Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 18
100 stærstu Breytingar á listunum Miklar breytingar hafa orðið á gerð og uppsetn- ingu listanna. Er óhætt að segja að í þeim efnum hafi orðið algjör bylting. í fyrsta lagi eru nú gefnar upplýs- ingar um eittþúsund — 1000 — ís- lensk fyrirtæki. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra voru gefnar upp- lýsingar um rúmlega fjögur hundruð fyrirtæki á listanum um stærstu fyr- irtæki. Var það þá veruleg fjölgun frá árinu áður. Eins og áður eru upplýsingar um fyrirtækin misjafnlega viðamiklar. Enn er það svo, að upplýsingar um starfsmannafjölda, heildarlaun og meðallaun starfsmanna, eru þær fregnir, sem við höfum af flestum fyrirtækjunum. Við vekjum þó sér- staka athygli á vaxandi fjölda upp- lýsinga, sem gefnar eru um flest stærstu fyrirtæki og allmörg önnur. Fjölgun þeirra sést best á því, að í fyrra voru dálkar á aðallista tíu tals- ins. í ár eru þeir hvorki meira né minna en 23. Má segja að hjá þeim fyrirtækjum, sem fylla þennan flokk, sé gefið allþokkalegt yfirlit yfir rekst- ur þeirra og efnahag. Á aðallista, þar sem fyrirtækjum er raðað eftir brúttó veltu þeirra í krónum talið eru 162 fyrirtæki. Neðstu fyrirtækin þar eru með 200 milljón króna veltu. Allar þær upp- lýsingar, sem á annað borð eru birtar koma fram á aðallistanum. Oll fyrirtækin og stofnanirnar, sem fram koma að þessu sinni eru einnig á sérstökum atvinnugreina- listum. Þeir hafa einnig verið mjög endurbættir frá því sem áður var. Fyrirtæki, sem eru á aðallistanum yfir stærstu fyrirtæki er að þessu sinni einnig á atvinnuvegaskránum. Við þetta fæst mun betra yfirlit yfir stærstu fyrirtækin í einstökum at- vinnugreinum en áður. Þeirri venju er haldið að raða fyrir- tækjum eftir starfsmannafjölda á at- vinnuvegalistana. Upplýsingar um veltu þeirra fyrirtækja, sem hana hafa gefið upp, koma einnig fram á listunum og auk þess röð þeirra á aðallista. Við þessar endurbætur á listun fyrirtækja í hinum einstöku atvinnu- greinum mun gildi þeirra vaxa mikið. Er það auðsætt strax í byrjun en gildi þessara lista mun verða enn meira þegar að fram í sækir. Samanburður skyldra fyrirtækja er að mörgu leyti mun áhugaverðari en Upplýsingar eru gefnar um eitt þús und fyrirtæki. óskyldra fyrirtækja innbyrðis. Menn hafa alltaf tilhneygingu til þess að bera sig saman við fyrirtæki sem rekin eru í sömu atvinnugrein og þeir stunda sjálfir. Þau stærstu í hverju kjördæmi Enn ein nýjungin að þessu sinni er, að birtir eru listar um stærstu fyr- irtæki í hverju kjördæmi. Þeim er í fyrsta lagi raðað eftir veltu fyrirtækj- anna. Auk þess eru fyrirtæki, sem eru með fleiri en 40 starfsmenn að meðaltali í sinni þjónustu í flestum tilvikum talin með. Stærðarskipting og fjöldi stærri fyrirtækja í hverju kjördæmi er athyglisverð lesning, þó svo fátt komi kunnugum á óvart. Fjórða tegund lista og ekki sú ómerkasta er röðun fyrirtækja eftir ýmsum hlutföllum og upplýsingum um árangur af rekstri þeirra sem við höfum kosið að nefna kennitölur. Er hér upplýst um: Mestu hlutfallslega aukningu frá fyrra ári. Mesta hagnað í krónum talið. Mesta hagnað sem (%) hlutfall af veltu. Mesta hagnað sem (%) hlutfall af eig- infé. Mesta eigið fé í krónum talið. Besta eiginfjárhlutfallið. Besta veltufjárhlutfallið. Stærstu vinnuveitendur. Hæstu launagreiðendur. Stærstu útflytjendur. Af samanburði þessara talna úr rekstri fyrirtækjanna fást margar og merkilegar upplýsingar. Auðvitað ber að taka þeim með nokkurri var- úð. Sambærileiki talna liggur ekki alltaf í augum uppi en þó er hægt að fullyrða að mikið gagn er af þessum upplýsingum. Það gagn á eftir að aukast við vaxandi fjölda þeirra fyr- irtækja, sem upplýsa munu um rekstur sinn. Sá galli, sem hér var nefndur um að upplýsingar séu ekki sambærileg- ar hjá óskyldum fyrirtækjum er ekki fyrir hendi á þeim listum, sem við bendum á að síðustu. Fimm af atvinnugreinalistunum eru fullkomnari en aðrir. Þeir ná yfir opnu í blaðinu og á þeim koma fram allar þær upplýsingar, sem birtar eru á aðallista. Þetta eru listarnir yfir banka og aðrar peningastofnanir, olíufélögin, orkuveiturnar, trygging- arfélögin og kaupfélögin. Á þessum listum er um mun sam- bærilegri rekstur að ræða en á öðrum listum. Þess vegna hlýtur samanburður á hlutföllum og öðrum rekstrarupplýsingum að vera mark- tækari á þessum listum en öðrum. Að lokum er rétt að nota tækifær- ið og þakka þær góðu viðtökur, sem oftast fást þegar leitað er eftir upp- lýsingum vegna listans um stærstu fyrirtæki í FRJÁLSA VERSLUN. Þeir sem að þessum lista standa gera sér manna best ljóst, að hann má endurbæta enn meir en þegar hefur verið gert. Því starfi verður haldið áfram með góðri aðstoð forráða- manna fyrirtækjanna. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.