Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 81

Frjáls verslun - 01.04.1979, Side 81
stjóri og Davíð á Arnbjarnarlæk. Hvorugur var kjósandi Bjarna. Nú kom Bjarni heim til Magnúsar og þar var Davíð fyrir. Þeir fengu sér viskíglas. Þá segir sagan, að Magnús hafi sagt: ,,Jæja, Davíð. Nú er Bjarni orðinn ráðherra. Nú verðum við bara að kjósa hann næst." Þá sagöi Davíð: ,,Er svona sterkt í þínu glasi, Magnús?" — Adolf Björnsson, bankamað- ur bauö sig fram í Dalasýslu á sín- um tíma og fór heim á bæi með bílstjóra sínum, sem hét Jón. Þeir spurðu bónda nokkurn um ástand og horfur og leituðu eftir helztu áhugamálum hans. Bóndinn nefndi það, að í byggðarlagið vantaði flugvöll. Þá á Adolf að hafa sagt: „Skrifaðu eitt stykki flugvöll, Nonni." — Það var við umræður um að- gerðir í efnahagsmálum á tímum vinstri stjórnarinnar fyrstu að Jó- hann Hafstein var í ræðustól á Al- þingi og talaði um verðhækkanir, sem þá voru nýlega um garö gengnar og nefndi sem dæmi, að svo sjálfsagðir hlutir sem nælon- sokkar hefóu hækkaó um hvorki meira né minna en 50% á skömm- um tíma. Þá varð Skúla Guð- mundssyni að orði: ,,Ja. Mér þætti fróðlegt að sjá hvað þeir ná langt upp núna.“, og sneri sér í leiðinni að Ragnhildi Helgadóttur. Étið einu sinni á dag — Ég var kominn anzi vel í hold, þannig að mér þótti orðið nóg um. Til þess að reyna að laga þetta nokkuð tók ég upp þann sið að boröa bara hádegismat og annað ekki. Svo segir sagan, að eitt sinn hafi Björn á Löngumýri verið spurður að því, hvernig það væri með þingbræður hans í Framsókn, — hvort þeir væru ekki ríkir. ,,Nei, það er enginn ríkur nema ég og Hermann," svaraði Björn. Þá fóru menn að nefna einstök nöfn, meðal annars mig, því að þeir þekktu dálítið til mín sakir þess að konan mín er Húnvetningur. Þá svaraði Björn: ,,Ég held að hann sé nú ekki ríöur. Étur einu sinni á dag." Albert og Halldór E. í kafllstolu Alþlngls, þar sem sögur al ýmsu tagl fljúga yflr borðln. — Þegar kaupin á Víðishúsinu fræga voru til umræðu í fyrrver- andi ríkisstjórn gerðist það, að Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, mætti aldrei þessu vant í peysu. Einar Ágústsson var aldrei þessu vant of seinn á fund- inn. Þegar hann kom inn í fundar- herbergi ríkisstjórnarinnar varð honum litið á Vilhjálm um leið og hann sagöi: ,,Hvað er að sjá þig, maður? Þú ert í peysu. Er þér svona kalt? Þú ert kannski fluttur í Víðishúsið?" — Vilhjálmur segir þá sögu af sér á ráðherrastólnum, að hann hafi eitt sinn farið austur í Vík til að vígja skólahús. Þegar hann kom austur ók hann rakleiðis heim til skólastjórans, sem spurði hvort ekki mætti bjóða honum að skoða skólahúsið. „Jú," sagði Vilhjálmur, „en svo þarf ég að hafa fataskipti hjá þér og þess háttar fyrir vígsluathöfn- ina." „Það er sjálfsagt," svaraði skólastjórinn, „en það er nú óþarfi að gera það strax. Það er hálfur mánuður þangað til vígja á skól- ann.' Vilhjálmur spurði nú bíl- stjóra sinn, hvort það heföi nokk- urn tíma hent fyrirrennara hans, Gylfa eða Magnús Torfa, að fara í svona heimsóknir miklu fyrr en til stóð. Þá svaraði bílstjórinn af mik- illi hógværð: „Ekki svona langa leið." Hannibal á rúmstokknum — Matthías Bjarnason var á framboðsfundi í Bolungarvík 1974 og er sú saga sögð, að Kjartan Ólafsson hafi þá deilt mjög á Kar- vel fyrir það að hann og Hannibal hefðu setið á rúmstokknum hjá Gylfa allt kjörtímabilið til að reyna að komast þar upp í en ekki tekizt. Þessu mótmælti Karvel hraustlega eins og hans var von og vísa og heyrðist þá hátt í honum. Þegar röðin kom að Matthíasi flutti hann sína ræðu en rétt undir lokin sagði hann: „Það var þetta með deilur þeirra Karvels og hans Kjartans hér fyrr á fundinum um að Hannibal heföi ekki tekizt að komast upp í rúmið. Það er alveg satt, sem hann Karvel segir. Þetta reyndi Hannibal ekki. Því trúir enginn maður hér í Bol- ungarvík og á öllum Vestfjörðum. Hér vita allir, að Hannibal hefur aldrei setzt á rúmstokk og ætlað sér upp í rúmiö án þess að komast undir sængina." 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.