Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 60

Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 60
Keramikhúsið er iistiðnaðarfyrirtæki í Hafn- arfirði. Það er til húsa að Reykjavíkurvegi 68. Þetta fyrirtæki varð upphaflega til íKeflavík árið 1971. Það er stofnað og rekið af hjónunum Lísu Vium og Birni Jónssyni. Starfsemin felst í framleiðslu listmuna og nytjahluta úr keramiskum leir og eru hlutirnir steyptir í sérstökum mótum, síðan handmálaðir og skreyttir, glerjaðir og innbrenndir í til þess gerðum ofnum. Fram að stofnun fyrirtækisins höfðu þessar vörur eingöngu verið fluttarinn til landsins. Hugmyndin fengin af Keflavíkurflugvelli Björn Jónsson sagði blaða- manni F.v. að hugmyndin að stofnun þessa fyrirtækis hefðu þau hjónin fengið eftir að hafa kynnzt slíkri starfsemi hjá varnar- liðinu á Keflavíkurvelli. Keramiskur tómstundaiðnaður er ein algeng- asta tegund tómstundastarfs í Bandaríkjunum og er bandaríska hernum skylt að sjá sínum her- mönnum og fjölskyldum þeirra fyrir slíkri tómstundaaðstöðu þar sem hann hefur stöðvar. Lísa Vium hafði um árabil feng- izt við listiðnað af ýmsu tagi og hefur fyrirtækiö, framar öðru, byggzt á kunnáttu hennar á þessu sviði. Auk framleiðslunnar er ann- ar stærsti þátturinn í rekstri Kera- mikhússins námskeiðahald þar sem fólki er kynnt hvernig fara skal með efni og aðferðir við gerð muna. stöðumenn þeirra hafa lært tækn- ina hjá Lísu og eru nú starfandi á Patreksfirði, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Eins og áður sagði byggist framleiðslan á innfluttum mótum. Keramikhúsið er um- boðsaðili Duncan Ceramics Inc. í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki Þegar eru starfrækt námskeið mjmr __________ ________ mm J_ m m mc landi sem eiga rót sína að JQ| tP Stj t wT UM rekja til Keramikhússins, en for- ■ m m %Æm ■ ■ ■ ■ ■ mÆ Lísa Víum að Ijúka vlð gerð keramlkstyttu. 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.