Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 63

Frjáls verslun - 01.04.1979, Síða 63
„Hafnfirskir unglingar eru til fyrirmyndar,, Vínveltlngar í Flrðinum draga úr lerðum lólks á skemmtistaðl í Reykjavík og án eta elnnig hættunni á ölvunarakstri. — segja hjónin Birgir og Eygló en þau reka skemmtistað og mat- sölustað í Hafnarfirði og bjóða m.a. upp á vínlaus böli fyrir ung- linga Undanfarin 4 ár hafa hjónin Birgir Pálsson og Eygló Sigur- liðadóttir rekið veitingahúsið Snekkjuna og matsölustaðinn Skútuna í Hafnarfirði, en þessi staður nefndist áður Skiphóll. Birgir Pálsson, sem F.V. ræddi við á dögunum, sagði að þau hefðu nýlega lokið við endurbyggingu veitingahússins, en öllum innrétt- ingum hefur verið gjörbreytt þannig að Snekkjan er nú með vistlegustu vínveitingahúsum hérlendis. Starfsemi hússins er margþætt og er hún orðin umfangsmikill lið- ur í bæjarlífi Hafnfirðinga. Mark- miðið meö breytingunum á húsinu sagði Birgir að hefði verið að auka nýtingu þess í rekstri og hefði það þegar sýnt sig í mun betri afkomu. Allflestir klúbbar sem starfa í Hafnarfirði nota húsið að staö- aldri. Reglulegir dansleikir eru haldnir þar sem boðið er uppá all- ar veitingar og mat. Auk þess er ,,diskoteque“ á hverju fimmtu- dags- og föstudagskvöldi fyrir yngra fólk auk þess sem haldin eru vínlaus böll fyrir táninga. Birgir sagði að þau hefðu mjög góða reynslu af unglingunum í Hafnarfirði. Þótt oft væri um þaö rætt að unglingar væru vandamál í rekstri dansstaða vaeri því ekki fyrir aö fara í Hafnarfirði. Unga fólkið væri til fyrirmyndar í alla staði og sagði Birgir að það væri mjög ánægjulegt aö starfa með þeim. Vínveitingagrýla Veitingahúsið Snekkjan, sem áður hét Skiphóll hefur haft vín- veitingaleyfi í 10 ár. Birgir Pálsson sagði að vínveitingarekstur krefð- ist mikils aðhalds og að settum reglum hússins yrði að framfylgja mjög ákveðið. Væri það gert sköpuöust ekki þau vandamál, sem stundum vilja fylgja slíkum rekstri og vínveitingum væri kennt um að ósekju. Staðreyndin væri sú, að það væri algjörlega undir vínveitingaaðilanum sjálfum kom- ið hvaða orð slíkur staður fengi á sig. Fólk vill skemmta sér í fallegu umhverfi, þaö krefst vandaðra veitinga í mat og drykk og góðrar þjónustu. Þegar slíkt væri fyrir hendi og alúð lögð í að gera fólki til geðs, þá kynni það vel að meta það og framkoma og umgengni yrði að sama skapi betri. — Fáir trúa því, sagði Birgir, — að vínneyzla Hafnfirðinga minnk- aði við það að slík veitingastarf- semi yrði lögö niður, fólk myndi þá einungis sækja slíkar skemmtanir til Reykjavíkur en það hefði í för með sér aukin óþægindi fyrir það, meiri kostnað og, án efa, meiri hættu á ölvunarakstri í því leigu- bílahallæri sem ríkir á þeim tímum sem dansleikjum lýkur í Reykjavík. Hinsvegar væri rétt að benda á þá staðreynd að auki, að vínveit- ingar tryggðu rekstrargrundvöll veitingahússins og gerðu því um leið kleift að halda uppi mun betri þjónustu við bæjarbúa. Stórbætt aðstaða Snekkjan rúmar 150—190 manns í mat. Salarkynni eru mjög skemmtilega innréttuð. Dansgólf er afmarkað frá borð- um sem eru hólfuð niður þannig að hvert borð er sem mest útaf fyrir sig. Barirnir eru tveir, einn á neðri hæð og annar uppi beint á móti veitingasal. Snekkjan sér einnig um veizlu- mat fyrir ýmsa aðila og sér um að koma honum á staðinn. Starfsfólk Snekkjunnar er um 30 manns, þar af starfa 25 fastráðnir. Þau Birgir og Eygló hafa rekið staðinn í 4 ár nú í júní nk. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.