Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 28
„ Viöskipti Islands og
Sovétríkjanna hafa sífellt
oröiö fyllri
og þýöingar■
/ tilefni af því að í þessu tölublaði ,,Frjálsar
verslunar" birtist ýmislegt efni um Sovétríkin, er
það mér mikil ánægja að verða við óskum rit-
stjórnarinnar og fara nokkrum orðum um sam-
skipti islands og Sovétríkjanna.
Svo sem kunnugt er voru Sovétríkin með þeim
fyrstu sem, á þeim tima er síðari heimsstyrjöldin
stóð sem hæst, viðurkenndu sjálfstæði íslands,
og allar götur síðan hafa viðskipti rikjanna
tveggja aukist með æskilegum hætti, orðið sí-
fellt fyllri og þýðingarmeiri, enda báðir aðilar
leitast við að svo mætti verða. Þetta á við um
nær alla þætti sovésk-íslenskrar samvinnu.
Samskipti landa okkar á stjórnmálasviðinu eru
í stöðugri þróun, reglulega er skiptst á stjórn-
málalegum upplýsingum, sambönd eflast með
þjóðþingum Íslands og SSSfí, samskipti á sviði
menningar og vísinda aukast, varanleg verslun-
arsambönd þróast og laga- og samningagrund-
völlur þessara viðskipta landanna tveggja
þreikkar stöðugt.
Einnig eru samskipti á sviði félagsmála orðin
varanleg, svo sem verkalýðsfélaga, ungmenna-
félaga, íþróttafélaga og kvenfélaga.
Það góða horf, sem samskipti landa okkar eru
komin í, erað mörgu leyti þvi bætta ástandi sem
skapast hefur á alþjóðavettvangi hin síðustu ár-
in að þakka; viðleitninni til að draga úr spennu.
Ráðstefnan um samstarf og öryggismál
Evrópuríkja var þýðingarmikill atburður á leið-
inni til spennuslökunar. Svo sem kunnugt er
leggja Sovétríkin, ásamt öðrum sósíalistaríkjum,
sittþunga lóð á vogarskál friðarþróunarinnar.
meirijj
segir Georgi N.
Farafonov,
ambassador
So vétríkjanna
á íslandi
Aðalritari miðnefndar Kommúnistaflokks
SSSR og forseti forsætisnefndar Æðsta ráðsins
L.l. Bréshnéf, sagði eittsinn er hann var að skil-
greina ástandið í alþjóðamálum: ,,Pólitískt and-
rúmsloft Evrópu hefur tekið greinilegum breyt-
ingum á undanförnum árum og að miklu leyti
fyrir áhrif utanríkisstefnu Sovétríkjanna og ann-
arra sósíalískra ríkja. Ráðstefna Evrópuríkja í
Helsinki og sáttmálinn sem öll þátttökuríkin
undirrituðu, varð mikilvægur leiðarsteinn. Þar
vargerð réttgrein fyrirþeim leiðum sem liggja til
spennuslökunar.
Breytingarnar í Evrópu má sjá á mörgu.
Stjórnmálasamskipti landa Austur- og Vestur-
Evrópu hafa fengið nýjan svip. Samráð og sam-
band milli ríkisstjórna er orðið sjálfsagt mál, svo
og gagnkvæmar heimsóknir leiðtoga í velvildar-
skyni. Landakort friðsamlegrar samvinnu hefur
stækkað."
28