Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 73
CARGOLUX
Um 65% tekna eru af flug-
leiðinni til Austurlanda fjær
— segir Sigmar Sigurðsson framkvæmkastjóri
Asíusvæðis Cargolux
CARGOLUX hefur um langt
árabil stundaö umfangsmikið
flug milli Evrópu og Austurlanda
fjær, þá ekki síst til og frá Hong
Kong. Forstöðumaður Cargolux
á þessu svæöi með aðsetri í
Hong Kong er ungur íslendingur
Sigmar Sigurðsson. Er Frjáls
verzlun ræddi við hann á dögun-
um á skrifstofu sinni eystra
var hann fyrst spurður um að-
dragandann að því að hann
réöst til félagsins eftir að hafa
starfaö hjá Flugleiðum um ára-
bil. „í ársbyrjun 1979 fluttist ég
ásamt fjölskyldunni til Luxem-
borgar og hóf störf hjá Cargo-
lux. Starf mitt fólst i því að
skipuleggja farmgjöld og reglur
þar aö lútandi. Ég gegndi þessu
starf i um eins árs skeið en fór þá
inn á markaðskönnunarmál fyrir
fyrirtækið í Bandaríkjunum, en
þetta var áður en flug félagsins
hófst milli Evrópu og Bandaríkj-
anna. Eftir um hálfs árs starf var
mér síðan boðin staða sölu-
stjóra Cargolux í Hong Kong
fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið.
Þessu starfi gegndi ég i um tvö
ár“.
Miklar breytingar
„Þaö urðu síðan miklar breyt-
ingar á yfirstjórn fyrirtækisins og
almennt á starfseminni i Luxem-
borg um áramótin 1982/1983 var
mér boðin staöa framkvæmda-
stjóra svæðisins, ásamt þvi aö
sinna markaðs- og sölumálum.
Um er að ræöa svæðið frá Japan
og Austur-Asíusvæöið, Singa-
pore, Malasia og Thailand og
þaðan niður til Ástraliu. Cargolux
er siðan meö eigin skrifstofur i
Tokyo, Seoul, Taipai, Singapore,
Kuala Lumpur, Manila, Sydney
og siðan svæöisskrifstofuna hér i
Hong Kong".
Starfsmenn í Asfu 70—80
Aðspurður sagði Sigmar að
undir hans stjórn störfuðu nú um
30 starfsmenn í Hong Kong.
„Siðan starfa 11 starfsmenn i
Tokyo, liölega 20 starfsmenn eru
á vegum félagsins i Taiwan, 9
starfsmenn eru í Singapore, 3
starfsmenn i Kuala Lumpur, 2
starfsmenn i Sydney, 2 starfs-
menn á Manila og i Seoul eru 4
starfsmenn. Annars má segja að
starfsmennirnir hér eystra séu á
bilinu 70—80 eftir árstimum".
Cargolux skiptir starfsemi
sinni niður i 3 meginsvæði og
sagði Sigmar að það væri að
mestu leyti eftir alþjóölegum
reglum þar að lútandi. „Alþjóða-
samtök flugfélaga hafa deilt
heiminum niður i þrjú megin-
svæöi. Svæöi 1 er Norður- og
Suður-Amerika, svæði 2 er siöan
Evrópa, Mið-Austurlönd og Afr-
ika, og loks er svæði 3 sem er
Asía frá Pakistan og austur úr og
allt Kyrrahafið. Það má segja að
viö skiptum starfsemi okkar upp i
samræmi viö þetta“.
Sigmar var inntur eftir tekju-
69