Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 99
HAGKRÓNIKA
Raunvextir eru ekki
hærri hér en erlendis
íslenskt atvinnulíf hefur á und-
anförnum árum tengst æ meir
viö alþjóölegan lána- og gjald-
eyrismarkaö.
Þetta hefur valdiö því, að þær
hræringar, sem oröiö hafa er-
lendis á þessu sviði, hafa jafnan
mikil áhrif á atvinnustarfsemi og
þjóðarbúskapinn hér á landi.
Raunvextir erlendis hafa veriö
meö alhæsta móti allt siöan um
mitt ár 1980. Áöur var gjarnan
miðað viö, aö raunvextir væru á
bilinu 3—5%. Nú seinustu árin
hafa raunvextir veriö mun hærri,
eðaábilinu 5—8%.
Bandaríkjadalurinn hefur
hækkaö i veröi gagnvart Evrópu-
myntum nærfellt allt siöan á árinu
1980. Milli 55% og 60% af er-
lendum lánum Islendinga eru i
dollurum.og þvi hefur hlutfallsleg
hækkun dollarans valdiö mun
hærri fjármagnskostnaöi á lang-
timalán, en ella. Þetta hefur kom-
iö illa niöur á þjóðarbúinu í heild,
en sérstaklega hefur hin mikla
hækkun dollarans valdið erfiö-
leikum i þeim greinum, sem
skulda mikið í dollurum, þ.e. í
sjávarútvegi, orkuvinnslu og
framleiðsluiönaöi.
Þvi hefur veriö haldið fram af
málsmetandi mönnum, aö raun-
vextir hér á landi séu einhverjir
þeir hæstu í heimi. Þetta á aöal-
lega aö hafa veriö frá þvi um miöj-
an ágúst 1984, þegar vextir voru
að nokkru gefnir frjálsir.
Nú nýveriö birtist i Hagtölum
mánaöarins, yfirlit um raunvexti á
Islandi.
Skammtimavextir eru timasett-
ir, sem næst áramótum m.v.
Mikið
ójafnvægi
hefur ríkt
á lánamarkaði
hér
á landi
veröbólgu 4 undanfarandi mán-
uöi. Raunvextir á langtimalánum
eru reiknaöir út frá meöalvöxtum
1984 og meðalhækkun fram-
færslukostnaöar.
Af þessum samanþuröi má
glögglega ráöa, aö þvi fer fjarri aö
raunvextir séu hærri hér á landi
en annarsstaðar. Miklu nær er aö
halda þvi fram, aö vextir á óverö-
tryggöum lánum hafi veriö lágir i
verðbólguöldinni, sem skall yfir í
desember, en er nú aö fjara út.
Nokkuö hefur veriö talaö um,
aö islensk fyrirtæki geti ekki
greitt svo háa vexti, sem veriö
hafa undanfarna mánuði. Hagn-
aöur fyrirtækja sé ekki næjanleg-
ur til aö standa undir þeim mikla
fjármagnskostnaöi, sem af lang-
tímalánum leiöir. Svo má vera i
sumum tilvikum, en þá er þaö
ekki vegna hárra vaxta, heldur
vegna þess, aö viökomandi fyrir-
tæki eru ekki nægjanlega arösöm
þessa stundina.
Langtimalán eru tekin til fjár-
mögnunar á fjárfestingum, en til
fjármögnunar langtimalána þarf
sparnað. Á Islandi hefur þaö verið
svo áratugum saman, að fjárfest-
ingar hafa verið geysimiklar —
hlutfallslega einhverjar þær
mestu i heiminum — á hinn bóg-
inn hefur sparifjármyndun langt i
frá staðið undir þessum miklu
fjárfestingum.
Hér á landi hefur þvi rikt mikiö
ójafnvægi i þessu efni, þ.e.
fjárfestingar hafa verið verulegar
umfram sparifjármyndun, og þaö
sem upp á hefur vantað er tekið
aö láni erlendis.
Eitt brýnasta verkefniö i efna-
hagsmálum, er aö snúa þessu
viö, og þaö verður einvörðungu
gert með háum vöxtum innan-
lands, sem hljóta aö orsaka sam-
drátt i fjárfestingum (allavega
þeim minnst aröbærustu), en
samtímis auka sparifjármyndun.
95