Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 10
FRÉTTIR OLÍSDEILAN: HVAÐ VELDUR REIÐI LANDSBANKANS? Menn hafa velt fyrir sér ástæðum þess að Lands- bankinn skuli ganga svo hart fram gegn OLÍS eins og raun ber vitni. Talið er að einkum megi rekja ástæður þess til persónu- legra samskiptaörðug- leika við Óla Kr. Sigurðs- son og trúnaðarbrests milli bankans og hans. OLIS hefur um langt skeið verið eitt erfiðasta vandræðamálið í Lands- bankanum. Bankinn hef- ur haft miklar áhyggjur af fyrirtækinu og viljað fylgjast grannt með gangi mála þar. Landsbankinn hefur lagt í mikla vinnu til að átta sig á stöðu OL- IS. Þannig var settur á laggirnar starfshópur í bankanum nú í vetur und- ir formennsku Brynjólfs Helgasonar, aðstoðar- bankastjóra. Auk hans voru í hópnum Helgi Bachmann, Jón Snorri Jónsson og Jóhannes Jó- hannessen. Niðurstaða hópsins var sú að fyrirsjá- anlegur lausafjárskortur OLIS hlypi á hundruðum milljóna króna og ástand- ið væri algerlega óviðun- andi fyrir bankann. Óli Kr. Sigurðsson rit- aði bankastjórum Lands- bankans bréf þann 2. september og lagði fram hugmyndir sínar um fjár- hagslega endurskipulag- ningu OLÍS. Þær fólust m.a. í sölu eigna. Selja átti Vöru- inarkað OLIS í Hvera- gerði, skrifstofuhúsnæði á Akureyri, skrifstofu- húsnæði í Hafnarstræti 5, hlutabréf í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hf., hlutabréf í Granda hf. og hlutabréf í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni hf. á Akranesi. Þá var rætt um eigin hlutabréf OLIS í félaginu, sem námu 28% af heildar- hlutafé félagsins. En ólöglegt er að félag eigi meira en 10% í sjálfu sér. Þá lýsti Óli Kr. sig reiðu- búinn að kaupa sjáifur viðbótarhlutafé að fjár- hæð 100 milljónir króna í félaginu. Þær kröfur voru gerðar til Landsbankans að hann lengdi lánin, lækkaði vexti og gæfi 6 mánaða aðlögunartíma þar til greiða þyrfti af lánum. Það óvænta gerðist. Landsbankinn gekk að þessu umyrðalaust, sagð- ist tilbúinn að standa við sitt og óskaði eftir að Óli Kr. hæfist þegar handa um að frainkvæma tillög- ur sínar. En þá sá Óli Kr. Sigurðsson allt í einu öll tormerki á að standa við þá tillögu sem hann hafði lagt fram skömmu áður. Þá var bankastjórum Landsbankans nóg boðið. Þeir mátu það svo að þessum manni væri ekki treystandi. Þarna varð endanlegur trúnaðar- brestur. Eftir þetta hefur Landsbankinn haldið uppi harðri stefnu gagn- vart OLIS sem gengur út á að fá botn í málið og tryggja hagsmuni bank- ans til frambúðar. I þeirri framtíðarmynd Landsbankans er Óli Kr. Sigurðsson ekki. FRAMTÍÐ OLÍS: KAUPA ESSO OG SHELL? Forstjóri OLÍS hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að erlend olíufélög, Texa- co og Mobil, séu tilbúin að kaupa á bilinu 14-28% í OLÍS. Þessir aðilar munu hafa lýst sig reiðubúna að skoða möguleika á hluta- fjárkaupum - en með skil- yrðum. Báðir útiloka hinn frá eignaraðild og viðskiptum, báðir útiloka BP frá eignaraðild og við- skiptum og báðir gera það að skilyrði að þeir fái stóran langtímavið- skiptasamning fyrir vik- ið. Þannig að skilyrði og fyrirvarar eru ýmsir. Varla þarf að búast við því að þessi erlendu olíu- félög kaupi hlut í OLÍS. Margir spá því að í kjöl- far þeirra átaka sem nú hafa orðið opinberlega milli Landsbankans og OLÍS, verði félagið selt hinum olíufélögunum tveimur sem munu þá skipta rekstri OLÍS á milli sín. Óli Kr. FRAMLEIÐUM: Auglýsingaskilti úrplasti. Plast i mörgum litum og þykktum. Plast undir skrifborösstóla. Sérsmíðum alls konar plasthluti. Sjáum um viðgerðir og viðhald á Ijósaskiltum. Plastgler í báta og bila. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.