Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Page 21

Frjáls verslun - 01.10.1986, Page 21
Eigið fé er hlutafé, varasjóðir, end- urmatssjóðir, reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga, séreignasjóðir, stofnsjóðir o.fl. Hafa ber í huga að eigið fé fyrir- tækja kann að vera nokkuð vanmet- ið. Meðal annars vegna þess, að samkvæmt gildandi skattalögum, er ekki heimilt að endurmeta eignir á kaupári, þótt skuldirnar á móti þess- um eignum hækki í samræmi við verðtrygginga- eða gengisákvæði. Eiginf j árhlutf all Eiginfjárhlutfall sýnir hlutfallið á milli eigin fjár og heildarskulda að meðtöldu eigin fé. Þessu hlutfalli er ætlað að sýna gjaldhæfi fyrirtækis- ins, það er að sýna hversu mikill hluti heildarfjármagns megi tapast, áður en tapið bitnar á kröfum þeirra, sem lánað hafa fyrirtækinu fé. Samkvæmt Atvinnurekstrar- skýrslum, sem Þjóðhagsstofnun gaf út í september s.l. var eiginfjárhlut- fall í íslenskum atvinnurekstri að- meðaltali 42% árið 1980. Það fór síð- an lækkandi til og með árinu 1983. Nokkur hækkun varð árið 1984, þeg- ar meðaltal eiginfjárhlutfalls var 34%. Upplýsingar fyrir árið 1985 liggja ekki enn fyrir. Þeim mun hærra sem eiginfjár- hlutfall er, þeim mun betur mega lán- ardrottnar fyrirtækisins telja sig setta, að öðru jöfnu. Hér ber einnig að hafa í huga hugsanlegt vanmat á eiginfé fyrirtækis, eins og áður hefur verið nefnt. V eltuf j árhlutf all Veltufjárhlutfall sýnir hlutfallið á milli veltufjármuna og skammvinnra skulda fyrirtækis. Gefur það til kynna hæfi fyrirtækis til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur í næstu framtíð (til dæmis næstu 12 mánuði eða svo). Því hærra, sem þetta hlutfall er, því minni líkur eiga að vera til þess, að öðru jöfnu, að fyr- irtækið muni eiga í greiðsluerfiðleik- um á næstunni. Ef veltufjárhlutfall fyrirtækis er lægra en 1,0 er hægt að draga þá ályktun að, að öðru óbreyttu muni þurfa að grípa til sérstakra ráðstaf- ana til greiðslu skammtímaskulda. Samkvæmt Atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar frá því í septem- ber s.l. hefur meðalveltufjárhlutfall íslenskra fyrirtækja verið frá 1,01 árið 1980 og til 0,98 árið 1984. Veltufjármunir í millj. króna Veltufjármunir er sá hluti eign- anna (vinstri hliðar efnahagsreikn- ingsins), sem er í formi peninga eða annarra þeirra fjármuna, sem auð- velt á að vera að breyta í reiðufé. Má þar nefna bankainnistæður, skamm- tíma innistæður hjá viðskiptamönn- um, víxileignir, auðseljanleg skulda- bréf, vörubirgðir o.fl. Skammtímaskuldir Skammtímaskuldir er sá hluti skulda fyrirtækis, sem greiða skal á næstu 12 mánuðum eða þar um bil. Má til dæmis nefna, skuldir við banka, viðskiptamenn, opinber gjöld og afborganir og vexti af langtíma- lánum, sem greiða skal á næstu mán- uðum. Heildareignir í millj. króna Hér er um að ræða niðurstöðutölu efnahagsreiknings fyrirtækis. Heildarskuldir í millj. króna Hér er um að ræða hægri hlið efnahagsreiknings fyrirtækis, að frá- dregnu eiginfé þess. Það sem þá er eftir eru skuldir, sem síðan skiptast í skammtíma- og langtímaskuldir. Meðalfjöldi starfsmanna Meðalfjöldi starfsmanna er fund- inn út frá upplýsingum um slysa- tryggðar vinnuvikur. Er þar um að ræða gjaldstofn til skattlagningar sem fenginn er úr gögnum Hagstofu íslands. I fjölda slysatryggðra vinnu- vikna er síðan deilt með 52 (vikum) og er þá kominn meðalfjöldi starfs- manna. Eins má kalla þessa niður- stöðu ársverk. Hún jafngildir vinnu- framlagi eins manns í fullu starfi í eitt ár. En getur einnig átt við hluta- störf fleiri manna, sem samanlagt inna af hendi eitt ársverk og þarf að hafa það í huga þegar verið er að bera saman meðallaun. Bein laun í millj. króna Hér er um að ræða heildarlauna- greiðslur fyrirtækja, samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu íslands. Meðallaun í þús. króna Meðallaun starfsmanna hjá fyrir- tæki. Þessi tala er fundin með því að deila með meðalfjölda starfsmanna upp í upphæð beinna launa. Hér er þá um að ræða meðallaun starfs- manna, miðað við starfsmann sem vinnur fullt starf i eitt ár. Allt er f yrirvörum háð Hér skal að lokum undirstrikað, að varast ber að draga of ákveðnar ályktanir af þeim upplýsingum, sem hér birtast. Þó er óhætt að fullyrða að vissar ályktanir má draga af list- unum. Samanburður er hinum ýmsu fyrirtækjum, sem eru í ólíkum rekstri er ávallt erfiður og ber að taka hon- um með vissum fyrirvara. Þeir sem sjá um gerð þessara lista vilja í þessu sambandi ítreka þá skoðun sína, að gildi sérlistanna eigi eftir að aukast. A þeim er mun sam- bærilegri fyrirtæki heldur en á aðal- listanum. Þess vegna er ánægjulegt að geta bent á að í ár hafa sérlistam- ir tekið miklum stakkaskiptum og til hins betra. Nánari skýringar á því er að finna annarsstaðar. 0 1985 Sýnishorn af ársskýrslu. Færst hef- ur í vöxt aö fyrirtæki upplýsi um árs- reikninga sina og ber fyrirtækjalisti Frjálsrar verslunar þess merki. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.