Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN
Samvinnuferðir-Landsýn. Það fyrir-
tæki keypti síðar meirihluta í Ferða-
skrifstofu FIB án þess þó að sameina
fyrirtækin. Um það leyti sem Ferða-
skrifstofan Úrval hóf starfsemi keypti
hún Ferðaskrifstofu Zoega og sam-
einaði rekstri sínum. Nýlega keypti
Úrval svo Ferðaskrifstofu Úlfars
Jacobsen.
BIFREIÐAINNFLUTNINGUR
Ýmsar athyglisverðar sameiningar
fyrirtækja hafa farið fram innan bíl-
greinarinnar. Glóbus keypti SAAB
umboðið og sameinaði starfsemi þess
rekstri sínum. Jöfur yfirtók Chrysler-
umboðið frá Vökli og Peugeot-um-
boðið frá Hafrafelli og sameinaði þau
rekstri sínum. Brimborg keypti á síð-
astsliðnu sumri Volvoumboðið Velti
og sameinaði fyrirtækin. f lok síðasta
árs var svo tilkynnt fyrirhuguð sam-
eining Bflaborgar og Sveins Egilsson-
ar.
ÝMIS VERSLUN
Mjólkurfélag Reykjavíkur keypti
fóðurvörufyrirtækið Guðbjörn Guð-
jónsson og sameinaði rekstur fyrir-
tækjanna. Timburverslunin Völundur
og JL Byggingavörur sameinuðust
undir nafninu JL Völundur.
Verslunar- og þjónustufyrirtækið
Gísli J.Johnsen keypti á árinu 1987
helsta keppinaut sinn, Skrifstofuvél-
ar, og sameinaði fyrirtækin. Höfn á
Selfossi hefur tekið á leigu rekstur
kaupfélagsins Þórs á Hellu og rekstur
verslunar Friðriks Friðrikssonar í
Þykkvabæ og rekur nú þessi fyrir-
tæki í nafni félags sem stofnað var um
reksturinn og ber nafnið Þríhyrningur
hf. Hér er ekki um sameiningu félaga
að ræða heldur samstarf sem ætlað
er að sameina krafta þessara fyrir-
tækja.
í matvöruversluninni á höfuðborg-
arsvæðinu hafa orðið margskonar
sameiningar og tengingar fyrirtækja.
Hagkaup yfirtók sumarið 1988 Nýja-
bæ á Seltjarnarnesi og sameinaði
rekstur fyrirtækjanna.
Áður en Kjötmiðstöðin varð gjald-
þrota keypti hún verslunina Garða-
kaup i Garðabæ og felldi undir rekstur
Kjötmiðstöðvarinnar.
Verslunin Nóatún hefur keypt SS-
búðina við Hlemm og Verslunina
Kópavog auk þess sem Vogabær er í
eigu sömu fjölskyldu.
KRON keypti verslunina Víði í
Mjódd og breytti nafni hennar í
Kaupstað. KRON hefur einnig yfir-
tekið vörumarkaðinn Miðvang í Hafn-
arfirði sem áður var á vegum Kaupfé-
lags Hafnfirðinga. KRON keypti á
sínum tíma Kaupgarð í Kópavogi en
seldi BYKO húsnæði stórmarkaðar-
ins og hætti rekstri hans þar. KRON
er stærsti hluthafinn í Miklagarði.
Samstarf er um rekstur fýrirtækjanna
en þau eru engu að síður sjálfstæðar
rekstrareiningar. Mikligarður yfirtók
seint á síðasta ári Vörumarkað JL-
hússins við Hringbraut.
ISPO-MÚR
• ISPO-múrkerfið samanstendur af einangrun sem sett er utan á húsið,
lími, glertrefjaneti og múr úr hvítu Portland sementi, möluðu kvarsefni
og akrýlblöndu. Hægt er aðfá margar áferðir og mismunandi grófleika.
• ISPO-MÚR á ný hús og þú þarft ekki að óttast frost- eða alkalískemmdir.
ISPO-MÚR hleypir ekki frostinu inn í veggina.
• Ef þú velur ISPO-MÚR á nýja húsið þitt sparar þú bæði
sement og járnbindingu, þvf steyptir veggir mega vera
• Einangrun utan frá - betri kostur.
• ISPO-MÚR er einnig hægt að nota innanhúss,
bæði til skrauts og viðgerða.
• Ef húsið er ekki mjög illa farið er hægt að gera
við það með ISPO-MÚR, án þess að einangrun
sé nauðsynleg.
• Ódýrasti kosturinn.
A T TJ~) Tf' T /T7 T\ ~\ T T A T/ ^ ■ Laugavegur 105 var múrað að utan með ISPON-MÚR
J yj_ ( J f \ f\ / y/Ty #~y / V / / VC T ® ISPO-MÚR ræður við öll form.
HÓLMASLÓÐ 6 PÓSTHÓLF 1052 121 REYKJAVlK SÍMI 42626
22