Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 39
IÐNAÐUR NÝ BYGGINGARAÐFERÐ: ALVERKTAKA Æ ALGENGARI — ÍSTAK EINN FRUMKVÖÐLANNA HÉR Á LANDI Byggingar Hörpu hf. eru 2.500 fermetrar að grunnfleti og er hægt að stækka húsið verulega ef þörf krefur. Alverktaka er nýyrði sem skaut rótum í íslenskri málhefð fyrir nokkrum árum og hefur vaxið nokkuð fiskur um hrygg að undanförnu. Hér er um að ræða hugtak sem skýrir mjög vel nýja aðferð við að reisa mannvirki og byggist í stuttu máli á því að verktaki tekur að sér hönnun og byggingu húss eða annars mannvirkis, þ.e. öll framkvæmdin er á einni hendi. Hafa nokkur mannvirki risið hér á landi á síðustu árum þar sem þessari aðferð er beitt og að sögn fróðra manna er þess að vænta að hún eigi eftir að ryðja sér enn meira til rúms á íslensk- um byggingamarkaði. Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur tekið upp þessa aðferð í auknum mæli er bygg- ingafyrirtækið ístak hf. Við báðum Jónas Frímannsson verkfræðing um að lýsa þessu fyrirbrigði nánar fyrir okkur: ÍSTAK EINN FRUMKVÖÐLA „Fyrst er rétt að árétta að hér er ekki um neina uppfinningu okkar að ræða því segja má að aðferðir byggingameistara í byrjun aldarinnar hafi verið alverktaka. Þá var gjaman hönnun og framkvæmd á einni hendi enda húsagerðir og byggingarað- ferðir tiltölulega einfaldar. Smám saman varð mannvirkjagerð flóknari. Arkitektar, verkfræðingar og aðrir tæknimenntaðir menn komu til sög- unnar en verkefni húsameistaranna tak- mörkuðust við byggingarvinnuna sjálfa. Þær aðferðir sem em ríkjandi í dag við skipulag og framkvæmdir í byggingar- starfsemi og kalla má hefðbundnar, em afsprengi þessarar þróunar. Hér teljum við ástæðu til að snúa þró- uninni við og bjóða upp á þann kost að hönnun og framkvæmd sé á ný á einni hendi. Húsbyggjandi sem vill losna undan því að verja vemlegum hluta dýrmæts TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON tíma síns í umsjón og eftirlit með fram- kvæmdinni getur gefið verktaka forsögn að húsinu sem reisa á og síðan falið honum framkvæmdina alla þar til verkinu er Iokið. Þannig sparast tími hans í að sinna verk- efni sem aðrir eru sérhæfðir til að leysa. Ég hygg að ístak hafi verið einn frum- kvöðla á þessu sviði en nú era fleiri verk- takafyrirtæki að bjóða upp á þessa þjón- ustu.“ Jónas sagði íslenska orðið alverktöku vera í raun beina þýðingu á byggingarað- ferð sem væri kölluð Turn Key Contract- ing á ensku og fæli einfaldlega í sér að byggingaraðili semdi við verktaka um alla framkvæmd verks og biði þess síðan að GUNNAR GUÐMUNDSSON HF 84411 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.