Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 54
VERSLUN
BJÓRINN KEMUR!
TRÖLLASÖGUR UM UMBOÐSLAUN — INNLENDI BJÓRINN NIÐURGREIDDUR?
1. mars 1989 verður eftirleiðis
í hugum margra tímamótadag-
ur; dagurinn sem bjórinn bætt-
ist við fjölbreytt úrval guða-
veiga ÁTVR. Tilfinningar
manna í garð þessa ósköp venju-
lega mánaðardags munu eflaust
verða blendnar því á meðan
sumir munu minnast hans sem
dagsins er íslendingar komust í
hóp menningarþjóða má ætla að
aðrir telji hann upphaf gósentíð-
ar Bakkusar í íslensku samfé-
lagi.
Við ætlum að láta slíkar bollalegg-
ingar liggja á milli hluta að sinni. Þess í
stað er ætlunin að spá í hugsanlega
bjómeyslu íslendinga, hvers konar öl
verði hér á boðstólum, hverjir muni
sjá okkur fyrir hinum íslenska miði og
hvaða umboðsaðilar það em sem
duttu í lukkupottinn að þessu sinni.
15 MILUÓN LÍTRA
Þegar reynt er að spá í neyslu
manna á bjór hér á landi er auðvitað
rennt blint í sjóinn. Þegar þetta er
skrifað um miðjan febrúar hefur út-
söluverð ekki enn verið ákveðið, en
ugglaust munu spádómar ráðast
nokkuð af þeim þætti. Hins vegar
hafa forsjármenn ÁTVR einatt byggt
á neyslutölum upp á 7-10 milljón h'tra á
ári og miðað við reynslu annarra þjóða
er sú tala eflaust í lægri kantinum.
Það er athyglisvert að h'ta á neyslu-
tölur frænda okkar á Norðurlöndun-
um því þar er mismunur á milli landa
fima mikill. Á Grænlandi neyta menn
langmest af sterku öli eða 313 h'tra á
ári á hvem einstakling 15 ára og eldri.
Ótrúleg neysla það. Næstir í röðinni
eru Danir með 150 h'tra á ári, þá Finn-
ar með 77 lítra, Norðmenn með 60
h'tra, Færeyingar með 53 h'tra og
Svíar með 46 h'tra á hvern einstakling
15 ára og eldri.
Þrátt fyrir bann við sölu bjórs á
íslandi utan Fríhafnar kneyfum við
tæplega 27 h'tra á ári hver íslendingur
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON
54