Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 25
Samvinnutrygginga er þó verulega
frábrugðinn sameiningu Sjóvá og Al-
mennra trygginga, sem er fullkomin
sameining. Brunabótafélagið og Sam-
vinnutryggingar stofna hins vegar
þriðja félagið, Vátryggingafélag ís-
lands hf. og eiga bæði jafn mikið hluta-
fé í hinu nýja félagi sem mun taka við
öllum rekstri beggja félaganna.
SKYNDIÁKVÖRÐUN?
Hin óvænta yfirlýsing forráða-
manna Samvinnutrygginga og Bruna-
bótafélags íslands þótti bera vissan
vott um ótta við fyrirhugaða samein-
ingu Sjóvá og Almennra trygginga.
Þegar yfirlýsing þeirra var gefin út
var allur undirbúningur óunninn. Ein-
ungis lá fyrir að Axel Gíslason yrði
forstjóri hins nýja félags og Ingi R.
Helgason starfandi stjómarformaður
þess. Ekki höfðu verið teknar aðrar
ákvarðanir um hvaða starfsmenn
héldu störfum og hverjir ekki en
ákveðið var að segja öllum upp. Á
næstu dögum komu jafnvel fram efa-
Axel Gíslason.
semdir um lagalegar forsendur máls-
ins en nú virðist sem lagaheimildir
séu fyrir hendi og forráðamenn félag-
anna hafa nú tekið til óspilltra málanna
við að vinna heimavinnuna — en eftir
á.
ÓLÍK VINNUBRÖGÐ
Ljóst er að vinnubrögðin við sam-
runa þessara fyrirtækja í tvö stærstu
tryggingarfélög landsins eru gjörólík.
Mun betur hefur verið vandað til
verka hjá Sjóvá og Almennum trygg-
ingum og munu þeir eflaust njóta þess
í upphafi þeirrar hörðu baráttu sem
framundan er milli þessara tveggja
risa á tryggingamarkaðnum. Það mun
þó ekki breyta því að óhætt er að spá
því að sameining Brunabótafélagsins
og Samvinnutrygginga muni leiða af
sér tilætlaða hagræðingu og sparnað.
Það mun engu að síður verða tíma-
frekara og viðkvæmara vegna þess
að ekki tókst að undirbúa verkið
vandlega að tjaldabaki eins og hjá Sjó-
vá og Almennum tryggingum.
Ingi R. Helgason.
TIL HAMINGJU
Frjáls verslun fagnar þessum
tveimur sameiningum, sem eru stór-
ar á íslenskan mælikvarða. Þær hafa
vakið verðskuldaða athygli og munu
leiða af sér mikinn spamað og veru-
lega hagræðingu. Neytendur munu
væntanlega njóta góðs af í lægri ið-
gjöldum. Og annars staðar í atvinnu-
lífínu verða þær hafðar að leiðarljósi
og verða mönnum hvatning til að
skoða stöðu fyrirtækja sinna og fram-
tíðarmöguleika af meiri víðsýni.
MINOLTA
LJÓSRITUNARVÉLAR
NETTAR, LITLAR OGLÉTTAR
Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifborðiö!
Sú ódýrasta á markaðnum.
D-100
Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og
nákvæmni. Lágt verð og rekstarkostnaður.
MINOLTA EP 50
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka,
hágæðaprentun og hagkvæmni í reksth.
Ekjaran
ARMULA 22. SlMI (91)8 30 22. 10« REYKJAVlK