Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 49
1500 er hægt að fá sem skutbíl
(station). Lada er nú með sölu-
hæstu fólksbílum hérlendis.
LADA Sport — arftaki
Willis-jeppans
Nýr fjórhjóladrifsbíll, Lada
Sport, er sá rússnesku bílanna
sem mestum vinsældum hefur náð
á mjög skömmum tíma. Hann er
kjörin lausn á vanda þeirra sem
þurfa eða vilja ferðast á hvaða
árstíma sem er, án þess að verða
að gera út rándýran og eyðslu-
frekan torfærubíl. Lada Sport
samræmir lipran borgarbíl og
þægilegan ferðabíl með drifi á öll-
um hjólum. Hann er búinn fjór-
hjóladrifi sem er þannig úr garði
gert að drifið er ávallt á öllum hjól-
unum en mismunadrif er á milli
fram- og afturdrifs. (Quatratrack)
Hönnun Lada Sport er mjög ný-
tískuleg. Auk þess sem hægt er að
læsa mismunadrifum á milli fram-
og afturöxla er bíllinn með gorma-
fjöðrun á öllum hjólum, sjálfber-
andi hús og að sjálfsögðu hátt og
lágt drif.
Stór skuthurð auðveldar hleðslu
farangurs auk þess sem hægt er
að leggja aftursætið fram þannig
að rými myndist sem nota má til
vöruflutninga.
Bíllinn er bæði léttur og sterk-
byggður og vegna þess hve hann
eyðir litlu, miðað við aðra fjór-
hjóladrifsbíla, hefur hann aflað sér
mikilla vinsælda meðal bænda og
borgarbúa sem vilja hafa þessa
möguleika, að geta farið þá vegi
sem fólksbílar ráða ekki við. Þegar
verðið er tekið með í reikninginn er
enginn vafi á því að Lada Sport er
tæknilega séð með því fullkomn-
ara sem hægt er að fá á þessu
sviöi. Hámarkshraði Lada Sport er
130 km/klst. Eyðsla í utanbæjar-
akstri er gefin upp 9,9 I. Vélin er
1600 rúmcm, 76 DIN hestöfl við
5400 snúninga. Þjöppuhlutfallið er
8,5:1 og kambásinn er ofanáliggj-
andi. I’ mælaborði er að finna alla
þá mæla sem eru í dýrari gerð-
um sportbíla svo sem, snúnings-
hraðamæli, olíuþrýstingsmæli,
hitamæli auk viðvörunarljósa.
Gírkassinn er 4 gíra og alsam-
hæfður. Diskahemlar eru á fram-
hjólunum og er hemlakerfið tví-
skipt með hleðslujafnara.
LADA
1200
station
49