Frjáls verslun - 01.04.1979, Qupperneq 77
Það ber ekki á öðru en að vandamál iðnaðarins séu umræðuefni þeirra Páls
Heiðars og Davíðs Scheving Thorsteinssonar.
út að skipinu var komið að klífa
einn með upptökutækin upp
kaðalstiga til þess aö komast um
borð, og það munaði litlu að illa
færi í það skipti. Páll hefur einnig
tekið viðtal við skemmtilegar að-
stæður. Var það tekið við ákveðinn
hárgreiðslumeistara og var spjall-
að um nýjustu hártískuna, og sátu
báðir undir hárþurrkum meðan
viðtaliö fór fram.
Ánægðir með góðar
undirtektir hlustenda.
— Þáttunum hefur verið tekið
óhemjuvel, sagði Sigmar, og þetta
hefur allt gengið mun betur en við
þorðum að vona. Það virðast fleiri
vera komnir á fætur um þetta leyti,
en við bjuggumst við. Við reiknum
ekki með, að allir geti hlustað á allt
prógrammið, en fólk ætti a.m.k. að
geta hlustað á þrjú atriði, og þau
gætu verið um brúðuleikhús í
Japan, um vandamál loðnuveiði-
flotans og nýjustu hártískuna, þrjú
ólík atriði, en við reynum aö hafa
efni þáttanna eins fjölbreytilegt og
mögulegt er.
— Við erum ánægðastir með,
að ýmis mál, sem Morgunpóstur-
inn hefur hreyft við, hafa gefið til-
efni til frekari frásagna annarra
fjölmiðla, sagði Sigmar.
Töluvert hefur verið hringt til
þeirra varðandi efni þáttanna og
jafnvel komiö með uppástungur
um efni. Mikið hefur einnig verið
spurt um uppskrift vikunnar sem
gefist hefur vel, því mun fleiri nota
þessar uppskriftir en búist var við.
Vinnudagur þeirra Páls Heióars
og Sigmars er langur, ekki undir
11 klukkustundum á dag, en
lengsti vinnudagur þeirra hefur
verið 19 klukkustundir og var það í
annarri Akureyrarferðinni af
tveimur sem þeir hafa farið í efnis-
öflun fyrir þáttinn.
I Morgunpóstinum hefur verið
útvarpað samtímis frá Akureyri og
Reykjavík, en þaö er nýmæli og
hafa viðmælendur þeirra Morgun-
póstsmanna ýmist veriö staddir á
Akureyri eða í Reykjavík. Er fyrir-
hugað að fara í þriðju norðurferð-
ina á næstunni.
Páll Heiðar og Sigmar sögðust
vilja geta þess, að þeir ynnu ekki
einir að þessum þáttum, þar nýtu
þeir mjög góðrar aðstoðar tækni-
manna sinna, sem að þeirra sögn
hafa verið mjög áhugasamir að
vinna að þessu prógrammi.
Tekin voru viðtöl víða á Norður-
landi í Morgunpóstinn, en þau sem
voru flutt beint voru tekin upp í
stúdíói á Akureyri. Ríkisvaldið
greiðir ekki leigu af þessu stúdíói
á Akureyri, heldur borga ýmsir
einstaklingar innan útvarpsins
leiguna sjálfir, og sýndu þeir Páll
Heiðar og Sigmar F.V. það svart á
hvítu með því að leggja fram kvitt-
un fyrir greiðslu upp í stúdíóleigu á
Akureyri, kr. 5000.
„Klúbbar eru
karlagaman''
í Morgunpóstinum hefur verið
rætt við fjölmarga aðila, þ.á.m.
forseta íslands, forsætisráðherra,
ýmsa alþingismenn, fjölmarga út-
lendinga t.d. búlgara, þjóðverja,
englendinga, íra, bandaríkjamenn,
dani, svía, v-íslendinga, auk fjöl-
margra annarra. Páll brá sér eitt
skipti til Englands og kom með sér
til baka ýmislegt efni m.a. um
breska klúbba. Þegar lokið hafði
verið að fjalla um klúbbana vant-
aði viöeigandi málshátt, en þátt-
unum lýkur alltaf með málshætti.
Var þá enginn málsháttur í máls-
háttarbókinni um klúbba, en þeir
félagar létu það ekki á sig fá, en
bjuggu snarlega til málsháttinn
„klúbbar eru karlagaman", og átti
hann þarna allvel við. Annan
málshátt bjuggu þeir til eftir að Páll
hafði heimsótt tappaverksmiðju,
en hann hljóðaði þannig: ,,Betri er
tappi á flösku en tveir í hendi."
Páll Heiðar Jónsson og Sigmar
B. Hauksson, sögðu í lokin, aö
þessi tími, sem þeir hefðu verið
með Morgunpóstinn hefði verið
erfiður að mörgu leyti. Þeir mættu
ekki verða veikir, án þess að það
kæmi mjög niður á þeirra vinnu, og
kæmust ekkert í burt, þar sem þeir
þyrftu að vera í útvarpinu virka
daga vikunnar. í sumar taka
þeir sér gott frí, og ætlar Sigmar til
Irlands, en hann er mjög mikill ír-
landsaðdáandi, en Páll hafði hins
vegar ekki ráðið við sig hvert hann
færi í fríinu. Er fyrirhugaó að
Morgunpósturinn verði aftur á
dagskrá útvarpsins næsta vetur.
Lokaspurningin var hvaða
áhugamál þeir hefðu fyrir utan
Morgunpóstinn, og þeirra vinnu
viö hann: — Páll: — Skíði, skák og
vönduð tónlist og Sigmar: — Mat-
argerðarlist, jass, útilíf og írland.
77