Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 15
ordspor Aukin hryðjuverkastarfsemi og skálm- öldin, sem yfir heiminn hefur dunið að undanförnu hefur vakið hérlend yfirvöld til meðvitundar um nauðsyn öryggisráð- stafana til að mceta meiriháttar afbrotum eða umsátursástandi eins og viða hefur skapazt í nágrannalöndum okkar þegar innlendir og erlendir hryðjuverkamenn hafa látið að sér kveða. Lögreglan í Reykjavík hefur nú skipað sérstakar sveitir liðsmanna sinna til að fá þjálfun í meðferð nýtízku vopna m.a. hríðskota- riffla af fullkomnustu gerð og öðlast margs kyns reynslu, sem ekki hefur verið á dagskrá lögreglunnar hingað til. Þingfréttariturum dagblaðanna hefur sumum orðið tíðrætt um vissa þætti í starfsemi veitingabúðar Alþingis. Þeir hafa nefnilega hvíslað um það sín á milli og í eyru samstarfsmanna á blöðunum að áhrifin af ölinu, sem á boðstólum er í þinginu séu allt önnur og meiri en því sem keypt er í venjulegum sjoppum eða á óæðri veitingastöðum. Gárungarnir segja að það vekji alla vega grunsemdir, að ekkert bjórfrumvarp hefur enn séð dagsins Ijós á þessu þingi! Samkeppni bílainnflytjenda er hörð og fer áreiðanlega enn harðnandi þegar benzínverð hœkkar enn til muna ofan á þœr hœkkanir, sem orðið hafa á verði bílanna sjálfra. Frétzt hefur, að innflutn- ingi sumra evrópskra gerða af bilum verði hœtt þar sem þeir standist ekki verðsam- anburð lengur. Þannig er um fjölskyldu- bílinn franska, Simca 1307 og 1508, sem náð hefur miklum vinsœldum hér. Sér- fróðir spáþví að mikilaukning verði í sölu amerískra bíla á nœstunni, þeirra spar- neytnari gerða, sem óðum eru að koma á markaðinn og verða hér á mjög sam- keppnishœfu verði. Spilakassar og hinir svonefndu „ein- hentu banditar“ eru gífurleg tekjulind fyrir Rauða krossinn. Einn aðili sem hýsir slíkt fjáröflunartæki hefur lýst því að ekki sé óalgengt að unglingar eyði 1000 krónum í hvert skipti í tækið. Að- staðan er veitt fyrir 15% af innkomnum tekjum og hefur viðkomandi aðili haft á annað hundrað þúsund í tekjur af þessu á mánuði. Segir það sína sögu um inn- komnar tekjur Rauða krossins af þessum fjáröflunartækjum. Bœndur á sumúm bœjum i Húnavatns- sýslu hafa gerzt langeygir eftir sjálfvirku símasambandi við umheiminn. Það er mjög óviðkunnanlegt þegar hálf sveitin er á línunni að hlera samtöl og hafa menn þvi gjarnan farið margra tuga kílómetra leið niður á Blönduós til að tala í sjálf- virkan síma, ef erindi hafa verið persónu- leg. Heyrzt hefur að bœndur hafi nú tekið sig saman um að stuð/a að hröðun fram- kvœmda þannig að þeir fái sjálfvirkan síma. Munu þeir hafa lánað ríkisstofnun- inni Pósti og síma um 10 milljónir til að hún geti skapað þeim þessi sjálfsögðu skilyrði. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.