverkamenn
hafa látið að sér kveða. Lögreglan í
Reykjavík hefur nú skipað sérstakar
sveitir liðsmanna sinna til að fá þjálfun í
meðferð nýtízku vopna m.a. hríðskota-
riffla af fullkomnustu gerð og öðlast
margs kyns reynslu, sem ekki hefur verið
á dagskrá lögreglunnar hingað til.
Þingfréttariturum dagblaðanna hefur
sumum orðið tíðrætt um vissa þætti í
starfsemi veitingabúðar Alþingis. Þeir
hafa nefnilega hvíslað um það sín á milli
og í eyru samstarfsmanna á blöðunum að
áhrifin af ölinu, sem á boðstólum er í
þinginu séu allt önnur og meiri en því sem
keypt er í venjulegum sjoppum eða á
óæðri veitingastöðum. Gárungarnir
segja að það vekji alla vega grunsemdir,
að ekkert bjórfrumvarp hefur enn séð
dagsins Ijós á þessu þingi!
Samkeppni bílainnflytjenda er hörð og
fer áreiðanlega enn harðnandi þegar
benzínverð hœkkar enn til muna ofan á
þœr hœkkanir, sem orðið hafa á verði
bílanna sjálfra. Frétzt hefur, að innflutn-
ingi sumra evrópskra gerða af bilum verði
hœtt þar sem þeir standist ekki verðsam-
anburð lengur. Þannig er um fjölskyldu-
bílinn franska, Simca 1307 og 1508, sem
náð hefur miklum vinsœldum hér. Sér-
fróðir spáþví að mikilaukning verði í sölu
amerískra bíla á nœstunni, þeirra spar-
neytnari gerða, sem óðum eru að koma á
markaðinn og verða hér á mjög sam-
keppnishœfu verði.
Spilakassar og hinir svonefndu „ein-
hentu banditar“ eru gífurleg tekjulind
fyrir Rauða krossinn. Einn aðili sem
hýsir slíkt fjáröflunartæki hefur lýst því
að ekki sé óalgengt að unglingar eyði
1000 krónum í hvert skipti í tækið. Að-
staðan er veitt fyrir 15% af innkomnum
tekjum og hefur viðkomandi aðili haft á
annað hundrað þúsund í tekjur af þessu á
mánuði. Segir það sína sögu um inn-
komnar tekjur Rauða krossins af þessum
fjáröflunartækjum.
Bœndur á sumúm bœjum i Húnavatns-
sýslu hafa gerzt langeygir eftir sjálfvirku
símasambandi við umheiminn. Það er
mjög óviðkunnanlegt þegar hálf sveitin er
á línunni að hlera samtöl og hafa menn
þvi gjarnan farið margra tuga kílómetra
leið niður á Blönduós til að tala í sjálf-
virkan síma, ef erindi hafa verið persónu-
leg. Heyrzt hefur að bœndur hafi nú tekið
sig saman um að stuð/a að hröðun fram-
kvœmda þannig að þeir fái sjálfvirkan
síma. Munu þeir hafa lánað ríkisstofnun-
inni Pósti og síma um 10 milljónir til að
hún geti skapað þeim þessi sjálfsögðu
skilyrði.
15