Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 15
Verg þjóöarframleiðsla
Breyting frá fyrra ári í prósentum
Sæti Land 1984 Stig
1. Bandaríkin 6,6 16
2. Japan 5,2 15
3. Kanada 4,2 14
4. Finnland 4,0 13
5. Noregur 3,6 12
6. Danmörk 3,4 11
7. Svíþjóö 3,0 10
8. Austurríki 2,6 9
9-10. ísland 2,5 8
9—10. Sviss 2,5 8
11. Vestur-Þýskaland 2,4 6
12. Ítalía 2,3 5
13. Bretand 2,0 4
14. Holland 1,8 3
15. Belgía 1,6 2
16. Frakkland 1,3 1
Öllum á óvart jókst loks þjóöarframleiösla
okkar eftir tveggja ára samdrátt. Viö komumst
úr neösta sæti í 9. sæti, sem viö deilum meö
Sviss. Bandaríkin tróna á toppnum annað áriö í
röð meö 6,6% aukningu. Takið eftir góöum
árangri hinna Norðurlandanna.
Viðskiptajöfnuður
Prósent af útf lutningi vöru og þjón-
ustu Sæti Land 1984 Stii
1. Japan 17,0 16
2. Noregur 15,0 15
3. Sviss 9,5 14
4. Holland 5,9 13
5. Svíþjóð 4,0 12
6. Vestur-Þýskaland 2,5 11
7. Kanada 1,2 10
8. Belgía -0,8 9
9. ítalfa -0,9 8
10. Bretland -1,5 7
11. Frakkland -1,6 6
12. Austurríki -1,8 5
13. Finnland -2,0 4
14. ísland -6,8 3
15. Danmörk -7,0 2
16. Bandaríkin -30,01
Hallinn á erlendum viðskiptum okkar er
óhugnanlegur og litlar horfur eru á bata á
þessu ári. Hallinn hefur aukist mikiö frá 1982
en þá lentum við 111. sæti. Viðskiptahallinn er
tvímælalaust mesta vandamál okkar efna-
hagslífs um þessar mundir. Styrkur dollarans
hefur dregið úr útflutningi Bandaríkjanna en
aukiö verulega innflutning þangaö.
Japan enn á toppnum
Eins og við var að búast lentu
Japanir í fyrsta sæti, þriöja áriö í
röö. Engum tókst eins vel að
notfæra sér slagkraftinn í
bandarísku efnahagslífi og
Japönum og þaö færöi þeim
heilbrigðan hagvöxt og viö-
skiptajöfnuð. Auk minnstu verö-
bólgunnar og lítils atvinnuleysis
og bærilegrar útkomu í öðrum
greinum færöi þetta Japönum
77 stig miðað viö 70 áriö áöur.
Urðu þeir 7 stigum fyrir ofan
Norömenn, sem nokkuð óvænt
náðu öðru sæti.
Olía kynti undir Norð-
mönnum
Þaö var fyrst og fremst olían,
sem kynti undir norsku efna-
hagslífi í fyrra. Olíuframleiðslan
jókst um 10% og gaf þjóöar-
framleiöslu og viðskiptajöfnuöi
góða firingu. Fjármunamyndun
Japanir
nýttu sér
slagkraftinn
íbandarísku
efnahagslífi
jókst mikiö og lítiö atvinnuleysi
stuölaöi aö hárri stigatölu Norð-
manna.
Blikur í Bretlandi
Blikur eru á lofti í breskum
efnahagsmálum. Verkföll og
önnur vandamál ollu hrapi niður
töfluna. Lítill hagvöxtur, mikiö
atvinnuleysi og versnandi viö-
skiptajöfnuður ollu því að
bronsverðlaunahafar ársins
1983 lenda nú í 11. sæti. Er von
aö maður spyrji sig hvort aö-
haldsstefna Thatchers sé aö
enda í öngstræti? Þessi sama
hafði áður sannaö sig og rifið
Bretland úr botnsæti, 2. sæti
1982 og 3. sæti 1983.
Verkföll í Þýskalandi
Eins og breskt efnahagslif
hefur það vestur þýska oröiö ilia
fyrir baröinu á stórverkföllum,
svo sem málmiðnaöarverkfalliu
sl. vor. Meö framleiðslutapi,
15