Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 33
Nýir Ladabílar bíða afhendingar tll Innlendra kaupenda eða útflutnings. Verksmlðjurnar geta framleltt um 700 þús. bíla
árlega.
ar framleiöslu hinna nýtískulegu
gerða Lada-1300 (VAZ-21011) og
Lada-1600 (VAZ-2106). Þær eru
verulega endurbættar frá fyrri
gerðum. í Lada-1600 er 85 hest-
afla vél, lögun hússins er fallegri
og frágangurað innan glæsilegur,
stýrisbúnaði er haganlega fyrir
komið og bifreiðin er mjög þægi-
leg í akstri og hagkvæm í rekstri.
Fyrir einu og hálfu ári kom fyrsta
Nivabifreiöin (VAZ-2121), Lada
Sport, af færibandinu. Þetta er
fyrsta sovéska torfærubifreiðin,
sem sameinar nútíma þægindi og
hæfileika torfærubifreiða. Hún er
þriggja dyra, húsiö allt úr málmi og
afturdyr rúmgóðar. Vélin er 85
hestafla og nær bifreiðin 130 km
hraða á klukkustund.
Góðir eiginleikar
Lödunnar
Torfærueiginleikar bifreiðarinn-
ar byggjast á styrktum og sjálf-
stæðum fjöðrunarbúnaði að fram-
an og drifi á öllum hjólum. Auðvelt
er að aka Nova í snjó, þótt hann
hafi fokið í skafla, í sandi og jafnvel
í 50 sm djúpu vatni, og bíllinn getur
borið 400 kg af farangri. Sætin eru
þægileg, upphitun góð, gott út-
sýni, og fjölbreyttur búnaður
stjórn- og mælitækja gera ferða-
lög í slíkum bíl þægileg hvernig
sem vegurinn er.
Á alþjóðlegri bifreiðasýningu,
sem nýlega var haldin í Brussel
sagði Jacques Poch, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, að
raunverulega engin bifreið, sem
búin væri slíkum þægindum, stæði
þessari nýju sovésku bifreið fram-
ar að hæfileikum i torfæruakstri.
Framleiðendur Togliattibifreiö-
anna vinna nú að endurbótum á
hönnun og smíði Ladabifreiðanna.
Allar gerðir verða búnar nýjum
blöndung, Ozon-2, sem mun
tryggja betri nýtingu eldsneytis,
minnkaðan útblástur eitraðra gas-
tegunda og mun draga verulega úr
hávaða og titringi inni í bílnum.
Notað veróur sjálfvirkt lofthitunar-
kerfi. Verið er að gera tilraunir með
nýtt, sjálfvirkt vatnskerfi. Volzjskí
bifreiðaverksmiðjurnar munu brátt
senda frá sér tvær nýjar gerðir bif-
reiða, byggðar á eldri gerðum,
Lada-2105 og Lada-2107. Nú er
verið að framleiða tilraunabíla af
gerðinni Lada-2105 og fjölda-
framleiðsla hennar mun hefjast á
næsta ári.
33