Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 108
IBM SYSTEM/36
varcmleg lausn
Þegar stjórnendur fyrirtækja íhuga tölvukaup er þeim efst í huga að finna
lausn sem úreldist ekki eða verður ófuUnægjandi eftir skamman tíma.
Slík lausn byggist á eftirtöldum grundvallaratriðum:
• að í upphafi sé hægt að velja búnað sem hæfir umsvifum fyrir-
tækisins
• að kostnaður og greiðslukjör séu í samræmi við fjárhagslegt bolmagn
LÁGT VERÐ, MIKIL AFKÖST
47.000 - krónur á mánuði hlýtur að teljast lág greiðsla fyrir öfl-
uga tölvusamstæðu. Það er reyndar erfitt að nefna verð á tölv-
umþví aðsamsetningarkostirnir eru nær óteljandi og hugbúnr
aðarþarfir mjög misjafnar. Að auki bjóðum við mismunandi
greiðsluskilmála.
Til þess að gefa nokkra vísbendingu um hið hagstæða verð á
tölvubúnaði frá IBM verða hér tekin dæmi um tvær samstæður
sem mest hafa selst að undanförnu. Hvor þeirra um sig getur
hentað sem byrjunarsamstæða í fyrirtækjum í hvers konar at-
vinnurekstri:
I. öflug IBM System/36 með 30 MB seguldiski, línuprent-
ara, tveimur skjám, stjórnhugbúnaði og hjálparforrit-
um
mánaðargreiðsla kr. 47.000-
staðgreiðsluverð kr. 1.270.000,-
II. Enn öflugri IBM System/36 með 60 MB seguldiski, línu-
prentara, fjórum skjám, stjórnhugbúnaði, hjálparforrit-
um og þremur notendakerfum
mánaðargreiðsla kr. 64.000.-
staðgreiðsluverð kr. 1.750.000-
i mánaðargreiðslum er innifalin full viðhaldsábyrgð á vélbún-
aði, þ.e. allir varahlutir og vinna sem þarf til þess að halda tölvu-
búnaðinum í fullkomnu lagi. Þar er jafnframt gert ráð fyrir 36
mánaða kaupleigukjörum á vélbúnaði og kaupum á hugbún-
aði. Allar upphæðir eru miðaðar við gengi þann 25.3. '85 ogal-
menn vaxtakjör þann dag.
Eins og áður var sagt eru möguleikarnir nánast óþrjótandi;
margvíslegur vélbúnaður, hugbúnaður af ýmsu tagi og margs
konar greiðslukjör. Sölumenn okkar geta áreiðanlega fundið
einhverja þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki.
Stækkunarkostir.
Þú getur byrjað með litlu IBM System/36, tengt við hana skjái
og prentara og dreift um fyrirtækið. Svo stækkar þú hana
smám saman eftir því sem þörfin eykst. Þegar litla IBM
System/36 er orðin of lítil tekur stóra IBM System/36 við. Þar
færðu enn öflugri tölvu, meira geymslurými, stærra minni,
meiri úrvinnsluhraða og enn fleiri stækkunarkosti. Þegar þú
skiptir um vél notarðu sömu forrit, sömu skjái og sömu prent-
ara. Það eina sem breytist er sjálf tölvan.
Tengikostir.
IBM System/36 er lykill að mörgum tölvukerfum. Þú getur
tengt saman margar IBM System/36 tölvur, litlar og stórar, not-
að IBM System/36 tölvuna sem stjórnstöð fyrir IBM PC, eina
eða fleiri og hún getur einnig tengst stóru IBM tölvunum hér
• að hægt sé að stækka, breyta og bæta við eftir því sem þörf krefur og nýir
kostir bjóðast
• að rekstraröryggi vélbúnaðar og forrita sé tryggt
IBMS ystem/36 stenst þessar kröfur og er því augljóslega varanleg lausn
á tölvumálum flestra fyrirtækja.
heima eða erlendis. IBM System/36 er eiginlega „fjöltengi" í
tölvuheiminum og gefur notanda sínum næstum endalausa
möguleika á samskiptum við aðrar tölvur, stórar sem smáar.
Rekstraröryggi.
Rekstraröryggi er forsenda þess að tölvuvæðing beri þann ár-
angur sem til er ætlast. Þetta öryggi byggist á tvennu; gæðum
þess búnaðar sem keyptur er og hæfni seljandans til þess að
halda við og þjóna vélum og forritum og lagfæra jafnharðan
það sem aflaga fer. — Hjá IBM getur þú treyst gæðunum og
þjónusta okkar er löngu viðurkennd.
Skaftahlió 24,105 Reykjavik.
Simi 91-27700.
ARGUSíO