Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 25
búist er við að verði til ráðstöfun-
ar til húsnæðismála á þessu ári,
þá er við þvi þúist að það verði
nálægt þremur milljörðum króna
eða liðlega það. Þessi upphæð
skiptist þannig að 1.790 milljónir
verða til ráðstöf unar frá Húsnæð-
ismálastjórn. Siðan er einnig um
að ræða lán frá lifeyrissjóðum og
bönkum en búist er við að af hálfu
lífeyrissjóðanna verði til útlána
um 1.000 til 1.200 milljónir, en
200 til 300 milljónir af hálfu
bankakerfisins.
Næg verkefni
Hvað atvinnuástand úti á landi
áhrærir, þá er Ijóst að þar er viða
samdráttur og má nefna Akureyri
sem dæmi i þvi samþandi. Þar
hefur verið mikill samdráttur í
framkvæmdum og allmargir
byggingamenn flutt til Stór-
Reykjavikursvæðisins i atvinnu-
leit, ýmist tiðabundið eða til fram-
búðar. Gunnar S. Björnsson taldi
að ástandið á Akureyri væri
nokkuð að komast í jafnvægi, en
það væri kannski fyrst og fremst
vegna þess að mikill fjöldi iðnað-
armanna hefði flutt úr bænum. Ef
ekki yrði nein breyting á þvi,
sýndist Gunnari að um næg verk-
efni ætti að vera að ræða fyrir þá
aðila sem enn eru á svæðinu, en
þó gæti það verið mismunandi. Ef
eitthvað myndi dragast saman
við virkjunarframkvæmdir við
Blöndu, þá væri Ijóst að til
vandræða gæti komið á þvi
svæði.
39933
39933
39933
3993s
Þú
hringir á
undan...
OG PIZZAN ER
TILBÚIN ÞEGAR
ÞÚ KEMUR
Viljir þú taka með þér
ilmandi pizzu heim, þá
nægir að hringja í Pizza-
húsið í síma 39933 og velja
um þærtegundirsem við
höfum á matseðli okkar.
Við lögum síðan pizzuna
eftir þínum óskum, og hún
verðurtilbúin þegarþú
kemur.
Nýjung til hagræðingar!
PlZZA
HtíSlÐ
Grensásvegi 7 - Sími 38833
25