Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 19
SKIPAREKSTUR
Eimskip tapaði um 57,3
milljónum króna 1984
— Heildarflutningar þó aldrei meiri
Texti: Sighvatur Blöndahl
Aöalfundur EIMSKIPS fyrir
áriö 1984 var haldinn í Súlnasal
Hótel Sögu, fimmtudaginn 18.
apríl.
Halldór H. Jónsson, stjórnar-
formaöur EIMSKIPS, flutti þar
ræöu um starfsemi félagsins
áriö 1984, og kom meöal annars
eftirfarandi fram í máli hans.
Heildartekjur EIMSKIPS á
árinu 1984 námu samtals
2.082.4 milljónum króna en áriö
áöur voru tekjur félagsins 1.750
milljónir króna. Aukning í veltu
milli áranna er því nítján af
hundraöi.
Tap var af rekstri EIMSKIPS á
árinu 1984 og nam þaö 57,3
milljónum króna. Er þaö umtals-
vert verri afkoma en áriö áöur,
en þá var hagnaöur 97,2 millj-
ónirkróna.
Versnandi afkomu félagsins
má einkum rekja til óróleika á ís-
lenska vinnumarkaöinum, er
leiddi til óraunhæfra kjarasamn-
inga, vaxandi verðbólgu og geng-
isfellinga sem kostuöu EIMSKIP
um eöa yfir 100 milljónir króna.
Siglingar bandarisks skipafé-
lags með varning fyrir varnarliöiö
á Keflavikurflugvelli ollu félaginu
einnig verulegum tekjumissi,
sem og almenn lækkun flutnings-
gjalda undanfarin misseri. Verö-
bólgan í þeim londum sem Eim-
skipafélagið siglir til, haföi einnig
neikvæö áhrif á afkomu félags-
ins, en um 70% heildarútgjalda
félagsins eru i erlendri mynt.
Heildarflutningar EIMSKIPS á
árinu 1984 voru samtals 723.000
tonn en voru áriö 1983 669.000
tonn. Aukningin er því 8% á milli
ára, og hafa flutningar félagsins
aldrei veriö meiri i tonnum taliö.
Innflutningur jókst um 5% en út-
flutningur minnkaði um 3% milli
þessara ára.
Á árinu 1984 hafði EIMSKIP aö
jafnaði i rekstri 20 skip. Af þeim
voru 10 skip í föstum áætlana
siglingum til og frá landinu, en
önnur i stórflutninga- og leigu-
verkefnum.
Geröur var samningur um leigu
á tveimur þýskum gámaskipum
til Noröurlandasiglinga og hlutu
þau nöfnin SKÖGAFOSS og
REYKJAFOSS. Samiö var um aö
lengja ekjuskip félagsins um
13,1 m, og var EYRARFOSS
lengdur i þyrjun desember, en
lengingu ÁLAFOSS lauk nú i
byrjun april. EIMSKIP tók á þurr-
leigu gámaskipiö LAXFOSS af
bresku fyrirtæki, og er skipiö
ásamt BAKKAFOSSI og City of
Perth i Amerikusiglingum. Skipin
MÚLAFOSS, ÚÐAFOSS og ÍRA-
FOSS voru seld á árinu.
Amerikusiglingar EIMSKIPS
voru endurskipulagðar í kjölfar
siglinga bandaríska skipafélags-
ins Rainbow Navigation til is-
lands. Áætlanaskip EIMSKIPS
sigldu frá Reykjavík til Evrópu og
þaðan til Bandarikjanna meö
19