Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 54
greiða á grundvelli framtals. Ef
framteljanda berast ekki fyrir-
spurnir frá skattstofu, getur fram-
tali þeirra hæglega verið breytt án
þeirra vitundar. Ýmsir kunna því
að greiða hærri skatta en þeim
ber. Einfaldara tekjuskattframtal
er því sérstakt réttlætismál þeirra,
sem minnst setja sig inn í skatta-
mál.
Einfaldari tekjuskattur er þó ekki
einungis réttlætis- og sparnaðar-
ráðstöfun, heldureinnig nauðsyn-
leg forsenda þess, að taka upp
samtímagreiðslu tekjuskattsins.
Þrátt fyrir þá einföldun sem varð
með núgildandi skattalögum (nr.
40/1978), er tekjuskattur enn of
flókinn og eignarskatturinn stend-
ur nær þversum í slíku stað-
greiðslukerfi Loks má nefna, að
einföldun frádráttarliða býður
heim enn frekari einföldun tekju-
skattsins, sem væri sameining
tekjuskattsins við ýmsar tekjutil-
færslur í gegnum ríkissjóó, svo
sem tryggingarkerfið og niður-
greiðslurnar. Þannig mætti ná
fram verulegri einföldun, sparnaði
og réttlæti.
Tekjuskatturinn er og
verður
Tekjuskatturinn er frambúðar-
skattur, sem hverfur ekki, þótt
ýmsir setji fram óraunhæfar hug-
myndir í þá veru, enda er tekju-
skatturinn mun stærri þáttur í tekj-
um ríkissjóðs en afnámsmenn
halda fram. Þeir gleyma persónu-
afslættinum og barnabótunum.
Tekjuskatturinn er heldur ekki
launþegaskattur, þvf að fyrirtæki
greiða mun meiri tekjuskatt en
launþegar miðað við hlutdeild í
þjóðartekjum. Við skulum því gera
ráð fyrir því, að tekjuskatturinn sé
og verði megintekjustofn hjá ríkis-
sjóði. Það er því nauðsynlegt að
útfæra hann þannig, að við getum
lifað við hann.
framleiðir
hráál og álmelmi
í hleifum og
völsunarbörrum
íslenzka álfélaglð hff.
Pósthólf 244, Straumsvík
Sími 52365 Telex 2053 ISAL IS
54